Sara Björk segir frá því á samfélagsmiðlum að strákurinn hafi fengið nafnið Ragnar Frank Árnason.
Íslenski landsliðsfyrirliðinn hefur sett stefnuna á það að vera kominn á fullt þegar Evrópumótið fer fram í Englandi næsta sumar.
Sara Björk er leikmaður franska stórliðsins Olympique Lyon og fyrst á dagskrá hjá henni verður að komst aftur inn á völlinn með Lyon.
Hún hefur alla meðgögnuna leyft aðdáendum sínum að fylgjast með stöðunni á sér og hefur unnið að heimildarmynd með PUMA. Það má búast við að aðdáendur fái einnig að sjá hvernig henni gengur að snúa aftur inn á völlinn á næstu mánuðum.
Ragnar Frank virðist braggast vel sem eru góðar fréttir. Hér fyrir neðan má sjá tilkynninguna um nafnið hans.