Fréttir

Sprengisandur: Þjóðernishyggja, björgun heimsins og landbúnaðurinn

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10.
Sprengisandur hefst klukkan 10.

Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður sem fyrr á Bylgjunni klukkan tíu.

Kristján Kristjánsson mun meðal annars ræða við Eirík Bergmann, prófessor við Háskólann á Bifröst, um popúlisma og þjóðernishyggju upp úr nýrri bók sem Eiríkur hefur skrifað. Þeir munu einnig ræða þá skrýtnu stöðu sem nú er uppi á Íslandi þar sem varla er nein ríkisstjórn - en fæstir virðast kippa sér upp við það.

Þá verður Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, á línunni frá Skotlandi og segir sína skoðun á COP26 fundinum. Sagt var að samkoman væri síðasti séns til að bjarga heiminum, er þá von að spurt sé; tókst það?

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, framhaldsskólakennari og kynjafræðingur, og Sigurður G. Guðjónsson lögmaður skiptast á skoðunum hjá Kristjáni. Hanna Björg hefur verið áberandi í ýmsum málum undanfarið og má þá sérstaklega nefna KSÍ-málið svokallaða. Sigurður kallaði Hönnu og fleiri konur ofbeldismenn í kjölfar málsins.

Þórólfur Matthíasson, prófessor og besti vinur landbúnaðarins, verður gestur Kristjáns í þættinum. Þeir munu ræða um hinn meinta hernað gegn landinu, eins og skáldið orðaði það fyrir margt löngu.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.