Aukið álag á barnafjölskyldur í faraldrinum Eiður Þór Árnason skrifar 19. nóvember 2021 10:52 Heimsfaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fjölskyldulíf landsmanna. Getty/Christopher Hopefitch Fjórðungur barnafjölskyldna hefur fundið fyrir auknu álagi í kórónuveirufaraldrinum. Til samanburðar segjast 10% barnlausra svarenda hafa fundið fyrir auknu álagi. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands sem kannaði í vor hversu miklum tíma fólk varði umönnun og heimilisstörf. Töluverður munur er á svörum eftir því hvort börn eru á heimilinu. Óháð fjölskyldusamsetningu taldi meirihlutinn álag af heimilisstörfum hafi verið svipað og fyrir faraldurinn, eða 76% kvenna og 80% karla. 15% beggja kynna taldi álagið hafa aukist. Meiri fjarvinna virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á það hvernig heimilisstörfum er skipt milli para þar sem 83% einstaklinga með börn og 89% einstaklinga á heimilum án barna sögðu verkaskiptinguna vera svipaða nú og áður. Konur verji að jafnaði meiri tíma í umönnun barna Virðist sem það hafi frekar verið breyting á verkaskiptingu á heimilum með börn en barnlausum þar sem 9% einstaklinga með börn sögðu hana vera jafnari nú en áður, á móti 6% einstaklinga á barnlausum heimilum, og 7% svarenda með börn sögðu hana ójafnari nú en áður á móti 4% barnlausra. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar verja konur um tíu klukkustundum að meðaltali í umönnun barna og annarra ættingja en karlar tæpum átta klukkustundum. „Þetta meðaltal segir þó afar takmarkaða sögu, eins og sést þegar fólk með börn á heimilinu er borið saman við fólk á barnlausum heimilum, en konur og karlar með börn á heimilinu verja 22 og 17 klukkustundum í umönnun á viku á móti ríflega 2 klukkustundum hjá fólki af báðum kynjum sem ekki er með börn,“ segir á vef Hagstofunnar. Karlar sáttari með sitt framlag Um 55% svarenda telja að þau geri um það bil sinn hluta og er ekki munur á því hlutfalli eftir búsetu. Ef litið er til kyns þá eru karlar umtalsvert líklegri til þess að vera sáttir við sitt framlag eða 62% á móti 49% kvenna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að telja sig gera meira en þeim ber því 46% kvenna segjast bera meira en sitt hluta á móti 9% karla. Þá telur næstum þriðjungur karla, eða 29%, að þeir geri minna en þeim ber að gera en aðeins 6% kvenna. Að sögn Hagstofunnar verður að gera greinarmun á sanngirni verkaskiptingar og jöfnuði þar sem báðum aðilum geti fundist það sanngjarnt að annar aðilinn sjái alfarið um heimilið á meðan hinn sinni engum heimilisverkum. Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands sem kannaði í vor hversu miklum tíma fólk varði umönnun og heimilisstörf. Töluverður munur er á svörum eftir því hvort börn eru á heimilinu. Óháð fjölskyldusamsetningu taldi meirihlutinn álag af heimilisstörfum hafi verið svipað og fyrir faraldurinn, eða 76% kvenna og 80% karla. 15% beggja kynna taldi álagið hafa aukist. Meiri fjarvinna virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á það hvernig heimilisstörfum er skipt milli para þar sem 83% einstaklinga með börn og 89% einstaklinga á heimilum án barna sögðu verkaskiptinguna vera svipaða nú og áður. Konur verji að jafnaði meiri tíma í umönnun barna Virðist sem það hafi frekar verið breyting á verkaskiptingu á heimilum með börn en barnlausum þar sem 9% einstaklinga með börn sögðu hana vera jafnari nú en áður, á móti 6% einstaklinga á barnlausum heimilum, og 7% svarenda með börn sögðu hana ójafnari nú en áður á móti 4% barnlausra. Samkvæmt rannsókn Hagstofunnar verja konur um tíu klukkustundum að meðaltali í umönnun barna og annarra ættingja en karlar tæpum átta klukkustundum. „Þetta meðaltal segir þó afar takmarkaða sögu, eins og sést þegar fólk með börn á heimilinu er borið saman við fólk á barnlausum heimilum, en konur og karlar með börn á heimilinu verja 22 og 17 klukkustundum í umönnun á viku á móti ríflega 2 klukkustundum hjá fólki af báðum kynjum sem ekki er með börn,“ segir á vef Hagstofunnar. Karlar sáttari með sitt framlag Um 55% svarenda telja að þau geri um það bil sinn hluta og er ekki munur á því hlutfalli eftir búsetu. Ef litið er til kyns þá eru karlar umtalsvert líklegri til þess að vera sáttir við sitt framlag eða 62% á móti 49% kvenna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að telja sig gera meira en þeim ber því 46% kvenna segjast bera meira en sitt hluta á móti 9% karla. Þá telur næstum þriðjungur karla, eða 29%, að þeir geri minna en þeim ber að gera en aðeins 6% kvenna. Að sögn Hagstofunnar verður að gera greinarmun á sanngirni verkaskiptingar og jöfnuði þar sem báðum aðilum geti fundist það sanngjarnt að annar aðilinn sjái alfarið um heimilið á meðan hinn sinni engum heimilisverkum.
Jafnréttismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira