Rússneskur aðmíráll segir kafbát NATO hafa verið siglt á Kursk Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2021 15:19 Frá minnisvarða um Kursk og áhöfn kafbátsins í Murmansk. Getty/Lev Fedoseyev Vyachselav Popov, fyrrverandi aðmíráll í Rússlandi, heldur því fram að kafbátur frá ríki í Atlantshafsbandalaginu hafi valdið því að rússneski kafbáturinn Kursk hafi sokkið árið 2000. Eigin rannsókn Rússa leiddi í ljós að kafbáturinn sökk eftir sprengingu vegna gallaðs tundurskeytis. Popov stýrði norðurflota Rússlands þegar Kursk sökk við æfingar í Barentshafi. Hann hélt því fram í viðtali við RIA Novosti, fréttaveitu sem er í eigu rússneska ríkisins, að Kursk hafi lent í árekstri við kafbát frá NATO. Hann sagði þann kafbát hafa sent út neyðarskilaboð frá svæðinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Popov ekki hvaða kafbát væri um að ræða og viðurkenndi að hann gæti ekki fært sönnur fyrir máli sínu. Popov var harðlega gagnrýndu á sínum tíma fyrir viðbrögðin við vanda áhafnar Kursk. Hann hefur áður haldið því fram að NATO hafi ollið slysinu en án árangurs. Samkvæmt Washington Post hefur því áður verið haldið fram að tveir bandarískir kafbátar og einn breskur hafi sést á svæðinu þegar sprengingin varð í Kursk. Flestir í 118 manna áhöfn kafbátsins dóu samstundis og hann sökk til botns en var þó einungis á 108 metra dýpi. Tuttugu og þrír sjóliðar í hólfi aftarlega í Kursk lifðu þó sprenginguna af og biðu eftir hjálp. Rússar voru gagnrýndir fyrir að bíða í margar klukkustundir með að hefja leit að kafbátnum og svo afþökkuðu þeir hjálp annarra ríkja. Margar misheppnaðar tilraunir voru gerðar til að senda rússneska smákafbáta til aðstoðar sjóliðunum sem voru lifandi. Áhugasamir geta horft á heimildarmynd Discovery um Kursk hér að neðan. Viku eftir að skipið sökk buðu Rússar norskum köfurum að hjálpa og það tók þá nokkrar klukkustundir að opna neyðarlúgu Kursk. Þá voru allir um borð látnir. Kafbáturinn var hífður af hafsbotni í október 2001 og leiddi rannsókn í ljós að sprenging hafi orðið vegna leka frá gölluðu tundurskeyti. Rannsókn sýndi einnig fram á að sjóliðarnir sem lifðu af upprunalega köfnuðu líklega eftir um átta klukkustundir. Það er löngu áður en nokkur hjálp hefði getað borist. Dimítrí Peskov, talsmaður Kreml, sagði í dag að ekkert tilefni væri til að tala frekar um Kursk og ummæli aðmírálsins. Rannsókn hefði fyrir löngu leitt í ljós hvað kom fyrir. „Rannsakendur komust að niðurstöðu og því viðjum við ekkert tjá okkur um aðrar kenningar,“ hefur TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Peskov. Rússland NATO Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira
Popov stýrði norðurflota Rússlands þegar Kursk sökk við æfingar í Barentshafi. Hann hélt því fram í viðtali við RIA Novosti, fréttaveitu sem er í eigu rússneska ríkisins, að Kursk hafi lent í árekstri við kafbát frá NATO. Hann sagði þann kafbát hafa sent út neyðarskilaboð frá svæðinu. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar sagði Popov ekki hvaða kafbát væri um að ræða og viðurkenndi að hann gæti ekki fært sönnur fyrir máli sínu. Popov var harðlega gagnrýndu á sínum tíma fyrir viðbrögðin við vanda áhafnar Kursk. Hann hefur áður haldið því fram að NATO hafi ollið slysinu en án árangurs. Samkvæmt Washington Post hefur því áður verið haldið fram að tveir bandarískir kafbátar og einn breskur hafi sést á svæðinu þegar sprengingin varð í Kursk. Flestir í 118 manna áhöfn kafbátsins dóu samstundis og hann sökk til botns en var þó einungis á 108 metra dýpi. Tuttugu og þrír sjóliðar í hólfi aftarlega í Kursk lifðu þó sprenginguna af og biðu eftir hjálp. Rússar voru gagnrýndir fyrir að bíða í margar klukkustundir með að hefja leit að kafbátnum og svo afþökkuðu þeir hjálp annarra ríkja. Margar misheppnaðar tilraunir voru gerðar til að senda rússneska smákafbáta til aðstoðar sjóliðunum sem voru lifandi. Áhugasamir geta horft á heimildarmynd Discovery um Kursk hér að neðan. Viku eftir að skipið sökk buðu Rússar norskum köfurum að hjálpa og það tók þá nokkrar klukkustundir að opna neyðarlúgu Kursk. Þá voru allir um borð látnir. Kafbáturinn var hífður af hafsbotni í október 2001 og leiddi rannsókn í ljós að sprenging hafi orðið vegna leka frá gölluðu tundurskeyti. Rannsókn sýndi einnig fram á að sjóliðarnir sem lifðu af upprunalega köfnuðu líklega eftir um átta klukkustundir. Það er löngu áður en nokkur hjálp hefði getað borist. Dimítrí Peskov, talsmaður Kreml, sagði í dag að ekkert tilefni væri til að tala frekar um Kursk og ummæli aðmírálsins. Rannsókn hefði fyrir löngu leitt í ljós hvað kom fyrir. „Rannsakendur komust að niðurstöðu og því viðjum við ekkert tjá okkur um aðrar kenningar,“ hefur TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, eftir Peskov.
Rússland NATO Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Fleiri fréttir 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Sjá meira