Fótbolti

Messi kominn á blað í Ligue 1

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Messi í leiknum í dag.
Messi í leiknum í dag. vísir/Getty

Lionel Messi skoraði sitt fyrsta mark í frönsku deildinni í dag þegar hann skoraði eitt þriggja marka PSG í sigri á Nantes.

Mauricio Pochettino stillti skyttunum þremur upp saman í fremstu víglínu þar sem þeir Messi, Kylian Mbappe og Neymar voru allir í byrjunarliðinu þegar PSG fékk Nantes í heimsókn.

Mbappe kom PSG í forystu strax á 2.mínútu leiksins.

Eftir rúmlega klukkutíma leik fékk Keylor Navas, markvörður PSG, að líta rauða spjaldið og í kjölfarið var Neymar skipt af velli fyrir varamarkmanninn Sergio Rico.

Nantes voru fljótir að nýta sér liðsmuninn og náðu að jafna leikinn á 76.mínútu.

Einum færri tókst heimamönnum engu að síður að klára leikinn þar sem Nantes skoraði sjálfsmark á 82.mínútu og á 87.mínútu skoraði Messi sitt fyrsta mark fyrir PSG í frönsku deildinni eftir stoðsendingu Mbappe.

PSG með þrettán stiga forystu á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×