Meirihluti að myndast í kjörbréfanefnd en minnihlutinn vil ganga mislangt Vésteinn Örn Pétursson og Heimir Már Pétursson skrifa 23. nóvember 2021 20:00 Kjörbréfanefnd kom saman í dag. Vísir/Vilhelm Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar í kjörbréfanefnd Alþingis telja tilefni til ógildingar Alþingiskosninganna í Norðvesturkjördæmi, og þar með uppkosningar, vegna ágalla á framkvæmd kosninganna. Fulltrúi Pírata í nefndinni gengur lengra og telur að kjósa eigi aftur á landinu öllu. Alþingi kaus sömu níu fulltrúana og sátu í undirbúningskjörbréfanefndinni til setu í hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kom saman strax að loknum þingfundi í dag. Að honum loknum var greinargerð nefndarinnar birt á vef Alþingis og undirrituð of öllum nema fulltrúa Pírata í nefndinni. Þótt atkvæði verði ekki greidd um kjörbréfin sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum virðist meirihuti hafa orðið til um niðurstöðu í nefndinni. „Mér heyrist að það verði að minnsta kosti til meirihlutaálit. Svo á eftir að koma í ljós hvað minnihlutaálit verða mörg. Hvort þau verða eitt, tvö, þrjú eða fleiri,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Og meirihlutaálitið er að það beri að staðfesta þessi kjörbréf? „Já.“ Undir þetta álit muni fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins skrifa og leggja til sem tillögu fyrir Alþingi. „Ef það er ekkert sem við höfum getað dregið fram sem sýna að ætla megi að vilji kjósenda hafi ekki komið fram, sem við höfum ekki getað gert. Þannig að ég mun náttúrlega greiða atkvæði með því kjörbréf Landskjörstjórnar sem gefin voru út hinn 1. október síðast liðin verði gild,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nefndarmaður í kjörbréfanefnd. Eftir ítarlega skoðun kjörgagna komast fulltrúar Framsóknarflokksins að sömu niðurstöðu. „Mín skoðun er sú að þar hafi ekkert komið fram sem bendir til þess að að hafi verið átt við kjörgögnin á þessu tímabili sem leið frá því fundi var frestað og þangað til honum var framhaldið,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í kjörbréfanefnd. Kjósendur njóti vafans Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar telja vafann hins vegar það mikinn í meðferð kjörgagna að kjósendur í Norðvesturkjördæmi eigi að njóta vafans. „Og þar með þeirri tillögu að þessi kjörbréf sem um ræðir, sem eru kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmis og jöfnunarmanna verði ekki staðfest. Þá taka í rauninni kosningalögin við og setja okkur í það verkefni að horfast í augu við uppkosningu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og nefndarmaður í kjörbréfanefnd. Fulltrúi Samfylkingarinnar talaði á svipuðum nótum. „Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi gæti ekki staðfest að kjörgagna hefði verið gætt með fullnægjandi hætti. Og í rauninni stöndum við enn þar að við vitum að þeirra var ekki gætt með fullnægjandi hætti. Það fer í bága við kosningalöggjöfina og gerir það að verkum að við getum ekki tekið öll þessi kjörbréf gild,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og kjörbréfanefndarmaður. Fulltrúi Pírata vill ganga enn lengra og kjósa aftur á landinu öllu. „Við höfum litið svo á að þetta sé einhvers konar kerfislægt vandamál. Þannig að það sé í rauninni nauðsynlegt að hafa kosningar á öllu landinu. Það er ekki nó að eitt kjördæmi geti ráðið svona úrslitum eins og það gerir núna,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður. Þá telur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, nokkuð ljóst að verulegir ágallar hafi verið á framkvæmd kosninganna: Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09 Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Alþingi kaus sömu níu fulltrúana og sátu í undirbúningskjörbréfanefndinni til setu í hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kom saman strax að loknum þingfundi í dag. Að honum loknum var greinargerð nefndarinnar birt á vef Alþingis og undirrituð of öllum nema fulltrúa Pírata í nefndinni. Þótt atkvæði verði ekki greidd um kjörbréfin sem Landskjörstjórn gaf út að loknum kosningum virðist meirihuti hafa orðið til um niðurstöðu í nefndinni. „Mér heyrist að það verði að minnsta kosti til meirihlutaálit. Svo á eftir að koma í ljós hvað minnihlutaálit verða mörg. Hvort þau verða eitt, tvö, þrjú eða fleiri,“ sagði Birgir Ármannsson, formaður nefndarinnar, í samtali við fréttastofu í dag. Og meirihlutaálitið er að það beri að staðfesta þessi kjörbréf? „Já.