Óvænt orðinn stjarna í Svíþjóð Snorri Másson skrifar 20. nóvember 2021 12:13 Birkir Blær Óðinsson, tvítugur Akureyringur, á sviði með Peter Jöback, einum ástsælasta söngvara Svía. Skjáskot/Idol Sigurganga Akureyringsins Birkis Blæs í sænska Idol-inu heldur áfram. Hann er kominn í fimm manna úrslit og segist allt í einu vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra keppnina. Sænska Idolið er ekkert grín. Áhorfendur eru oft hátt í tvær milljónir og þjóðin fylgist með. Nú ber svo við að ein helsta stjarnan er Íslendingur, Birkir Blær Óðinsson. „Fyrst var ég meira svona að þetta væri bara skemmtilegt tækifæri en nú er komið meira keppnisskap í mann,“ segir Birkir Blær í samtali við fréttastofu. Það eru þrjár vikur eftir af keppninni og spennan magnast. Finnurðu fyrir athyglinni? „Já, reyndar. Það er eiginlega pínu skrýtið, maður er stundum bara stoppaður út á götu og beðinn um myndir, sem er voða spes. En maður er náttúrulega á meðan maður er í keppninni í sjónvarpinu einu sinni í viku,“ segir Birkir. View this post on Instagram A post shared by Birkir Blær (@birkir.blaer) Birkir flutti fyrst til Svíþjóðar fyrir tæpu ári, var að leita að vinnu og var hvattur til að skella sér í prufur. Síðan hefur þetta undið upp á sig - og Birkir kveðst sannarlega ekki hafa gert ráð fyrir þessu fyrir tveimur árum. „Þetta er eiginlega það fyrsta sem ég geri í landinu og ég er ekki einu sinni búinn að finna vinnu á þessum tíma,“ segir Birkir, sem keppir í næstu umferð eftir tæpa viku. Hann er búinn að velja lag - en neitar að ljóstra upp um hernaðarleyndarmálin í bili. Svíþjóð Íslendingar erlendis Hælisleitendur Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara. 19. nóvember 2021 23:19 Idol-ævintýri Birkis heldur áfram Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti. 9. nóvember 2021 15:32 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Króli og Birta eignuðust lítinn prins Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Sjá meira
Sænska Idolið er ekkert grín. Áhorfendur eru oft hátt í tvær milljónir og þjóðin fylgist með. Nú ber svo við að ein helsta stjarnan er Íslendingur, Birkir Blær Óðinsson. „Fyrst var ég meira svona að þetta væri bara skemmtilegt tækifæri en nú er komið meira keppnisskap í mann,“ segir Birkir Blær í samtali við fréttastofu. Það eru þrjár vikur eftir af keppninni og spennan magnast. Finnurðu fyrir athyglinni? „Já, reyndar. Það er eiginlega pínu skrýtið, maður er stundum bara stoppaður út á götu og beðinn um myndir, sem er voða spes. En maður er náttúrulega á meðan maður er í keppninni í sjónvarpinu einu sinni í viku,“ segir Birkir. View this post on Instagram A post shared by Birkir Blær (@birkir.blaer) Birkir flutti fyrst til Svíþjóðar fyrir tæpu ári, var að leita að vinnu og var hvattur til að skella sér í prufur. Síðan hefur þetta undið upp á sig - og Birkir kveðst sannarlega ekki hafa gert ráð fyrir þessu fyrir tveimur árum. „Þetta er eiginlega það fyrsta sem ég geri í landinu og ég er ekki einu sinni búinn að finna vinnu á þessum tíma,“ segir Birkir, sem keppir í næstu umferð eftir tæpa viku. Hann er búinn að velja lag - en neitar að ljóstra upp um hernaðarleyndarmálin í bili.
Svíþjóð Íslendingar erlendis Hælisleitendur Birkir Blær í sænska Idol Tengdar fréttir Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara. 19. nóvember 2021 23:19 Idol-ævintýri Birkis heldur áfram Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti. 9. nóvember 2021 15:32 Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Fleiri fréttir Króli og Birta eignuðust lítinn prins Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Sjá meira
Birkir Blær kominn í fimm manna úrslit í Svíþjóð Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í fimm manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Í kvöld duttu tveir keppendur úr leik en Birkir söng dúett með frægum sænskum söngvara. 19. nóvember 2021 23:19
Idol-ævintýri Birkis heldur áfram Hinn 21 árs gamli Birkir Blær er nú kominn í átta manna úrslit í söngvakeppninni Idol í Svíþjóð. Eftir að úrslitin voru kynnt í síðasta þætti flutti hann ABBA-lagið Lay All Your Love On Me sem hann verður dæmdur út frá í næsta þætti. 9. nóvember 2021 15:32