Hubble lýkur árlegum veðurathugunum í ytra sólkerfinu Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2021 12:45 Gasrisarnir fjórir, frá vinstri: Júpíter, Úranus, Satúrnus og Neptúnus. NASA Nýjar myndir Hubble-geimsjónaukans af gas- og ísrisunum í utanverðu sólkerfinu sýna vísindamönnum hvaða breytingar hafa orðið á veðri og vindum þar. Sjónaukinn skyggnist árlega út í ytra sólkerfið til að vakta stærstu reikistjörnur þess. Ekkert fast yfirborð er á ytri reikistjörnunum fjórum: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þær eru fyrst og fremst úr gastegundum eins og vetni, helíum, ammóníaki og metani. Yfirborð þeirra tekur sífelldum breytingum með stormum, hvirflum og iðum sem skjóta upp kollinum og hverfa aftur. Á sumum þeirra eru tröllauknir stormar sem hafa geisað í að minnsta kosti hundruð ára eins og Stóri rauði bletturinn, helsta kennileiti Júpíters. Hubble-geimsjónaukinn tók myndir af reikistjörnunum fjórum í september og október. Með því að bera þær saman við þær sem voru teknar í fyrra og árin á undan eykst skilningur vísindamanna á hvernig veður og vindur þróast í lofthjúpi risanna. Júpíter kom stjörnufræðingum nokkuð á óvart. Nokkrir nýir og hvítleitir háþrýstistormar geisa þar á suðurhveli en vísindamenn eru fyrst og fremst hissa á að miðbaugssvæði reikistjörnunnar sé enn dökkappelsínugult að lit. Það hefur yfirleitt verið hvítt eða drapplitað undanfarin ár. Vísindamennirnir höfðu búist við því að applelsínuguli liturinn sem sást síðast hefði dofnað. Stjörnufræðingar uppgötvuðu nýlega að vindhraði yst í Stóra rauða blettinum á Júpíter væri að aukast en að minnka nær miðju stormsins. Bletturinn er stærri en jörðin að þvermáli og vindhraðinn þar er um 179 metrar á sekúndu. Lögun hans er smám saman að verða meira hringlaga en sporöskjulaga. Júpíter á mynd Hubble frá 4. september 2021. Miðbaugssvæðið er enn dökkappelsínugult að lit. Stóri rauði bletturinn er sterkasta kennileitið rétt sunnan miðbaugs.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), and M. H. Wong (UC Berkeley); M Breytir hratt um lit með árstíðaskiptunum Á Satúrnusi er nú byrjað að hausta á norðurhvelinu. Hröð og sterk litaskipti eiga sér því stað í norðlægum beltum lofthjúpsins þar. Þá er sexhyrndi stormurinn sem einkennir norðurskaut reikistjörnunnar nú mun greinilegri en hann var í fyrra. Vetri er nýlokið á suðurhvelinu en þar er er lofthljúpurinn enn fölbláleitur. Árstíðarbundar sveiflur í styrk sólarljóss er ástæða litabreytinganna í lofthjúpnum. Suðurhvel Satúrnusar er fölbátt eftir veturinn þar. Sexhyrndur stormurinn í kringum norðurpólinn er vel greinilegur. Mynd Hubble frá 12. september 2021.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Upplitað norðurhvel að vori Ólíkt Júpíter og Satúrnusi hefur ekkert geimfar heimsótt Úranus og Neptúnus frá því að Voyager 2 þeyttist þar fram hjá seint á 9. áratugnum. Úranus er eina reikistjarnan í sólkerfinu sem snýst á „hliðinni“ miðað við sporbraut sína um sólina en tilgátur eru um að árekstur við annað fyrirbæri hafi velt reikistjörnunni. Á mynd Hubble sést norðurpólsvæðið upplitað í vorsólinni. Vísindamenn telja að lofthjúpurinn, sem er allajafna ljósblár, lýsist upp þegar útfjólublátt ljós sólar hefur áhrif á styrk metangass, móðuagnir í honum og loftstrauma. Þrátt fyrir að norðurskautið haldi áfram að lýsast eru skörp skil í suðri við sömu breiddargráðu og undanfarin ár. Tilgátur eru um að skotvindur myndi fyrirstöðu við 43. breiddargráðu. Norðurpóll Úranusar er upplitaður, líklega vegna aukinnar birtu frá sólinni sem fylgir vorinu þar. Mynd Hubble frá 25. október.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Stormur sem sneri við Neptúnus, ysta reikistjarna sólkerfisins, líkist enn þeirri reikistjörnu sem Voyager 2 sá fyrst árið 1989: blá með einum stórum dökkum bletti. Vísindamenn fundu nýjan dökkan blett þar árið 2018 en hann mjakaðist suður á bóginn að miðbaugi þar sem háþrýstikerfi af þessu tagi leysast jafnan upp. Myndin í ár sýnir aftur á móti að stomurinn virðist hafa snúið við og haldið aftur í norður. Annar minni stormur sést nú fyrir sunnan sem gæti hafa kvarnast úr þeim stærri og dregið úr honum kraft. Bæði Neptúnus og Úranus eru bláir á litinn vegna þess að metangas í lofthjúpi þeirra drekkur í sig rautt ljós sólar og sama Rayleigh-tvístrun þess á sér stað og gerir himinn á jörðinni bláan að degi til. Mynd Hubble af Neptúnusi 7. september 2021. Á norðurhveli sést dökkt háþrýstikerfi. Fá björt