Kórónupassi gæti komið til skoðunar eftir örvunarskammta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 12:56 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að svokallaðir kórónupassar sem notaðir hafa verið í öðrum löndum gætu komið til skoðunar eftir örvunarskammta. vísir/Vilhelm Það ætti að liggja fyrir í lok vikunnar hvort grípa þurfi til harðari sóttvarnaraðgerða til þess að ná tökum á faraldrinum að mati Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær. „Við sjáum eiginlega alltaf lægri tölur um helgar þannig þetta var kannski viðbúið. Auðvitað var maður að vonast til að þetta væri kannski raunveruleg fækkun en mér sýnist ekki vera svo. En það mun örugglega taka nokkra daga að sjá áhrifin af þeim aðgerðum sem við gripum til síðustu helgi og ég held að maður þurfi að láta vikuna líða og sjá hvað gerist í framhaldi af því,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort von gæti verið á nýju minnisblaði fyrir ríkisstjórnarfund á föstudag segist hann ekki geta gefið upp svo nákvæma tímasetningu. Nokkur ríki hafa farið þá leið að krefja fólk um bólusetningavottorð til þess að komast til dæmis inn á veitinga- og skemmtistaði eða viðburði. Aðspurður hvort komið hafi til skoðunar að fara þá leið hér á landi segir Þórólfur svo ekki vera - þar sem bólusettir séu einnig að smitast og smita aðra. Gert er ráð fyrir að boða um 160.000 manns um allt land í örvunarbólusetningu fyrir áramót.vísir/Vilhelm „Það eru líka bólusettir sem eru að leggjast inn þannig við getum ekki með afgerandi hætti sagt að smitunum sé haldið uppi hér af óbólusettum. Það væri mikil einföldun að gera það. Ef hins vegar þriðji skammturinn reynist örlagavaldur í því að koma í veg fyrir smit erum við að tala um allt aðra stöðu,“ segir Þórólfur. „Ef hann fer að skila mjög góðum árangri, eins og við erum að vonast til, að þá held ég að það sé hægt að fara skoða hvort hægt sé að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og ólíklegir til þess að smitast og smita aðra. Við þurfum að skoða þetta aðeins út frá því sjónarhorni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira
„Við sjáum eiginlega alltaf lægri tölur um helgar þannig þetta var kannski viðbúið. Auðvitað var maður að vonast til að þetta væri kannski raunveruleg fækkun en mér sýnist ekki vera svo. En það mun örugglega taka nokkra daga að sjá áhrifin af þeim aðgerðum sem við gripum til síðustu helgi og ég held að maður þurfi að láta vikuna líða og sjá hvað gerist í framhaldi af því,“ segir Þórólfur. Aðspurður hvort von gæti verið á nýju minnisblaði fyrir ríkisstjórnarfund á föstudag segist hann ekki geta gefið upp svo nákvæma tímasetningu. Nokkur ríki hafa farið þá leið að krefja fólk um bólusetningavottorð til þess að komast til dæmis inn á veitinga- og skemmtistaði eða viðburði. Aðspurður hvort komið hafi til skoðunar að fara þá leið hér á landi segir Þórólfur svo ekki vera - þar sem bólusettir séu einnig að smitast og smita aðra. Gert er ráð fyrir að boða um 160.000 manns um allt land í örvunarbólusetningu fyrir áramót.vísir/Vilhelm „Það eru líka bólusettir sem eru að leggjast inn þannig við getum ekki með afgerandi hætti sagt að smitunum sé haldið uppi hér af óbólusettum. Það væri mikil einföldun að gera það. Ef hins vegar þriðji skammturinn reynist örlagavaldur í því að koma í veg fyrir smit erum við að tala um allt aðra stöðu,“ segir Þórólfur. „Ef hann fer að skila mjög góðum árangri, eins og við erum að vonast til, að þá held ég að það sé hægt að fara skoða hvort hægt sé að auka frelsi eða minnka takmarkanir á þá sem eru virkilega vel bólusettir og ólíklegir til þess að smitast og smita aðra. Við þurfum að skoða þetta aðeins út frá því sjónarhorni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Sjá meira