Innlent

Ís­land í fyrsta sinn dökk­rautt á Co­vid-korti Evrópu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ísland er í fyrsta sinn dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu.
Ísland er í fyrsta sinn dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. ECDC

Ísland er í fyrsta sinn í kórónuveirufaraldrinum dökkrautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu, sem sýnir stöðu kórónuveirufaraldursins í álfunni. 

Ísland er ekki eitt í þessari stöðu en eina svæðið í Evrópu sem flokkað er grænt á kortinu er Sardinía. Auk Íslands eru Eistrasaltslöndin öll flokkuð dökkrauð, sem þýðir að smitstuðullinn í ríkinu sé meira en fimm hundruð smit á hverja hundrað þúsund íbúa á síðustu fjórtán dögum. Undanfarið hefur Ísland verið rautt á kortinu, eftir að nýgengið fór yfir 200. 

Nýgengið innanlands er nú 562,3 en 132 greindust smitaðir af veirunni í gær. 1.786 eru nú í einangrun hér á landi smitaðir af veirunni og 2.289 í sóttkví. 

Þá er hluti Þýskalands, Póllands og Noregs dökkrauðir, auk Hollands og Belgíu. Sömuleiðis eru Austurríki, Tékkland, Slóvakía, Grikkland, Búlgaría, Krótaía Slóvenía, Írland og Ungverjaland dökkrauð á kortinu. 

Best virðist staðan í Portúgal og á Ítalíu, sem eru nær alveg í gulum flokki á kortinu auk Frakklands. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×