Innlent

Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild Landspítala sögðu upp í dag vegna álags. 
Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild Landspítala sögðu upp í dag vegna álags.  Vísir/Vilhelm

Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. 

Að sögn heimildamanns fréttastofu á bráðadeildinni geti hann ekki lengur farið heim á hverju kvöldi með samviskubit gagnvart sjúklingum sem hann geti ekki sinnt nógu vel. Eins og staðan sé núna bíði 30 eftir að komast inn á aðrar deildir af bráðadeildinni, sem samsvari tveimur heilum deildum á spítalanum. 

Vegna þessa þrjátíu sem bíði á bráðadeildinni eftir að komast inn á aðrar deildir spítalans hafi aðeins sex rúm verið laus til að taka á móti öllum þeim sem leitað hafi á bráðamóttökuna í dag. Fólk liggi á göngum deildarinnar og þessa stundina séu sex sjúklingar sem hlúð sé að í biðstólum. Að sögn heimildamannsins sé ekki að hægt að tryggja örugga þjónustu í þessu ástandi. 

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna grafalvarlega. 

„Það er vegna þess að við höfum hreinlega ekki nógu mörg rúm á spítalanum. Það er hreinlega bara þannig að nú eru 22 inniliggjandi á bráðamóttökunni og þeir komast ekki inn á deildir eins og staðan er núna,“ sagði Guðlaug í kvöldfréttum Stöðvar 2. 

Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna þar grafalvarlega.Vísir/Vilhelm

Hún sagði að staðan væri önnur á spítalanum ef búið væri að koma upp farsóttardeild á Landspítala eins og forsvarsmenn hans hafa óskað eftir við heilbrigðisráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að vinna að úrlausn beiðninnar og bíða eftir fjármagni fyrir deildina.

„Það er þannig að það er 21 sjúklingur inniliggjandi með Covid-19 og það þýðir að0 það eru ekki aðrir sjúklingar þar. Þannig að við erum búin að loka heilli deild undir Covid og rúmlega það. Auðvitað myndi farsóttardeild hjálpa til.“

Deildin verði ekki tilbúin á næstunni. 

„Það þarf fyrst og fremst að taka ákvörðun að heimila opnun þessarar deildar og fá fjármagn til rekstrar. Síðan þarf að breyta húsnæði til að gera það,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.