Lífið

Jóla­sveinninn kominn með kærasta

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Harry og jólasveinninn.
Harry og jólasveinninn. Youtube/Skjáskot

Jólaauglýsing Norska póstsins hefur vakið mikla lukku. Auglýsingin segir frá ástarsambandi jólasveinsins og Harry, sem leikinn er af Johani Ehn.

Aug­lýsingin ber titilinn „Þegar Harry hitti jóla­sveininn,“ og er hjart­næm ástar­saga í til­efni þess að fimm­tíu ár eru síðan sam­kyn­hneigð var „af­glæpa­vædd“ í Noregi.

„Þetta hefur verið erfitt ár fyrir okkur öll - Heims­far­aldur, lofts­lags­váin, mál hælisleitenda og margt fleira,“ segir Moni­ca Sol­berg, markaðs­stjóri Norska póstsins í viðtali við sam­tökin LGBTQ Nation.

„Kannski er fal­leg og hjart­næm ástar­saga einmitt það sem við þurfum þetta árið. Fögnum þeirri stað­reynd að við megum elska hvern sem er í Noregi, þrátt fyrir allt það slæma sem er að gerast í heiminum,“ segir Moni­ca og bætir við að öll séu vel­komin í vinnu hjá Norska póstinum.

Auglýsinguna má sjá í heild sinni hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.