Arngrímur tjáir sig um flugslysið: Sat við hliðina á látnum vini sínum án þess að geta gert neitt Birgir Olgeirsson skrifar 3. mars 2017 11:44 Arngrímur Jóhannsson lýsir flugslysinu örlagaríka í viðtali við Vikudag. „Ég fæ oft „flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti. Það er án efa versta upplifun sem ég hef gengið í gegnum að sitja við hliðina á látnum vini mínum lengst upp á fjöllum og geta ekkert gert,“ segir Arngrímur Jóhannsson, einn þekktasti flugmaður landsins, í áhrifaríku viðtali í Vikudegi um flugslysið örlagaríka sem hann lenti í fyrir tveimur árum. Slysið átti sér stað í 9. ágúst árið 2015 en Arngrímur hafði lagt af stað frá Akureyrarflugvelli á sjóflugvél af gerðinni Beaver ásamt kanadískum vini sínum. Áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20 sama dag. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi eftir að leit hafði engu skilað. Klukkan 20:29 sama dag fann þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal.Forsíða Vikudags.Var með brunasár um allan líkamann Arngrímur var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík með alvarlega áverka. Hann var síðar færður á lýtalækningadeild Landspítalans en í viðtalinu við Vikudag segist hann hafa verið með brunasár um allan líkamann og að tekið hafi verið af honum skinn á einum stað líkamans til að græða sár annars staðar á líkama hans. Í viðtalinu lýsir hann að þeir félagarnir haf vitað að þeir myndu brotlenda og að þessa reynsla hafi gjörbreytt lífi hans. Hann segist hafa haft mikla ástríðu fyrir listflugi fyrir slysið en nú geti hann ekki hugsað sér að snúa vélinni á hvolf.Bréf frá vinum hins látna ýtti honum aftur í flugið Hann segist hafa snúið aftur í flugið fljótlega eftir slysi og það sem fékk hann til að gera það var bréf sem honum barst frá vinum félaga hans sem lést. „Þeir voru allir sammála um að ég yrði að halda áfram að fljúga, því það væri það sem hann hefði viljað og einnig það sem ég hefði viljað ef hlutskipti okkar hefði verið öfugt farið.“ Nánar um málið í Vikudegi hér.Hér má sjá mynd þegar TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti flak vélarinnar í niður að Bug í Hörgárdal.Vísir/Völundur Jónsson Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01 Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
„Ég fæ oft „flashback“ og upplifi aftur þær mínútur sem við höfðum áður en vélin brotlenti. Það er án efa versta upplifun sem ég hef gengið í gegnum að sitja við hliðina á látnum vini mínum lengst upp á fjöllum og geta ekkert gert,“ segir Arngrímur Jóhannsson, einn þekktasti flugmaður landsins, í áhrifaríku viðtali í Vikudegi um flugslysið örlagaríka sem hann lenti í fyrir tveimur árum. Slysið átti sér stað í 9. ágúst árið 2015 en Arngrímur hafði lagt af stað frá Akureyrarflugvelli á sjóflugvél af gerðinni Beaver ásamt kanadískum vini sínum. Áætluð lending var í Keflavík klukkan 16:20 sama dag. Þegar flugvélin skilaði sér ekki þangað var farið að svipast um eftir henni. Um klukkan 17 var lýst yfir neyðarástandi eftir að leit hafði engu skilað. Klukkan 20:29 sama dag fann þyrla Landhelgisgæslunnar sjóflugvélina í fjallshlíð innarlega í Barkárdal, norður af Hörgárdal.Forsíða Vikudags.Var með brunasár um allan líkamann Arngrímur var fluttur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík með alvarlega áverka. Hann var síðar færður á lýtalækningadeild Landspítalans en í viðtalinu við Vikudag segist hann hafa verið með brunasár um allan líkamann og að tekið hafi verið af honum skinn á einum stað líkamans til að græða sár annars staðar á líkama hans. Í viðtalinu lýsir hann að þeir félagarnir haf vitað að þeir myndu brotlenda og að þessa reynsla hafi gjörbreytt lífi hans. Hann segist hafa haft mikla ástríðu fyrir listflugi fyrir slysið en nú geti hann ekki hugsað sér að snúa vélinni á hvolf.Bréf frá vinum hins látna ýtti honum aftur í flugið Hann segist hafa snúið aftur í flugið fljótlega eftir slysi og það sem fékk hann til að gera það var bréf sem honum barst frá vinum félaga hans sem lést. „Þeir voru allir sammála um að ég yrði að halda áfram að fljúga, því það væri það sem hann hefði viljað og einnig það sem ég hefði viljað ef hlutskipti okkar hefði verið öfugt farið.“ Nánar um málið í Vikudegi hér.Hér má sjá mynd þegar TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti flak vélarinnar í niður að Bug í Hörgárdal.Vísir/Völundur Jónsson
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Tengdar fréttir Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01 Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19 Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18 Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00 Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Sjá meira
Arngrímur útskrifaður af lýtalækningadeild Framundan er langt og strangt bataferli en Arngrímur er á hægum en góðum batavegi. 17. september 2015 14:01
Arngrímur komst sjálfur út úr vélinni Vélin var mikið brunnin þegar leitarmenn komu á vettvang. 10. ágúst 2015 14:19
Flugmaðurinn sem komst lífs af þaulreyndur Hinn látni var kanadískur en samkvæmt heimildum fréttastofu er sá sem komst lífs af Arngrímur Jóhannsson, fyrrverandi eigandi flugfélagsins Atlanta, og þaulreyndur flugmaður. 10. ágúst 2015 07:18
Flugvélin var á leið til Ameríku: Brotlenti í síðustu ferðinni Lágskýjað var og aðstæður slæmar þegar sjóflugvél var flogið af stað frá Akureyri um miðjan dag á sunnudag. Vélin var á leið til Keflavíkur þaðan sem átti að fljúga henni vestur um haf til nýs eiganda. 11. ágúst 2015 07:00
Ekkert neyðarkall barst frá flugvélinni Einn lést þegar flugvél með tveimur mönnum um borð hrapaði í gær. Vélin tók á loft frá Akureyri og var á leið til Keflavíkur. Rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglan á Norðurlandi eystra rannsaka tildrög slyssins. 10. ágúst 2015 07:00
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent