„Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2021 12:01 Myndin er tekin í búðarglugga í Austurstræti árið 1982. Ólafur Stephensen Mynd af ungri stúlku í búðarglugga vakti mikla athygli í Facebook-hópnum „Gamlar ljósmyndir“ í vikunni. Ljósmyndarinn birti myndina í von um að einhver þekkti til fyrirsætunnar á myndinni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, tók myndina fjórtán ára gamall. Hann segir að þetta hafi verið þriðja tilraun í leit að stúlkunni. Hann hafði í tvígang sett myndina á sína eigin síðu en birti myndina loks í Facebook-hópnum, sem telur á um sjötíu þúsund manns. Það leið um það bil hálftími þar fyrirsætan kom í leitirnar; „Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir,“ skrifaði athugull meðlimur hópsins. Fyrirsætan var sem sagt engin önnur en Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallgöngukona. Forfallinn ljósmyndaáhugamaður Ólafur segist hafa verið forfallinn ljósmyndaáhugamaður á þessum tíma, en hann var á leið í ljósmyndabúð í Austurstræti, ásamt Hafsteini vini sínum, þegar hann rakst á Vilborgu í búðarglugganum. Þeir gengu yfir Hallærisplanið og eitthvað fangaði athygli Ólafs. „Ég sé þessa stelpu þarna í glugganum. Hún horfði svona kankvíslega á mig og þessi stóll sem hún sat upp við greip mig einhvern veginn. Ég smellti af og ætlaði að taka aðra en þá var hún náttúrulega búin að missa áhugann og farin.“ „Eini bikarinn sem ég hef unnið“ „Það er skemmtilegt hvernig margt talar saman í þessari mynd. Svipurinn og holningin á stelpunni, þessi form; stóllinn, borðið og blómavasinn ásamt spegluninni í glugganum,“ segir Ólafur. Ljósmyndin vann til verðlauna í ljósmyndakeppni grunnskólanna árið 1982. Ólafur er búinn að láta skanna filmuna og prenta myndina út, en hann hyggst gefa Vilborgu myndina þegar hún kemur til Íslands. „Jiminn en dásamlegt og gaman að sjá þessa mynd úr búðinni hjá ömmu og afa,“ segir Vilborg um myndina á Facebook. „Eini bikarinn sem ég hef unnið,“ segir Ólafur og hlær.Ólafur Stephensen Lífið Ljósmyndun Einu sinni var... Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, tók myndina fjórtán ára gamall. Hann segir að þetta hafi verið þriðja tilraun í leit að stúlkunni. Hann hafði í tvígang sett myndina á sína eigin síðu en birti myndina loks í Facebook-hópnum, sem telur á um sjötíu þúsund manns. Það leið um það bil hálftími þar fyrirsætan kom í leitirnar; „Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir,“ skrifaði athugull meðlimur hópsins. Fyrirsætan var sem sagt engin önnur en Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallgöngukona. Forfallinn ljósmyndaáhugamaður Ólafur segist hafa verið forfallinn ljósmyndaáhugamaður á þessum tíma, en hann var á leið í ljósmyndabúð í Austurstræti, ásamt Hafsteini vini sínum, þegar hann rakst á Vilborgu í búðarglugganum. Þeir gengu yfir Hallærisplanið og eitthvað fangaði athygli Ólafs. „Ég sé þessa stelpu þarna í glugganum. Hún horfði svona kankvíslega á mig og þessi stóll sem hún sat upp við greip mig einhvern veginn. Ég smellti af og ætlaði að taka aðra en þá var hún náttúrulega búin að missa áhugann og farin.“ „Eini bikarinn sem ég hef unnið“ „Það er skemmtilegt hvernig margt talar saman í þessari mynd. Svipurinn og holningin á stelpunni, þessi form; stóllinn, borðið og blómavasinn ásamt spegluninni í glugganum,“ segir Ólafur. Ljósmyndin vann til verðlauna í ljósmyndakeppni grunnskólanna árið 1982. Ólafur er búinn að láta skanna filmuna og prenta myndina út, en hann hyggst gefa Vilborgu myndina þegar hún kemur til Íslands. „Jiminn en dásamlegt og gaman að sjá þessa mynd úr búðinni hjá ömmu og afa,“ segir Vilborg um myndina á Facebook. „Eini bikarinn sem ég hef unnið,“ segir Ólafur og hlær.Ólafur Stephensen
Lífið Ljósmyndun Einu sinni var... Mest lesið Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Lífið Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Lífið Hvar er Donald Trump? Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Lífið Fleiri fréttir Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Hvar er Donald Trump? Hátíðin áminning um að veganismi sé lífsstíll en ekki megrunarkúr Fréttatía vikunnar: Fellibylur, körfubolti og Laufey Flottar flíkur og fylgihlutir fyrir haustið Indversk pizza að hætti Rakelar Maríu Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Bananakaka með silkimjúku súkkulaðikremi Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Sjá meira