“ Undir þetta álit muni fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins skrifa og leggja til sem tillögu fyrir Alþingi. „Ef það er ekkert sem við höfum getað dregið fram sem sýna að ætla megi að vilji kjósenda hafi ekki komið fram, sem við höfum ekki getað gert. Þannig að ég mun náttúrlega greiða atkvæði með því kjörbréf Landskjörstjórnar sem gefin voru út hinn 1. október síðast liðin verði gild,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nefndarmaður í kjörbréfanefnd. Eftir ítarlega skoðun kjörgagna komast fulltrúar Framsóknarflokksins að sömu niðurstöðu. „Mín skoðun er sú að þar hafi ekkert komið fram sem bendir til þess að að hafi verið átt við kjörgögnin á þessu tímabili sem leið frá því fundi var frestað og þangað til honum var framhaldið,“ segir Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknar og nefndarmaður í kjörbréfanefnd. Kjósendur njóti vafans Fulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar telja vafann hins vegar það mikinn í meðferð kjörgagna að kjósendur í Norðvesturkjördæmi eigi að njóta vafans. „Og þar með þeirri tillögu að þessi kjörbréf sem um ræðir, sem eru kjörbréf þingmanna í Norðvesturkjördæmis og jöfnunarmanna verði ekki staðfest. Þá taka í rauninni kosningalögin við og setja okkur í það verkefni að horfast í augu við uppkosningu,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og nefndarmaður í kjörbréfanefnd. Fulltrúi Samfylkingarinnar talaði á svipuðum nótum. „Yfirkjörstjórn í Norðvesturkjördæmi gæti ekki staðfest að kjörgagna hefði verið gætt með fullnægjandi hætti. Og í rauninni stöndum við enn þar að við vitum að þeirra var ekki gætt með fullnægjandi hætti. Það fer í bága við kosningalöggjöfina og gerir það að verkum að við getum ekki tekið öll þessi kjörbréf gild,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og kjörbréfanefndarmaður. Fulltrúi Pírata vill ganga enn lengra og kjósa aftur á landinu öllu. „Við höfum litið svo á að þetta sé einhvers konar kerfislægt vandamál. Þannig að það sé í rauninni nauðsynlegt að hafa kosningar á öllu landinu. Það er ekki nó að eitt kjördæmi geti ráðið svona úrslitum eins og það gerir núna,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata og nefndarmaður. Þá telur Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar og áheyrnarfulltrúi í nefndinni, nokkuð ljóst að verulegir ágallar hafi verið á framkvæmd kosninganna:
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09 Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Áfram gýs úr einum gýg Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gýg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Sjá meira
Vonar að nýju þingi takist betur til við stjórnarskrárbreytingar Forseti Íslands vonar að nýju þingi takist betur til við breytingar á stjórnarskránni en á síðasta kjörtímabili. Meirihluti fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Flokks fólksins í kjörbréfanefnd leggur til að öll kjörbréf sem Landskjörstjórn gaf út að lokinni endurtalningu í Norðvesturkjördæmi verði samþykkt. 23. nóvember 2021 18:09
Meirihluti telur ekki forsendur til ógildingar kosninganna Formaður kjörbréfanefndar segir að meirihluti nefndarmanna telji ekki forsendur til að ógilda kosningarnar í Norðvesturkjördæmi. Ekkert hafi komið fram um að gallar hafi haft áhrif á úrslit kosninganna. Fulltrúi Pírata skrifar ekki undir greinargerð undirbúningskjörnefndar sem rannsakaði málið. 23. nóvember 2021 16:07