Gera upp gamlar sakir við Gauta í viðtali við Rolling Stone Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 16:40 Hljómsveitin Reykjavíkurdætur. Aðsend Rappsveitin Reykjavíkurdætur var í viðtali við tónlistartímaritið Rolling Stone í gær. Í viðtalinu fara þær meðal annars yfir stofnun hljómsveitarinnar, móðurhlutverkið og baráttuna við feðraveldið. Rappsveitin hefur notið mikilla vinsælda bæði hér á landi og úti í heimi. Sveitin hefur jafnan tæklað hin ýmsu pólitísku mál og hafa Reykjavíkurdætur þótt öflugar í baráttu sinni gegn feðraveldinu. Í viðtalinu segjast þær hafa mætt mótlæti innan rappsenunnar. Senan hefur enda jafnan verið talin mjög karllæg. Reykjavíkurdætur rifjuðu upp atvik sem átti sér stað þegar þær hittu rappara baksviðs á tónleikum hér á landi. „Þetta er okkar tónlist“ „Hann byrjaði að hæðast að okkur og rappinu okkar. Síðar tísti hann: „Þetta er slæm tónlist. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum er boðið,“ segja þær í viðtalinu. Hér er væntanlega átt við rapparann þekkta Emmsjé Gauta, en hann lét orðin falla á Twitter síðu sinni árið 2015. Þá sagði rapparinn meðal annars í samtali við fréttastofu: „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur, sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Gauti sagði enn fremur á Twitter-síðu sinni að rappsveitin væri „feit pæling sem gekk ekki upp.“ Reykjavíkurdætur segja í viðtalinu að sá hlæi best sem síðast hlær. Enn gangi tónlistin mjög vel, átta árum eftir stofnun hljómsveitarinnar og ekkert lát virðist vera á vinsældum hljómsveitarinnar. „Hann [Emmsjé Gauti] var í hlaðvarpi og baðst fyrirgefningar. En þetta snýst ekki um hann. Þetta er okkar tónlist,“ segja Reykjavíkurdætur í viðtalinu. Emmsjé Gauti var í hlaðvarpinu Skoðanabræðrum nýlega, þar sem hann beinlínis baðst afsökunar á ummælunum. Tónlist Tengdar fréttir Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17 „Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Rappsveitin hefur notið mikilla vinsælda bæði hér á landi og úti í heimi. Sveitin hefur jafnan tæklað hin ýmsu pólitísku mál og hafa Reykjavíkurdætur þótt öflugar í baráttu sinni gegn feðraveldinu. Í viðtalinu segjast þær hafa mætt mótlæti innan rappsenunnar. Senan hefur enda jafnan verið talin mjög karllæg. Reykjavíkurdætur rifjuðu upp atvik sem átti sér stað þegar þær hittu rappara baksviðs á tónleikum hér á landi. „Þetta er okkar tónlist“ „Hann byrjaði að hæðast að okkur og rappinu okkar. Síðar tísti hann: „Þetta er slæm tónlist. Þetta er eins og barnaafmæli þar sem öllum er boðið,“ segja þær í viðtalinu. Hér er væntanlega átt við rapparann þekkta Emmsjé Gauta, en hann lét orðin falla á Twitter síðu sinni árið 2015. Þá sagði rapparinn meðal annars í samtali við fréttastofu: „Okkur langar öll að hafa góðar rappstelpur, sem geri góð lög. Og þess vegna þorir enginn að segja neitt um Reykjavíkurdætur. Það hefur verið tabú að gagnrýna þær. Stundum er erfitt að heyra sannleikann en svona er þetta.“ Gauti sagði enn fremur á Twitter-síðu sinni að rappsveitin væri „feit pæling sem gekk ekki upp.“ Reykjavíkurdætur segja í viðtalinu að sá hlæi best sem síðast hlær. Enn gangi tónlistin mjög vel, átta árum eftir stofnun hljómsveitarinnar og ekkert lát virðist vera á vinsældum hljómsveitarinnar. „Hann [Emmsjé Gauti] var í hlaðvarpi og baðst fyrirgefningar. En þetta snýst ekki um hann. Þetta er okkar tónlist,“ segja Reykjavíkurdætur í viðtalinu. Emmsjé Gauti var í hlaðvarpinu Skoðanabræðrum nýlega, þar sem hann beinlínis baðst afsökunar á ummælunum.
Tónlist Tengdar fréttir Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17 „Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18 Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Sjá meira
Drekka brjóstamjólk á Sumri hinna heitu mæðra Mæður eru kynþokkafullar, allavega í sumar, að mati Reykjavíkurdætra. Rapphópurinn sendi frá sér glænýtt myndband í dag við nýjasta lag sitt sem kom út um miðjan mánuðinn í samvinnu við rapparann STEPMOM. 28. júlí 2021 16:17
„Ekki nóg talað um það hvað er hot að vera mamma“ Rappsveitin Reykjavíkurdætur hefur sent frá sér nýtt lag, Hot Milf Summer, sem er fyrsta lagið sem sveitin gefur út á árinu. Tökur á tónlistarmyndbandinu við lagið hafa vakið mikla athygli en fjöldi þekktra Íslendinga leikur í myndbandinu. 16. júlí 2021 13:18