Innlent

Hefur sigið um 34 sentimetra

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Miðað við fyrri hlaup má gera ráð fyrir að hlaupvatn komi fram við jökuljaðar í dag eða á morgun.
Miðað við fyrri hlaup má gera ráð fyrir að hlaupvatn komi fram við jökuljaðar í dag eða á morgun. Vísir/RAX

Íshellan í Grímvötnum hefur nú sigið um 34 sentimetra frá því í gærmorgun. Búist er við jökulhlaupi en það er þó enn ekki hafið. Talið er líklegt að hlaupið verði síðar í dag eða á morgun.

„Staðan er bara meira og minna eins og hún var í gærkvöldi og það er auðvitað búið að síga áfram í nótt þarna og er komin í 34 sentimetra sig síðan gögnin byrjuðu að berast inn þarna klukkan tíu í gærmorgun og það eru engin merki um að komi neitt hlaupvatn niður á Skeiðarársand eða neitt svona enn þá,“ segir Bjarki Kaldalóns Friis náttúrvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Engar markverðar breytingar hafa mælst í Gígjukvísl hvort sem er vatnshæð, rafleiðni né gas. Þá sést ekkert á vefmyndavélum.

„Svo við erum bara enn þá að bíða eftir að það kemur eitthvað undir jökulinn og eins og er þá er bara lélegt skyggni bara á Skeiðarársandi.“


Tengdar fréttir

Telja að mannvirki muni þola hlaupið

Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag.

Reikna með hlaupi úr Grímsvötnum á allra næstu dögum

Von er á því að hlaup úr Grímsvötnum í Vatnajökli hefjist á allra næstu dögum. Dæmin hafa sýnt að slíkum jökulhlaupum geta fylgt eldgos. Fundi vísindaráðs Almannavarna lauk á fimmta tímanum í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.