Samskiptaleysi olli því að vélin reyndist of þung Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. júní 2018 12:14 Þyrla Landhelgisgæslunnar á slysstað í Barkárdal árið 2015 Vísir/Völundur Jónsson Í gær fjallaði Vísir um nýútgefna skýrslu um flugslysið í Barkárdal árið 2015. Tveir flugmenn, Arngrímur Jóhannsson og hinn kanadíski Arthur Grant Wagstaff stýrðu vélinni. Ætlunin var að fljúga frá Íslandi til Bandaríkjanna með nokkrum stoppum. Í skýrslunni kemur fram að þegar vélin fór í loftið var hún 250 kílóum yfir leyfilega þyngd hennar. Þá var auka eldsneytistanki komið fyrir í farþegasæti um borð og skráður sem flutningsfarmur. „Niðurstaða nefndarinnar er að flugvélin hafi verið töluvert of hlaðin, það er eitt af meginþáttunum þess að slysið á sér stað. Ofhleðsla vélarinnar veldur talsverðri skerðingu á afkastagetu hennar,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa.Hver ber ábyrgð á ofhleðslu vélarinnar? „Það er ávallt þannig að sá flugmaður sem er skráður fyrir fluginu ber lokaábyrgð á því að vélin sé rétt hlaðin,“ segir Ragnar. Veðurskilyrði voru slæm og var tekin sú skyndiákvörðun að fljúga inn í þröngan Barkárdal. Erfitt reyndist að stýra vélinni vegna ofþyngdar og brotlenti hún um þremur korterum eftir flugtak. Eldur kom þá upp í vélinni. Reyndi þá Arthur að opna hægri hurð flugvélarinnar, sem reyndist föst. Ætlaði hann að opna farþegahurðina en í vegi fyrir henni var umræddur eldsneytistankur. Tókst honum því ekki að komast úr vélinni. Arngrímur kom hins vegar auga á sprungu í rúðu á hurðinni. Honum tókst að skalla rúðuna með höfðinu, þar til hún brotnaði vil illan leik. Honum tókst þá að skríða út vélinni. En rétt eftir að hann komst út urðu sprengingar í vélinni. „Samskipti milli flugmanna var ábótavant. Þeir ræða ekki sín á milli um framkvæmd. Þeir ræddu ekki sín á milli hve mikið eldsneyti var sett á vélina. Það er ein af ástæðum þess að vélin var svona ofhlaðin,“ segir Ragnar. Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að bjarga sér úr brennandi flaki flugvélar Flugmaður lítillar De Havilland Beaver flugvélar sem brotlenti í Barkárdal fyrir þremur árum, þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að komast lífs af úr flakinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur úrskurðað að vélin var ofhlaðin þegar slysið átti sér stað. 23. júní 2018 18:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Í gær fjallaði Vísir um nýútgefna skýrslu um flugslysið í Barkárdal árið 2015. Tveir flugmenn, Arngrímur Jóhannsson og hinn kanadíski Arthur Grant Wagstaff stýrðu vélinni. Ætlunin var að fljúga frá Íslandi til Bandaríkjanna með nokkrum stoppum. Í skýrslunni kemur fram að þegar vélin fór í loftið var hún 250 kílóum yfir leyfilega þyngd hennar. Þá var auka eldsneytistanki komið fyrir í farþegasæti um borð og skráður sem flutningsfarmur. „Niðurstaða nefndarinnar er að flugvélin hafi verið töluvert of hlaðin, það er eitt af meginþáttunum þess að slysið á sér stað. Ofhleðsla vélarinnar veldur talsverðri skerðingu á afkastagetu hennar,“ segir Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndar samgönguslysa.Hver ber ábyrgð á ofhleðslu vélarinnar? „Það er ávallt þannig að sá flugmaður sem er skráður fyrir fluginu ber lokaábyrgð á því að vélin sé rétt hlaðin,“ segir Ragnar. Veðurskilyrði voru slæm og var tekin sú skyndiákvörðun að fljúga inn í þröngan Barkárdal. Erfitt reyndist að stýra vélinni vegna ofþyngdar og brotlenti hún um þremur korterum eftir flugtak. Eldur kom þá upp í vélinni. Reyndi þá Arthur að opna hægri hurð flugvélarinnar, sem reyndist föst. Ætlaði hann að opna farþegahurðina en í vegi fyrir henni var umræddur eldsneytistankur. Tókst honum því ekki að komast úr vélinni. Arngrímur kom hins vegar auga á sprungu í rúðu á hurðinni. Honum tókst að skalla rúðuna með höfðinu, þar til hún brotnaði vil illan leik. Honum tókst þá að skríða út vélinni. En rétt eftir að hann komst út urðu sprengingar í vélinni. „Samskipti milli flugmanna var ábótavant. Þeir ræða ekki sín á milli um framkvæmd. Þeir ræddu ekki sín á milli hve mikið eldsneyti var sett á vélina. Það er ein af ástæðum þess að vélin var svona ofhlaðin,“ segir Ragnar.
Flugslys í Barkárdal Hörgársveit Samgöngur Tengdar fréttir Þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að bjarga sér úr brennandi flaki flugvélar Flugmaður lítillar De Havilland Beaver flugvélar sem brotlenti í Barkárdal fyrir þremur árum, þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að komast lífs af úr flakinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur úrskurðað að vélin var ofhlaðin þegar slysið átti sér stað. 23. júní 2018 18:15 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Sjá meira
Þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að bjarga sér úr brennandi flaki flugvélar Flugmaður lítillar De Havilland Beaver flugvélar sem brotlenti í Barkárdal fyrir þremur árum, þurfti að brjóta rúðu með höfðinu til að komast lífs af úr flakinu. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur úrskurðað að vélin var ofhlaðin þegar slysið átti sér stað. 23. júní 2018 18:15