ský er að finna í bláum lofthjúpnum, alveg eins og þegar Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Geimurinn Júpíter Satúrnus Úranus Neptúnus Vísindi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Ekkert fast yfirborð er á ytri reikistjörnunum fjórum: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þær eru fyrst og fremst úr gastegundum eins og vetni, helíum, ammóníaki og metani. Yfirborð þeirra tekur sífelldum breytingum með stormum, hvirflum og iðum sem skjóta upp kollinum og hverfa aftur. Á sumum þeirra eru tröllauknir stormar sem hafa geisað í að minnsta kosti hundruð ára eins og Stóri rauði bletturinn, helsta kennileiti Júpíters. Hubble-geimsjónaukinn tók myndir af reikistjörnunum fjórum í september og október. Með því að bera þær saman við þær sem voru teknar í fyrra og árin á undan eykst skilningur vísindamanna á hvernig veður og vindur þróast í lofthjúpi risanna. Júpíter kom stjörnufræðingum nokkuð á óvart. Nokkrir nýir og hvítleitir háþrýstistormar geisa þar á suðurhveli en vísindamenn eru fyrst og fremst hissa á að miðbaugssvæði reikistjörnunnar sé enn dökkappelsínugult að lit. Það hefur yfirleitt verið hvítt eða drapplitað undanfarin ár. Vísindamennirnir höfðu búist við því að applelsínuguli liturinn sem sást síðast hefði dofnað. Stjörnufræðingar uppgötvuðu nýlega að vindhraði yst í Stóra rauða blettinum á Júpíter væri að aukast en að minnka nær miðju stormsins. Bletturinn er stærri en jörðin að þvermáli og vindhraðinn þar er um 179 metrar á sekúndu. Lögun hans er smám saman að verða meira hringlaga en sporöskjulaga. Júpíter á mynd Hubble frá 4. september 2021. Miðbaugssvæðið er enn dökkappelsínugult að lit. Stóri rauði bletturinn er sterkasta kennileitið rétt sunnan miðbaugs.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), and M. H. Wong (UC Berkeley); M Breytir hratt um lit með árstíðaskiptunum Á Satúrnusi er nú byrjað að hausta á norðurhvelinu. Hröð og sterk litaskipti eiga sér því stað í norðlægum beltum lofthjúpsins þar. Þá er sexhyrndi stormurinn sem einkennir norðurskaut reikistjörnunnar nú mun greinilegri en hann var í fyrra. Vetri er nýlokið á suðurhvelinu en þar er er lofthljúpurinn enn fölbláleitur. Árstíðarbundar sveiflur í styrk sólarljóss er ástæða litabreytinganna í lofthjúpnum. Suðurhvel Satúrnusar er fölbátt eftir veturinn þar. Sexhyrndur stormurinn í kringum norðurpólinn er vel greinilegur. Mynd Hubble frá 12. september 2021.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Upplitað norðurhvel að vori Ólíkt Júpíter og Satúrnusi hefur ekkert geimfar heimsótt Úranus og Neptúnus frá því að Voyager 2 þeyttist þar fram hjá seint á 9. áratugnum. Úranus er eina reikistjarnan í sólkerfinu sem snýst á „hliðinni“ miðað við sporbraut sína um sólina en tilgátur eru um að árekstur við annað fyrirbæri hafi velt reikistjörnunni. Á mynd Hubble sést norðurpólsvæðið upplitað í vorsólinni. Vísindamenn telja að lofthjúpurinn, sem er allajafna ljósblár, lýsist upp þegar útfjólublátt ljós sólar hefur áhrif á styrk metangass, móðuagnir í honum og loftstrauma. Þrátt fyrir að norðurskautið haldi áfram að lýsast eru skörp skil í suðri við sömu breiddargráðu og undanfarin ár. Tilgátur eru um að skotvindur myndi fyrirstöðu við 43. breiddargráðu. Norðurpóll Úranusar er upplitaður, líklega vegna aukinnar birtu frá sólinni sem fylgir vorinu þar. Mynd Hubble frá 25. október.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Stormur sem sneri við Neptúnus, ysta reikistjarna sólkerfisins, líkist enn þeirri reikistjörnu sem Voyager 2 sá fyrst árið 1989: blá með einum stórum dökkum bletti. Vísindamenn fundu nýjan dökkan blett þar árið 2018 en hann mjakaðist suður á bóginn að miðbaugi þar sem háþrýstikerfi af þessu tagi leysast jafnan upp. Myndin í ár sýnir aftur á móti að stomurinn virðist hafa snúið við og haldið aftur í norður. Annar minni stormur sést nú fyrir sunnan sem gæti hafa kvarnast úr þeim stærri og dregið úr honum kraft. Bæði Neptúnus og Úranus eru bláir á litinn vegna þess að metangas í lofthjúpi þeirra drekkur í sig rautt ljós sólar og sama Rayleigh-tvístrun þess á sér stað og gerir himinn á jörðinni bláan að degi til. Mynd Hubble af Neptúnusi 7. september 2021. Á norðurhveli sést dökkt háþrýstikerfi. Fá björt ský er að finna í bláum lofthjúpnum, alveg eins og þegar Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My
Geimurinn Júpíter Satúrnus Úranus Neptúnus Vísindi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira