Fjölskylda Wagstaff fær níu milljónir vegna flugslyssins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2021 16:44 Wagstaff systkinin með föðurömmu sinni. Ekkju og þremur börnum kanadíska flugmannsins Arthur Grant Wagstaff sem fórst í flugslysi í Barkárdal í ágúst 2015 hafa verið dæmdar samanlagt um níu milljónir króna í bætur. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fréttablaðið greinir frá en hluti dómanna hafa verið birtir á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Ekkjunni Roslyn Mary Wagstaff voru dæmdar rúmar þrjár milljónir króna í bætur en dætrum þeirra Sarah Louise og Claire Noelle Wagstaff tvær milljónir króna sem og syni þeirra Tyler Grant. Fjölskyldan höfðaði mál á hendur Arngrími Jóhannssyni flugmanni og tryggingafyrirtækinu Sjóvá. Arngrímur er einn reynslumesti og þekktasti flugmaður landsins. Þann 9. ágúst 2015 stóð til að Arngrímur og Arthur Grant Wagstaff legðu upp í langferð frá Íslandi með nokkrum stoppum. Ferðinni var á endanum heitið til Minneapolis í Bandaríkjunum þar sem þeir hugðust selja sjálfa vélina sem bar þá á áfangastað. Vélin var lítil flutningavél af gerðinni De Havilland DHC-2 Beaver en þær hafa verið framleiddar í Kanada við góðan orðstýr frá 1947. Fjallað var ítarlega um málið í Fréttablaðinu á sínum tíma. Þennan dag stóð bara til að fljúga vélinni til Keflavíkurflugvallar. Vélin brotlenti í Barkárdal og komst Rannsóknarnefnd samgönguslysa að þeirri niðurstöðu að vélin hefði verið ofhlaðin og slæm skilyrði til sjónflugs. Arngrímur, sem flaug vélinni, komst við illan leik út úr brennandi flaki vélarinnar. Wagstaff lést. Fór svo að tryggingafélagið Sjóvá greiddi engar bætur til ekkjunnar vegna slyssins og því höfðaði fjölskyldan mál. Ekkjan Roslyn fór fram á bætur vegna missis framfærenda en þeirri kröfu var hafnað að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Arngrímur og Sjóvá voru hins vegar dæmd til að greiða allan málskostnað upp á margar milljónir króna. Kanadíska fjölskyldan fékk gjafsókn hjá íslenska ríkinu. Flugslys í Barkárdal Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Krefjast nú öll bóta frá Arngrími og Sjóvá Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2020 07:13 Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Fréttablaðið greinir frá en hluti dómanna hafa verið birtir á vef Héraðsdóms Reykjavíkur. Ekkjunni Roslyn Mary Wagstaff voru dæmdar rúmar þrjár milljónir króna í bætur en dætrum þeirra Sarah Louise og Claire Noelle Wagstaff tvær milljónir króna sem og syni þeirra Tyler Grant. Fjölskyldan höfðaði mál á hendur Arngrími Jóhannssyni flugmanni og tryggingafyrirtækinu Sjóvá. Arngrímur er einn reynslumesti og þekktasti flugmaður landsins. Þann 9. ágúst 2015 stóð til að Arngrímur og Arthur Grant Wagstaff legðu upp í langferð frá Íslandi með nokkrum stoppum. Ferðinni var á endanum heitið til Minneapolis í Bandaríkjunum þar sem þeir hugðust selja sjálfa vélina sem bar þá á áfangastað. Vélin var lítil flutningavél af gerðinni De Havilland DHC-2 Beaver en þær hafa verið framleiddar í Kanada við góðan orðstýr frá 1947. Fjallað var ítarlega um málið í Fréttablaðinu á sínum tíma. Þennan dag stóð bara til að fljúga vélinni til Keflavíkurflugvallar. Vélin brotlenti í Barkárdal og komst Rannsóknarnefnd samgönguslysa að þeirri niðurstöðu að vélin hefði verið ofhlaðin og slæm skilyrði til sjónflugs. Arngrímur, sem flaug vélinni, komst við illan leik út úr brennandi flaki vélarinnar. Wagstaff lést. Fór svo að tryggingafélagið Sjóvá greiddi engar bætur til ekkjunnar vegna slyssins og því höfðaði fjölskyldan mál. Ekkjan Roslyn fór fram á bætur vegna missis framfærenda en þeirri kröfu var hafnað að því er fram kemur á vef Fréttablaðsins. Arngrímur og Sjóvá voru hins vegar dæmd til að greiða allan málskostnað upp á margar milljónir króna. Kanadíska fjölskyldan fékk gjafsókn hjá íslenska ríkinu.
Flugslys í Barkárdal Dómsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir Krefjast nú öll bóta frá Arngrími og Sjóvá Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2020 07:13 Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00 Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Erlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Krefjast nú öll bóta frá Arngrími og Sjóvá Mál tveggja af þremur börnum Kanadamannsins Grant Wagstaff gegn Arngrími Jóhannssyni flugstjóra og tryggingafélaginu Sjóvá er á dagskrá Héraðsdóms Reykjavíkur í dag. 28. janúar 2020 07:13
Krefst 7,5 milljóna í tryggingu frá ekkju Arngrímur Jóhannsson vill að ekkja sem höfðar bótamál gegn honum vegna andláts eiginmanns skili 7,5 milljóna króna tryggingu fyrir málskostnaði. Lögmaður ekkjunnar segir það myndu hindra aðgang hennar að dómstólum. 5. október 2019 07:00
Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Ýmsir mannlegir þættir ollu því að annar flugmanna komst ekki út úr vélinni. 24. júní 2018 12:14