Lífið

Yfir 1300 börn sóttu um að taka þátt í Krakkakviss

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Mikael Emil Kaaber og Berglind Alda Ástþórsdóttir stjórna þættinum Krakkakviss.
Mikael Emil Kaaber og Berglind Alda Ástþórsdóttir stjórna þættinum Krakkakviss. Stöð 2

Á dögunum auglýsti Stöð 2 eftir liðum til þess að taka þátt í nýjum spurningaþætti sem nefnist Krakkakviss. Umsækjendur þurftu að vera á aldrinum tíu til tólf ára.

Það má með sanni segja að viðtökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum og voru íslenskir krakkar snöggir að stökkva á tækifærið. Umsóknir bárust frá hundruðum liða svo heildarfjöldi umsækjenda fór yfir 1300. 

Krakkakviss er nýr og stórskemmtilegur spurningaþáttur þar sem keppt er í þriggja manna liðum. Líkt og í Kviss þáttunum sem sýndir eru á Stöð 2 keppa öll liðin fyrir hönd íþróttafélags. Mikael Emil Kaaber og Berglind Alda Ástþórsdóttir stjórna þættinum Krakkakviss en þau eru að koma ný til leiks á Stöð 2. 

Umsækjendur þurftu að senda inn myndband og segja frá liðinu sínu. Keppendur af báðum kynjum þurfa að vera í öllum liðum keppninnar.  Keppendur eru allir nemendur í 5. til 7. bekk. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í lok nóvember og verða þeir sýndir í janúar á næsta ári.


Tengdar fréttir

Leitað að keppendum fyrir sjónvarpsþáttinn Krakkakviss

Stöð 2 leitar að þátttakendum á aldrinum tíu til tólf ára, nemendum í 5. til 7. bekk, í Krakkakviss sem er nýr og stórskemmtilegur spurningaþáttur. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í lok nóvember og verða þeir sýndir í janúar á næsta ári.

Leitinni að kepp­endum í Krakka­kviss lýkur í dag

Leitinni að þátttakendum í spurningaþáttinn Krakkakviss lýkur í dag. Leitað er að nemendum í 5. til 7. bekk til þess að taka þátt í þáttaröðinni sem sýnd verður í janúar á næsta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×