Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Heilbrigðisráðherra telur hættu á að orðræða og tíðar kvartanir starfsfólks Landspítala gætu orðið til þess að gera vinnustaðinn fráhrindandi fyrir ungt heilbrigðismenntað fólk. Það sé óheppilegt í ljósi mönnunarvanda spítalans. Rætt verður við Svandísi Svavarsdóttur í hádegisfréttum Bylgjunnar.

Þá var erill í sýnatökur á Suðurlandsbraut í morgun, en allt kapp er lagt á að stytta biðraðir eins og kostur er nú þegar kuldinn er farinn að sækja að.

Einnig verður rætt við Herra Hnetusmjör um gagnrýni Sigríðar Á. Andersen á ferðalög hans til útlanda, og spjöllum við Birki Blæ sem segist vera farinn að eygja raunverulegan möguleika á að sigra sænska Idoli-ið, en hann komst í fimm manna úrslit í gærkvöld.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×