Lífið

Umræður um svefn bíða vegna dökkrauðs Íslands

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Matthew Walker og Dr. Erla Björnsdóttir áttu að koma fram í Hörpu á mánudag.
Matthew Walker og Dr. Erla Björnsdóttir áttu að koma fram í Hörpu á mánudag. Aðsent

Í ljósi nýlegra tíðina um fjölgun smita hér á landi og að Ísland sé nú orðið dökkrautt á korti sóttvarnarstofnunar Evrópu hefur verið ákveðið að fresta SVEFN ráðstefnunni, sem átti að fara fram á mánudag í Eldborgarsal Hörpu.

Ráðstefnunni hefur nú verið frestað þangað til 2.maí 2022. 

„Aðstandendum ráðstefnunnar og Matthew Walker þykir þetta ótrúlega leitt, sér í lagi í ljósi þess að svo stutt er í viðburðinn en telja þetta vera það eina rétta í stöðunni,“ segir í tilkynningu. 

SVEFN er þriggja tím ráðstefna þar sem farið verður ítarlega yfir mikilvægi svefns fyrir einstaklinginn, fjölskylduna, fyrirtæki og samfélagið í heild.

Dr. Matthew Walker er prófessor við Berkeley háskóla og sérfræðingur í svefni, sálfræði og taugalífeðlisfræði. Hann er virtur vísindamaður á þessu sviði og hefur birt fjölmargar ritrýndar vísindagreinar og er höfundur bókarinnar Why we sleep sem hefur farið sigurför um heiminn sl. ár og opnað augu almennings fyrir mikilvægi svefns fyrir heilsu, vellíðan og árangur.

Dr. Erla Björnsdóttir er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Erla er klínískur sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og sérfræðingur í svefnrannsóknum. Erla hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og skrifað mikið um svefn á innlendum vettvangi og gaf út bókin Svefn með Forlaginu árið 2017 og barnabókina Svefnfiðrildin árið 2020.


Tengdar fréttir

Íslendingar sofa allt of lítið

„Allt of stór hluti Íslendinga sefur of lítið en þriðjungur þjóðarinnar er að sofa sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn,“ segir Erla Björnsdóttir, svefnráðgjafi. Þá sofi börn og unglingar líka allt of lítið.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.