Innlent

Þrengslunum lokað eftir að flutningabíll fór út af

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Hálka og hálkublettir eru á öllum helstu fjallvegum landsins í dag og flughált á öllu Norðurlandi.
Hálka og hálkublettir eru á öllum helstu fjallvegum landsins í dag og flughált á öllu Norðurlandi. vísir/vilhelm

Þrengslavegi var lokað rétt fyrir klukkan tvö í dag eftir að vöruflutningabíll fór út af veginum. Unnið er að því að ná honum aftur upp á veg.

Talsverð hálka er á veginum eins og á öllum helstu fjallvegum landsins en að sögn Vegagerðarinnar er einnig eitthvað um hálku og hálkubletti á láglendi á Suðurlandi og flughált á vegum á Norðurlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×