Rússneskur aðmíráll segir kafbát NATO hafa verið siglt á Kursk Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2021 15:19 Frá minnisvarða um Kursk og áhöfn kafbátsins í Murmansk. Getty/Lev Fedoseyev Vyachselav Popov, fyrrverandi aðmíráll í Rússlandi, heldur því fram að kafbátur frá ríki í Atlantshafsbandalaginu hafi valdið því að rússneski kafbáturinn Kursk hafi sokkið árið 2000. Eigin rannsókn Rússa leiddi í ljós að kafbáturinn sökk eftir sprengingu vegna gallaðs tundurskeytis. Popov stýrði norðurflota Rússlands þegar Kursk sökk við æfingar í Barentshafi. Hann hélt því fram í viðtali við RIA Novosti, fréttaveitu sem er í eigu rússneska ríkisins, að Kursk hafi lent í árekstri við kafbát frá NATO. Hann sagði þann kafbát hafa sent út neyðarskilaboð frá svæðinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Popov ekki hvaða kafbát væri um að ræða og viðurkenndi að hann gæti ekki fært sönnur fyrir máli sínu. Popov var harðlega gagnrýndu á sínum tíma fyrir viðbrögðin við vanda áhafnar Kursk. Hann hefur áður haldið því fram að NATO hafi ollið slysinu en án árangurs. Samkvæmt Washington Post hefur því áður verið haldið fram að tveir bandarískir kafbátar og einn breskur hafi sést á svæðinu þegar sprengingin varð í Kursk. Flestir í 118 manna áhöfn kafbátsins dóu samstundis og hann sökk til botns en var þó einungis á 108 metra dýpi. Tuttugu og þrír sjóliðar í hólfi aftarlega í Kursk lifðu þó sprenginguna af og biðu eftir hjálp. Rússar voru gagnrýndir fyrir að bíða í margar klukkustundir með að hefja leit að kafbátnum og svo afþökkuðu þeir hjálp annarra ríkja. Margar misheppnaðar tilraunir voru gerðar til að senda rússneska smákafbáta til aðstoðar sjóliðunum sem voru lifandi. Áhugasamir geta horft á heimildarmynd Discovery um Kursk hér að neðan. Viku eftir að skipið sökk buðu Rússar norskum köfurum að hjálpa og það tók þá nokkrar klukkustundir að opna neyðarlúgu Kursk. Þá voru allir um borð látnir. Kafbáturinn var hífður af hafsbotni í október 2001 og leiddi rannsókn í ljós að sprenging hafi orðið vegna leka frá gölluðu tundurskeyti. Rannsókn sýndi einnig fram á að sjóliðarnir sem lifðu af upprunalega köfnuðu líklega eftir um átta klukkustundir. Það er löngu áður en nokkur hjálp hefði getað borist. Dimítrí Peskov, talsmaður Kreml, sagði í dag að ekkert tilefni væri til að tala frekar um Kursk og ummæli aðmírálsins. Rannsókn hefði fyrir löngu leitt í ljós hvað kom fyrir. „Rannsakendur komust að niðurstöðu og því viðjum við ekkert tjá okkur um aðrar kenningar,“ hefur TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Peskov. Rússland NATO Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira
Popov stýrði norðurflota Rússlands þegar Kursk sökk við æfingar í Barentshafi. Hann hélt því fram í viðtali við RIA Novosti, fréttaveitu sem er í eigu rússneska ríkisins, að Kursk hafi lent í árekstri við kafbát frá NATO. Hann sagði þann kafbát hafa sent út neyðarskilaboð frá svæðinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Popov ekki hvaða kafbát væri um að ræða og viðurkenndi að hann gæti ekki fært sönnur fyrir máli sínu. Popov var harðlega gagnrýndu á sínum tíma fyrir viðbrögðin við vanda áhafnar Kursk. Hann hefur áður haldið því fram að NATO hafi ollið slysinu en án árangurs. Samkvæmt Washington Post hefur því áður verið haldið fram að tveir bandarískir kafbátar og einn breskur hafi sést á svæðinu þegar sprengingin varð í Kursk. Flestir í 118 manna áhöfn kafbátsins dóu samstundis og hann sökk til botns en var þó einungis á 108 metra dýpi. Tuttugu og þrír sjóliðar í hólfi aftarlega í Kursk lifðu þó sprenginguna af og biðu eftir hjálp. Rússar voru gagnrýndir fyrir að bíða í margar klukkustundir með að hefja leit að kafbátnum og svo afþökkuðu þeir hjálp annarra ríkja. Margar misheppnaðar tilraunir voru gerðar til að senda rússneska smákafbáta til aðstoðar sjóliðunum sem voru lifandi. Áhugasamir geta horft á heimildarmynd Discovery um Kursk hér að neðan. Viku eftir að skipið sökk buðu Rússar norskum köfurum að hjálpa og það tók þá nokkrar klukkustundir að opna neyðarlúgu Kursk. Þá voru allir um borð látnir. Kafbáturinn var hífður af hafsbotni í október 2001 og leiddi rannsókn í ljós að sprenging hafi orðið vegna leka frá gölluðu tundurskeyti. Rannsókn sýndi einnig fram á að sjóliðarnir sem lifðu af upprunalega köfnuðu líklega eftir um átta klukkustundir. Það er löngu áður en nokkur hjálp hefði getað borist. Dimítrí Peskov, talsmaður Kreml, sagði í dag að ekkert tilefni væri til að tala frekar um Kursk og ummæli aðmírálsins. Rannsókn hefði fyrir löngu leitt í ljós hvað kom fyrir. „Rannsakendur komust að niðurstöðu og því viðjum við ekkert tjá okkur um aðrar kenningar,“ hefur TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Peskov.
Rússland NATO Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Fleiri fréttir Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Sjá meira