Telur ekkert hafa komið fram sem sýni að önnur talning í NV-kjördæmi eigi ekki að gilda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. nóvember 2021 20:02 Inga Sæland er fulltrúi Flokks fólksins í undirbúningskjörbréfanefnd. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Inga Sæland telur að ekkert hafi komið fram í rannsókn undirbúningskjörbréfanefndar á talningu atkvæða í Alþingskosningunum í Norðvesturkjördæmi sem sýni að endurtalningin sem þar var framkvæmd eigi ekki að gilda. Þetta kom fram í máli Ingu Sæland í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í vinnu nefndarinnar, sem er á lokametrunum. Inga er fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni. Hafa einhver gögn komið fram sem varpa rýrð á öryggi kjörgagna, að átt hafi verið við þau að einhverju leyti? „Nei, það er ekkert slíkt sem hefur komið fram. Við vitum að þau voru óvarin,“ sagði Inga og vitnaði þar í það sem fram hefur komiðum að talningasalurinn í Norðvesturkjördæmi þar sem atkvæði voru geymd að lokinni talningu hafi ekki verið innsiglaður. „Þarna voru fimm vefmyndavélar, lögreglan er búin að fara yfir. Við erum með myndskeið og myndefni. Við erum búin að teikna upp tímalínu og annað slíkt þannig að við sjáum ferðir fólks um svæðið. En því miður var engin myndavél á kjörgögnin en það breytir ekki þeirri staðreynd að við höfum ekki getað fundið neitt sem að ætla má að hafi verið þess valdandi að seinni talningin eigi ekki að standa, ég er bara þar,“sagði Inga. Umrædd seinni talning er sú endurtalning sem framkvæmd var í Norvesturkjördæmi eftir að ábending barst um að afar mjótt væri á munum eftir fyrstu talningu. Endurtalningin reyndist örlagarík því að eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þannig að fimm þingmenn sem töldu sig hafa verið kjörna á Alþingi duttu út fyrir aðra fimm þingmenn. Aðspurð um hvort að Inga styddi þá að seinni talningin myndi gilda sagðist hún vera á þeirri skoðun, með ákveðnum fyrirvara þó. „Enn sem komið er en við erum ekki búin að ljúka vinnunni. Við erum að halda áfram og eigum eftir tvo, þrjá daga í viðbót. Ef það er eitthvað sem á eftir að koma fram sem ég veit ekki hvað ætti mögulega að verða þá náttúrulega getur maður skipt um skoðun en þetta er búið að vera mín skoðun, mín tilfinning núna um all nokkurt skeið.“ Það er ekkert sem að fram hefur komið í yfirreið ykkar sem að sýnir fram á að önnur talning ætti ekki að standa? „Ekki að mínu viti.“ Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Reykjavík síðdegis Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Ingu Sæland í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún var spurð út í vinnu nefndarinnar, sem er á lokametrunum. Inga er fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni. Hafa einhver gögn komið fram sem varpa rýrð á öryggi kjörgagna, að átt hafi verið við þau að einhverju leyti? „Nei, það er ekkert slíkt sem hefur komið fram. Við vitum að þau voru óvarin,“ sagði Inga og vitnaði þar í það sem fram hefur komiðum að talningasalurinn í Norðvesturkjördæmi þar sem atkvæði voru geymd að lokinni talningu hafi ekki verið innsiglaður. „Þarna voru fimm vefmyndavélar, lögreglan er búin að fara yfir. Við erum með myndskeið og myndefni. Við erum búin að teikna upp tímalínu og annað slíkt þannig að við sjáum ferðir fólks um svæðið. En því miður var engin myndavél á kjörgögnin en það breytir ekki þeirri staðreynd að við höfum ekki getað fundið neitt sem að ætla má að hafi verið þess valdandi að seinni talningin eigi ekki að standa, ég er bara þar,“sagði Inga. Umrædd seinni talning er sú endurtalning sem framkvæmd var í Norvesturkjördæmi eftir að ábending barst um að afar mjótt væri á munum eftir fyrstu talningu. Endurtalningin reyndist örlagarík því að eftir hana hliðruðust jöfnunarsæti þannig að fimm þingmenn sem töldu sig hafa verið kjörna á Alþingi duttu út fyrir aðra fimm þingmenn. Aðspurð um hvort að Inga styddi þá að seinni talningin myndi gilda sagðist hún vera á þeirri skoðun, með ákveðnum fyrirvara þó. „Enn sem komið er en við erum ekki búin að ljúka vinnunni. Við erum að halda áfram og eigum eftir tvo, þrjá daga í viðbót. Ef það er eitthvað sem á eftir að koma fram sem ég veit ekki hvað ætti mögulega að verða þá náttúrulega getur maður skipt um skoðun en þetta er búið að vera mín skoðun, mín tilfinning núna um all nokkurt skeið.“ Það er ekkert sem að fram hefur komið í yfirreið ykkar sem að sýnir fram á að önnur talning ætti ekki að standa? „Ekki að mínu viti.“
Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Reykjavík síðdegis Alþingi Flokkur fólksins Tengdar fréttir Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17 Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18 Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Alþingi jafnvel kallað saman fyrir lok vikunnar Forsætisráðherra segir formenn stjórnarflokkanna langt komna með texta að nýjum stjórnarsáttmála en ekki sé farið að ræða verkaskiptingu. Kynnig á sáttmálanum muni bíða þar til endanleg niðurstaða liggi fyrir í Norðvesturkjördæmi. 16. nóvember 2021 13:17
Niðurstöðu að vænta varðandi Norðvesturkjördæmi eftir helgi Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis er byrjuð ræða efnislega þau álitaefni sem ráða munu niðurstöðu hennar varðandi tillögu um afgreiðslu útgefinna kjörbréfa til þingmanna í Norðvesturkjördæmi. Nýr stjórnarsáttmáli mögulega kynntur í næstu viku. 12. nóvember 2021 21:18
Fleiri frávik fundust í kjörgögnum Norðvesturkjördæmis í dag Undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis fann í dag fleiri frávik frá talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi en komu fram við endurtalningu og síðar. Tillaga nefndarinnar um hvernig bregðast skuli við frávikunum liggur væntanlega fyrir í næstu viku. 11. nóvember 2021 19:20