Innlent

Beraði sig við íþróttavöll í Laugardalnum

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar voru einnig sendir til íbúðar í Reykjavík eftir að eigandi hennar tilkynnti að þar væri skotvopn sem hann kannaðist ekki við.
Lögregluþjónar voru einnig sendir til íbúðar í Reykjavík eftir að eigandi hennar tilkynnti að þar væri skotvopn sem hann kannaðist ekki við. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst í dag ábending um erlendan aðila sem var að bera sig við íþróttavöll í Laugardalnum. Sá var farinn af vettvangi þegar lögregluþjóna bar að garði en málið er til rannsóknar.

Samkvæmt dagbók lögreglu barst einnig tilkynning um grunsamlegar mannaferðir í Breiðholti. Þar mun maður hafa bankað upp á íbúðir í hverfinu og sagst vera að safna fyrir Landsbjörg. Bað hann fólk um bankaupplýsingar.

Lögregluþjónar voru einnig sendir til íbúðar í Reykjavík eftir að eigandi hennar tilkynnti að þar væri skotvopn sem hann kannaðist ekki við. Við skoðun byssunnar kom í ljós að hún var úr plasti.

Að endingu segir í dagbók lögreglu að tilkynning hafi borist um tvo aðila sem stungu af frá reikningi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×