Alþingi kemur saman á þriðjudag og greiðir atkvæði um kjörbréf á fimmtudag Heimir Már Pétursson skrifar 17. nóvember 2021 17:38 Willum Þór Þórsson, starfandi þingforseti, gerir ráð fyrir að þing geti komið saman á þriðjudaginn í næstu viku. Vísir/Vilhelm Alþingi kemur saman á þriðjudag og atkvæði verði greidd um niðurstöður undirbúningskjörbréfanefndar á fimmtudag í næstu viku. Þar með gæti ný ríkisstjórn litið dagsins ljós fyrir aðra helgi. Næstkomandi laugardag verða átta vikur liðnar frá því kosið var til Alþingis. Samkvæmt stjórnarskrá skal Alþingi koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Frá kosningum hefur undirbúningskjörbréfanefnd legið yfir meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi og nú er loks útlit fyrir að þeirri vinnu fari að ljúka. Nefndin fundaði í dag og Birgir Ármannsson formaður hennar segir stefnt að löngum fundi á morgun. Nefndin gæti hugsanlega lokið frágangi á skýrslu sinni og tillögum til þingsins fyrir helgi. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti átti síðan fjarfund með formönnum þingflokka í dag til að undirbúa setningu Alþingis „Það er auðvitað háð því að undirbúningsnefndin klári sín störf. Miðað við framvinduna þar er þetta mögulegt á þriðjudag og við höfum sett stefnuna á þriðjudag klukkan eitt,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn væntanlega kynnt öðru hvoru megin við aðra helgi Setning Alþingis fer fram eftir kúnstarinnar reglum með setningarræðu forseta Íslands en fyrsta verkefni þingsins verður að kjósa hina formlegu kjörbréfanefnd. „Þá þurfum við að gera hlé á þeim fundi og setja framhaldsfund sem þá yrði væntanlega á fimmtudeginum.“ Þá kæmi til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi? „Já, þá kemur að því að útkljá þetta með kjörbréf.“ Að lokinni atkvæðagreiðslunni yrði aftur gert hlé. „Og þriðji kaflinn tekur við sem er stjórnarmyndun. Sem yrði forsenda þess að við getum kosið forseta þingsins, kosið í fastanefndir, alþjóðanefndir og sett þingið almennilega af stað,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn verði þó væntanlega ekki kynnt í næstu viku. Enda þurfi einhverja daga til að útbúa fjárlagafrumvarp og ganga frá stjórnarsáttmála, Það yrði ekki fyrr en í þar næstu viku sem það gerðist? „Já, öðru hvoru meginn við aðra helgi myndi ég giska á,“ segir starfandi forseti Alþingis. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Næstkomandi laugardag verða átta vikur liðnar frá því kosið var til Alþingis. Samkvæmt stjórnarskrá skal Alþingi koma saman innan tíu vikna frá kosningum. Frá kosningum hefur undirbúningskjörbréfanefnd legið yfir meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi og nú er loks útlit fyrir að þeirri vinnu fari að ljúka. Nefndin fundaði í dag og Birgir Ármannsson formaður hennar segir stefnt að löngum fundi á morgun. Nefndin gæti hugsanlega lokið frágangi á skýrslu sinni og tillögum til þingsins fyrir helgi. Willum Þór Þórsson starfandi þingforseti átti síðan fjarfund með formönnum þingflokka í dag til að undirbúa setningu Alþingis „Það er auðvitað háð því að undirbúningsnefndin klári sín störf. Miðað við framvinduna þar er þetta mögulegt á þriðjudag og við höfum sett stefnuna á þriðjudag klukkan eitt,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn væntanlega kynnt öðru hvoru megin við aðra helgi Setning Alþingis fer fram eftir kúnstarinnar reglum með setningarræðu forseta Íslands en fyrsta verkefni þingsins verður að kjósa hina formlegu kjörbréfanefnd. „Þá þurfum við að gera hlé á þeim fundi og setja framhaldsfund sem þá yrði væntanlega á fimmtudeginum.“ Þá kæmi til atkvæðagreiðslu um málið á Alþingi? „Já, þá kemur að því að útkljá þetta með kjörbréf.“ Að lokinni atkvæðagreiðslunni yrði aftur gert hlé. „Og þriðji kaflinn tekur við sem er stjórnarmyndun. Sem yrði forsenda þess að við getum kosið forseta þingsins, kosið í fastanefndir, alþjóðanefndir og sett þingið almennilega af stað,“ segir Willum Þór. Ný ríkisstjórn verði þó væntanlega ekki kynnt í næstu viku. Enda þurfi einhverja daga til að útbúa fjárlagafrumvarp og ganga frá stjórnarsáttmála, Það yrði ekki fyrr en í þar næstu viku sem það gerðist? „Já, öðru hvoru meginn við aðra helgi myndi ég giska á,“ segir starfandi forseti Alþingis.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12 Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02 Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Tekur við stöðu formanns þingflokks Samfylkingarinnar Helga Vala Helgadóttir hefur tekið við formennsku þingflokks Samfylkingarinnar. Hún tekur við stöðunni af Oddnýju G. Harðardóttur sem gegndi embættinu á síðasta kjörtímabili. 17. nóvember 2021 13:12
Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. 16. nóvember 2021 20:02
Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17