Skemmtilegast að fara á bak – leiðinlegast að moka undan hestunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2021 20:16 Birnu Marínu Halldórsdóttur, 11 ára finnst miklu skemmtilegra að fara á hestbak en að þurfa að moka skítinn undan hestunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá krökkum á Selfossi að geta nú fengið að komast inn í félagshesthús Hestamannafélagsins Sleipnis þar sem krakkarnir fá hest og reiðtygi til afnota, auk þess að fá reiðkennslu. Þá þurfa krakkarnir að moka undan hestunum, kemba þeim og hugsa um þá í félagshesthúsinu. Félagshesthús Sleipnis er hugsað fyrir krakka á aldrinum 12 til 16 ára, sem eiga ekki foreldra eða forráðamenn, sem eru í hestum. Það er dýrt að kaupa og halda hest og því var ákveðið að bjóða upp á þennan valkost, sem hefur heldur betur slegið í gegn því nú eru tólf krakkar í þessu verkefni hjá Sleipni. Fyrirmyndin er m.a. sótt til Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. „Það er náttúrulega mikið um hestamennsku hér og við lítum svo á að með þessu verkefni séum við svolítið að hjálpa börnum að komast í hestaíþróttir því það hefur verið frekar erfitt þegar það eru ekki til hestur og engin í fjölskyldunni í hestamennsku. Þetta er svona brúin þar fyrir þau að komast inn í það,“ segir Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis. Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis, sem er alsæl með félagshesthús félagsins og starfsemina þar sem hefur slegið í gegn hjá börnum og unglingum. Mánaðargjald er 32.500 krónur og innifalið er öll reiðtygi, hestur, reiðkennsla og aðgangur að frábæru æskulýðsstarfi Sleipnis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æskulýðsnefnd Sleipnis hefur verið að sópa að sér bikurum og öðrum verðlaunum undanfarið fyrir frábært starf. Nefndin fékk til dæmis nýlega hinn eftirsótta Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna. „Já, við höfum fengið mikið að verðlaunum í ár og það er bara frábært að fá þann heiður og metnað fyrir starfinu, að fá það viðurkennt. Börnin eru framtíðin í hestamannafélaginu, unga kynslóðin, þannig að við eigum að styðja við hana,“ segir Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis. Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis er stolt af starfsemi nefndarinnar og hvað vel gengur að ná til barna og unglinga í hestamennskunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í reiðhöll Sleipnis fá krakkarnir kennslu í undirstöðuatriðum í reiðmennsku undir stjórn menntaðra reiðkennara. Krakkarnir í félagshesthúsinu er alsæl með framtak Sleipnis og að fá að vera með lánshesta og sjá um umhirðu þeirra. „Þetta er mjög gaman því við erum að læra allt það helsta um hesta og umhirðu þeirra,“ segir Eva Sóley Guðmundsdóttir 11 ára. En hvað er skemmtilegast við hestana og hvað er það leiðinlegasta? „Að fara á hestbak en leiðinlegast er að moka skítinn undan þeim“, segir Birna Marín Halldórsdóttir 11 ára. Eva Sóley Guðmundsdóttir, 11 ára finnst frábært að fara á hestbak og sjá um hestinn, sem hún er með í félagshesthúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Félagshesthús Sleipnis er hugsað fyrir krakka á aldrinum 12 til 16 ára, sem eiga ekki foreldra eða forráðamenn, sem eru í hestum. Það er dýrt að kaupa og halda hest og því var ákveðið að bjóða upp á þennan valkost, sem hefur heldur betur slegið í gegn því nú eru tólf krakkar í þessu verkefni hjá Sleipni. Fyrirmyndin er m.a. sótt til Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. „Það er náttúrulega mikið um hestamennsku hér og við lítum svo á að með þessu verkefni séum við svolítið að hjálpa börnum að komast í hestaíþróttir því það hefur verið frekar erfitt þegar það eru ekki til hestur og engin í fjölskyldunni í hestamennsku. Þetta er svona brúin þar fyrir þau að komast inn í það,“ segir Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis. Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis, sem er alsæl með félagshesthús félagsins og starfsemina þar sem hefur slegið í gegn hjá börnum og unglingum. Mánaðargjald er 32.500 krónur og innifalið er öll reiðtygi, hestur, reiðkennsla og aðgangur að frábæru æskulýðsstarfi Sleipnis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æskulýðsnefnd Sleipnis hefur verið að sópa að sér bikurum og öðrum verðlaunum undanfarið fyrir frábært starf. Nefndin fékk til dæmis nýlega hinn eftirsótta Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna. „Já, við höfum fengið mikið að verðlaunum í ár og það er bara frábært að fá þann heiður og metnað fyrir starfinu, að fá það viðurkennt. Börnin eru framtíðin í hestamannafélaginu, unga kynslóðin, þannig að við eigum að styðja við hana,“ segir Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis. Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis er stolt af starfsemi nefndarinnar og hvað vel gengur að ná til barna og unglinga í hestamennskunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í reiðhöll Sleipnis fá krakkarnir kennslu í undirstöðuatriðum í reiðmennsku undir stjórn menntaðra reiðkennara. Krakkarnir í félagshesthúsinu er alsæl með framtak Sleipnis og að fá að vera með lánshesta og sjá um umhirðu þeirra. „Þetta er mjög gaman því við erum að læra allt það helsta um hesta og umhirðu þeirra,“ segir Eva Sóley Guðmundsdóttir 11 ára. En hvað er skemmtilegast við hestana og hvað er það leiðinlegasta? „Að fara á hestbak en leiðinlegast er að moka skítinn undan þeim“, segir Birna Marín Halldórsdóttir 11 ára. Eva Sóley Guðmundsdóttir, 11 ára finnst frábært að fara á hestbak og sjá um hestinn, sem hún er með í félagshesthúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Táningsstúlkan sem lést var á íslenskum hesti Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira