Skemmtilegast að fara á bak – leiðinlegast að moka undan hestunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2021 20:16 Birnu Marínu Halldórsdóttur, 11 ára finnst miklu skemmtilegra að fara á hestbak en að þurfa að moka skítinn undan hestunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá krökkum á Selfossi að geta nú fengið að komast inn í félagshesthús Hestamannafélagsins Sleipnis þar sem krakkarnir fá hest og reiðtygi til afnota, auk þess að fá reiðkennslu. Þá þurfa krakkarnir að moka undan hestunum, kemba þeim og hugsa um þá í félagshesthúsinu. Félagshesthús Sleipnis er hugsað fyrir krakka á aldrinum 12 til 16 ára, sem eiga ekki foreldra eða forráðamenn, sem eru í hestum. Það er dýrt að kaupa og halda hest og því var ákveðið að bjóða upp á þennan valkost, sem hefur heldur betur slegið í gegn því nú eru tólf krakkar í þessu verkefni hjá Sleipni. Fyrirmyndin er m.a. sótt til Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. „Það er náttúrulega mikið um hestamennsku hér og við lítum svo á að með þessu verkefni séum við svolítið að hjálpa börnum að komast í hestaíþróttir því það hefur verið frekar erfitt þegar það eru ekki til hestur og engin í fjölskyldunni í hestamennsku. Þetta er svona brúin þar fyrir þau að komast inn í það,“ segir Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis. Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis, sem er alsæl með félagshesthús félagsins og starfsemina þar sem hefur slegið í gegn hjá börnum og unglingum. Mánaðargjald er 32.500 krónur og innifalið er öll reiðtygi, hestur, reiðkennsla og aðgangur að frábæru æskulýðsstarfi Sleipnis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æskulýðsnefnd Sleipnis hefur verið að sópa að sér bikurum og öðrum verðlaunum undanfarið fyrir frábært starf. Nefndin fékk til dæmis nýlega hinn eftirsótta Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna. „Já, við höfum fengið mikið að verðlaunum í ár og það er bara frábært að fá þann heiður og metnað fyrir starfinu, að fá það viðurkennt. Börnin eru framtíðin í hestamannafélaginu, unga kynslóðin, þannig að við eigum að styðja við hana,“ segir Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis. Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis er stolt af starfsemi nefndarinnar og hvað vel gengur að ná til barna og unglinga í hestamennskunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í reiðhöll Sleipnis fá krakkarnir kennslu í undirstöðuatriðum í reiðmennsku undir stjórn menntaðra reiðkennara. Krakkarnir í félagshesthúsinu er alsæl með framtak Sleipnis og að fá að vera með lánshesta og sjá um umhirðu þeirra. „Þetta er mjög gaman því við erum að læra allt það helsta um hesta og umhirðu þeirra,“ segir Eva Sóley Guðmundsdóttir 11 ára. En hvað er skemmtilegast við hestana og hvað er það leiðinlegasta? „Að fara á hestbak en leiðinlegast er að moka skítinn undan þeim“, segir Birna Marín Halldórsdóttir 11 ára. Eva Sóley Guðmundsdóttir, 11 ára finnst frábært að fara á hestbak og sjá um hestinn, sem hún er með í félagshesthúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira
Félagshesthús Sleipnis er hugsað fyrir krakka á aldrinum 12 til 16 ára, sem eiga ekki foreldra eða forráðamenn, sem eru í hestum. Það er dýrt að kaupa og halda hest og því var ákveðið að bjóða upp á þennan valkost, sem hefur heldur betur slegið í gegn því nú eru tólf krakkar í þessu verkefni hjá Sleipni. Fyrirmyndin er m.a. sótt til Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. „Það er náttúrulega mikið um hestamennsku hér og við lítum svo á að með þessu verkefni séum við svolítið að hjálpa börnum að komast í hestaíþróttir því það hefur verið frekar erfitt þegar það eru ekki til hestur og engin í fjölskyldunni í hestamennsku. Þetta er svona brúin þar fyrir þau að komast inn í það,“ segir Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis. Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis, sem er alsæl með félagshesthús félagsins og starfsemina þar sem hefur slegið í gegn hjá börnum og unglingum. Mánaðargjald er 32.500 krónur og innifalið er öll reiðtygi, hestur, reiðkennsla og aðgangur að frábæru æskulýðsstarfi Sleipnis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æskulýðsnefnd Sleipnis hefur verið að sópa að sér bikurum og öðrum verðlaunum undanfarið fyrir frábært starf. Nefndin fékk til dæmis nýlega hinn eftirsótta Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna. „Já, við höfum fengið mikið að verðlaunum í ár og það er bara frábært að fá þann heiður og metnað fyrir starfinu, að fá það viðurkennt. Börnin eru framtíðin í hestamannafélaginu, unga kynslóðin, þannig að við eigum að styðja við hana,“ segir Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis. Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis er stolt af starfsemi nefndarinnar og hvað vel gengur að ná til barna og unglinga í hestamennskunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í reiðhöll Sleipnis fá krakkarnir kennslu í undirstöðuatriðum í reiðmennsku undir stjórn menntaðra reiðkennara. Krakkarnir í félagshesthúsinu er alsæl með framtak Sleipnis og að fá að vera með lánshesta og sjá um umhirðu þeirra. „Þetta er mjög gaman því við erum að læra allt það helsta um hesta og umhirðu þeirra,“ segir Eva Sóley Guðmundsdóttir 11 ára. En hvað er skemmtilegast við hestana og hvað er það leiðinlegasta? „Að fara á hestbak en leiðinlegast er að moka skítinn undan þeim“, segir Birna Marín Halldórsdóttir 11 ára. Eva Sóley Guðmundsdóttir, 11 ára finnst frábært að fara á hestbak og sjá um hestinn, sem hún er með í félagshesthúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Innlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Erlent Fleiri fréttir Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Sjá meira