Lífið

Hundur sem rúntar um á rafhlaupahjóli

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Ronja rúntar um bæinn.
Ronja rúntar um bæinn. stöð2

Hundurinn Ronja veit fátt skemmtilegra en að ferðast um á rafhlaupahjóli og verður fúl ef eigandinn tekur hana ekki með á rúntinn.

Þú ferðast um með hana á rafhlaupahjóli? 

„Já þannig er að ég seldi bílinn og ákvað að kaupa mér gott hlaupahjól og það hentar svo vel því að hún getur staðið á hlaupahjólinu með mér, það er svo breiður standurinn á því,“ sagði Róbert Þór Ólafsson.

Hann segir að það hafi tekið um tvær vikur að þjálfa hundinn til þess að sitja kyrr á hjólinu.

„Og svo snýst þetta allt um öryggi og traust. Svo fer ég aldrei hratt með hana. Þetta er bara gönguhraði.“

Hvernig líkar henni að rúnta um á hjólinu?

„Hún alveg elskar þetta og ef ég skil hana eftir heima þá er hún miður sín.“

Og vekur þú ekki athygli þegar þú brunar um bæinn með hundinn? 

„Já, sérstaklega hjá túristunum. Ég er oft beðinn um að stoppa til þess að þeir geti tekið mynd af þessu. Þeir hafa aldrei séð þetta áður, þannig mér finnst þetta mjög gaman.“

Þessa dagana vinnur Róbert að því að þjálfa Ronju til þess að standa á tveimur löppum á hjólinu.

„Ég er að reyna að þjálfa hana svona en hún er ekki alveg til í það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×