„Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2021 12:01 Myndin er tekin í búðarglugga í Austurstræti árið 1982. Ólafur Stephensen Mynd af ungri stúlku í búðarglugga vakti mikla athygli í Facebook-hópnum „Gamlar ljósmyndir“ í vikunni. Ljósmyndarinn birti myndina í von um að einhver þekkti til fyrirsætunnar á myndinni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, tók myndina fjórtán ára gamall. Hann segir að þetta hafi verið þriðja tilraun í leit að stúlkunni. Hann hafði í tvígang sett myndina á sína eigin síðu en birti myndina loks í Facebook-hópnum, sem telur á um sjötíu þúsund manns. Það leið um það bil hálftími þar fyrirsætan kom í leitirnar; „Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir,“ skrifaði athugull meðlimur hópsins. Fyrirsætan var sem sagt engin önnur en Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallgöngukona. Forfallinn ljósmyndaáhugamaður Ólafur segist hafa verið forfallinn ljósmyndaáhugamaður á þessum tíma, en hann var á leið í ljósmyndabúð í Austurstræti, ásamt Hafsteini vini sínum, þegar hann rakst á Vilborgu í búðarglugganum. Þeir gengu yfir Hallærisplanið og eitthvað fangaði athygli Ólafs. „Ég sé þessa stelpu þarna í glugganum. Hún horfði svona kankvíslega á mig og þessi stóll sem hún sat upp við greip mig einhvern veginn. Ég smellti af og ætlaði að taka aðra en þá var hún náttúrulega búin að missa áhugann og farin.“ „Eini bikarinn sem ég hef unnið“ „Það er skemmtilegt hvernig margt talar saman í þessari mynd. Svipurinn og holningin á stelpunni, þessi form; stóllinn, borðið og blómavasinn ásamt spegluninni í glugganum,“ segir Ólafur. Ljósmyndin vann til verðlauna í ljósmyndakeppni grunnskólanna árið 1982. Ólafur er búinn að láta skanna filmuna og prenta myndina út, en hann hyggst gefa Vilborgu myndina þegar hún kemur til Íslands. „Jiminn en dásamlegt og gaman að sjá þessa mynd úr búðinni hjá ömmu og afa,“ segir Vilborg um myndina á Facebook. „Eini bikarinn sem ég hef unnið,“ segir Ólafur og hlær.Ólafur Stephensen Lífið Ljósmyndun Einu sinni var... Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, tók myndina fjórtán ára gamall. Hann segir að þetta hafi verið þriðja tilraun í leit að stúlkunni. Hann hafði í tvígang sett myndina á sína eigin síðu en birti myndina loks í Facebook-hópnum, sem telur á um sjötíu þúsund manns. Það leið um það bil hálftími þar fyrirsætan kom í leitirnar; „Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir,“ skrifaði athugull meðlimur hópsins. Fyrirsætan var sem sagt engin önnur en Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallgöngukona. Forfallinn ljósmyndaáhugamaður Ólafur segist hafa verið forfallinn ljósmyndaáhugamaður á þessum tíma, en hann var á leið í ljósmyndabúð í Austurstræti, ásamt Hafsteini vini sínum, þegar hann rakst á Vilborgu í búðarglugganum. Þeir gengu yfir Hallærisplanið og eitthvað fangaði athygli Ólafs. „Ég sé þessa stelpu þarna í glugganum. Hún horfði svona kankvíslega á mig og þessi stóll sem hún sat upp við greip mig einhvern veginn. Ég smellti af og ætlaði að taka aðra en þá var hún náttúrulega búin að missa áhugann og farin.“ „Eini bikarinn sem ég hef unnið“ „Það er skemmtilegt hvernig margt talar saman í þessari mynd. Svipurinn og holningin á stelpunni, þessi form; stóllinn, borðið og blómavasinn ásamt spegluninni í glugganum,“ segir Ólafur. Ljósmyndin vann til verðlauna í ljósmyndakeppni grunnskólanna árið 1982. Ólafur er búinn að láta skanna filmuna og prenta myndina út, en hann hyggst gefa Vilborgu myndina þegar hún kemur til Íslands. „Jiminn en dásamlegt og gaman að sjá þessa mynd úr búðinni hjá ömmu og afa,“ segir Vilborg um myndina á Facebook. „Eini bikarinn sem ég hef unnið,“ segir Ólafur og hlær.Ólafur Stephensen
Lífið Ljósmyndun Einu sinni var... Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Sjá meira