Tunglmyrkvi sjáanlegur á föstudag ef veður leyfir Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 11:51 Tunglmyrkvi sem sást yfir Reykjavík árið 2010. Vísir/Egill Íslendingar geta barið deildarmyrkva á tungli augum á föstudagsmorgun ef veðurguðirnir verða samvinnuþýðir. Eins og sakir standa benda verðurspár til þess að þeir verði með mótþróa. Deildarmyrkvinn hefst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur. Þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97% skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Útlit er þó fyrir að veðrið setji strik í reikninginn. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gert sé ráð fyrir slyddu eða rigningu með köflum á suðurhelmingi landsins en snjókomu norðanlands. Ekki væri þó fordæmalaust á Íslandi að veðurhorfur tækju breytingum eftir því sem nær dregur. Þegar myrkvinn verður í hámarki fær tunglið á sig rauðleitan blæ en litinn má rekja til sólarljóss sem berst í gegnum andrúmsloft jarðar. Á föstudagsmorgun verður tunglið lágt á lofti í vestri en nærri sjóndeildarhringnum í vestnorðvestri þegar hann er í hámarki. Þá verður byrjað að birta af degi. Myrkvinn er sagður óvenjulangur vegna þess að tunglið er nú nálægt því að vera eins langt frá jörðinni og það verður, í tæplega 405.000 kílómetra fjarlægð. Myrkvinn er raunar sá lengsti frá því á 15. öld og stendur hann yfir í rúmar sex klukkustundir. Síðast varð svo langur tunglmyrkvi í febrúar árið 1440. Næsti sambærilegi myrkvi verður 8. febrúar árið 2669. Tunglmyrkvar verða þegar tunglið gengur í gegnum skuggann sem jörðin varpar út í geim. Þeir sjást því aðeins á fullu tungli og frá allri næturhlið jarðar á sama tíma. Geimurinn Tunglið Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Deildarmyrkvinn hefst klukkan 7:19 og verður í hámarki klukkan 9:03, að því er segir í grein á Stjörnufræðivefnum. Tunglið sest klukkan 10:20 áður en myrkvanum lýkur. Þegar myrkvinn stendur sem hæst verða 97% skífu tunglsins í skugga. Ólíkt sólmyrkva þarf engin hjálpartæki til að fylgjast með tunglmyrkvanum en ekki er verra að nota handsjónauka eða stjörnusjónauka til þess að bæta upplifunina enn frekar. Útlit er þó fyrir að veðrið setji strik í reikninginn. Á vef Veðurstofunnar kemur fram að gert sé ráð fyrir slyddu eða rigningu með köflum á suðurhelmingi landsins en snjókomu norðanlands. Ekki væri þó fordæmalaust á Íslandi að veðurhorfur tækju breytingum eftir því sem nær dregur. Þegar myrkvinn verður í hámarki fær tunglið á sig rauðleitan blæ en litinn má rekja til sólarljóss sem berst í gegnum andrúmsloft jarðar. Á föstudagsmorgun verður tunglið lágt á lofti í vestri en nærri sjóndeildarhringnum í vestnorðvestri þegar hann er í hámarki. Þá verður byrjað að birta af degi. Myrkvinn er sagður óvenjulangur vegna þess að tunglið er nú nálægt því að vera eins langt frá jörðinni og það verður, í tæplega 405.000 kílómetra fjarlægð. Myrkvinn er raunar sá lengsti frá því á 15. öld og stendur hann yfir í rúmar sex klukkustundir. Síðast varð svo langur tunglmyrkvi í febrúar árið 1440. Næsti sambærilegi myrkvi verður 8. febrúar árið 2669. Tunglmyrkvar verða þegar tunglið gengur í gegnum skuggann sem jörðin varpar út í geim. Þeir sjást því aðeins á fullu tungli og frá allri næturhlið jarðar á sama tíma.
Geimurinn Tunglið Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira