Katrín: „Ég held að það séu bjartari tímar framundan“ Atli Ísleifsson skrifar 12. nóvember 2021 14:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skorar á þjóðina að mæta vel í þriðju bólusetninguna þar sem hún hafi mikla trú á því sem rannsóknir og gögn sýni. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það mikil vonbrigði að við séum komin í þá stöðu að þurfa að herða samkomutakmarkanir enn frekar vegna aukinnar útbreiðslu kórónuveirunnar í samfélaginu. Hún telur þó bjartari tíma vera framundan, sér í lagi nú þegar verið sé ráðast í frekari bólusetningar. „En eins og við höfum alltaf sagt í gegnum þennan faraldur þá er veiran ófyrirsjáanleg og það sem við erum búin að sjá hér á Íslandi, að þrátt fyrir að hafa staðið okkur alveg gríðarlega vel – bæði hvað varðar hvernig við höfum tekist á við veiruna, sem birtist auðvitað í fjölda andláta hér á landi sem er auðvitað gríðarlega lítill miðað við önnur lönd, og eins hátt bólusetningarhlutfall – þá metum við það sem svo að það sé mikilvægt að bregðast við.“ Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu þar sem heilbrigðisráðherra kynnti hertar samkomutakmarkanir. Höfum náð árangri Katrín lagði þó áherslu á að nú sé verið að boða fólk í örvunarbólusetningu. „Þær vísbendingar sem við höfum úr rannsóknum – sem er auðvitað fyrst og fremst frá þeim þjóðum sem standa fremst í þeim málum – þær sýna að við getum verið að ná töluvert miklum árangri í því, að vörnin sem bóluefnin veita verði varanlegri. Þar erum við að sjá að við erum að ná verulegum fjölda fyrir áramót, yfir 100 þúsund manns sem er boðið í þriðja skammt fyrir áramót sem vekur mér bjartsýni.“ Ferðamálaráðherra ræddi mannskap í heilbrigðiskerfinu, að við værum að ofnýta mannskap, að við værum enn að haga mannskap í heilbrigðiskerfinu eins og þegar faraldurinn var í upphafi. Nú væru hins vegar fleiri bólusettir. Þarf að skoða eitthvað hvernig viðbragðsmál eru í spítalakerfinu? „Ég tel nú að yfirvöld sóttvarnamála og spítalans séu stöðugt með sína ferla til endurskoðunar og við erum búin að sjá það í gegnum þennan faraldur. Við höfum verið að breyta hér ekki bara takmörkunum heldur til að mynda reglum um sóttkví og smitgát til þess að létta á fólki og taka tillit til bólusettrar þjóðar. Þannig að sjálfsögðu eigum við alltaf að hafa alla ferla til endurskoðunar. Það er ekkert annað í stöðunni.“ Bindur vonir við lyfjaþróun Katrín segist skora á þjóðina að mæta vel í þriðju bólusetninguna þar sem hún hafi mikla trú á því sem rannsóknir og gögnin sýni. „Eins bindur maður að sjálfsögðu vonir við þá framþróun sem við erum búin að sjá er varðar lyfjaþróun í þessum málum. Þannig að ég held að það séu bjartari tímar framundan, en ég horfi líka til þess að ef þessar ráðstafanir virka sem skyldi, þá getum við náð þessum smitfjölda niður í viðráðanlegt ástand,“ segir Katrín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 „Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ 12. nóvember 2021 13:51 Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
„En eins og við höfum alltaf sagt í gegnum þennan faraldur þá er veiran ófyrirsjáanleg og það sem við erum búin að sjá hér á Íslandi, að þrátt fyrir að hafa staðið okkur alveg gríðarlega vel – bæði hvað varðar hvernig við höfum tekist á við veiruna, sem birtist auðvitað í fjölda andláta hér á landi sem er auðvitað gríðarlega lítill miðað við önnur lönd, og eins hátt bólusetningarhlutfall – þá metum við það sem svo að það sé mikilvægt að bregðast við.“ Þetta sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í hádeginu þar sem heilbrigðisráðherra kynnti hertar samkomutakmarkanir. Höfum náð árangri Katrín lagði þó áherslu á að nú sé verið að boða fólk í örvunarbólusetningu. „Þær vísbendingar sem við höfum úr rannsóknum – sem er auðvitað fyrst og fremst frá þeim þjóðum sem standa fremst í þeim málum – þær sýna að við getum verið að ná töluvert miklum árangri í því, að vörnin sem bóluefnin veita verði varanlegri. Þar erum við að sjá að við erum að ná verulegum fjölda fyrir áramót, yfir 100 þúsund manns sem er boðið í þriðja skammt fyrir áramót sem vekur mér bjartsýni.“ Ferðamálaráðherra ræddi mannskap í heilbrigðiskerfinu, að við værum að ofnýta mannskap, að við værum enn að haga mannskap í heilbrigðiskerfinu eins og þegar faraldurinn var í upphafi. Nú væru hins vegar fleiri bólusettir. Þarf að skoða eitthvað hvernig viðbragðsmál eru í spítalakerfinu? „Ég tel nú að yfirvöld sóttvarnamála og spítalans séu stöðugt með sína ferla til endurskoðunar og við erum búin að sjá það í gegnum þennan faraldur. Við höfum verið að breyta hér ekki bara takmörkunum heldur til að mynda reglum um sóttkví og smitgát til þess að létta á fólki og taka tillit til bólusettrar þjóðar. Þannig að sjálfsögðu eigum við alltaf að hafa alla ferla til endurskoðunar. Það er ekkert annað í stöðunni.“ Bindur vonir við lyfjaþróun Katrín segist skora á þjóðina að mæta vel í þriðju bólusetninguna þar sem hún hafi mikla trú á því sem rannsóknir og gögnin sýni. „Eins bindur maður að sjálfsögðu vonir við þá framþróun sem við erum búin að sjá er varðar lyfjaþróun í þessum málum. Þannig að ég held að það séu bjartari tímar framundan, en ég horfi líka til þess að ef þessar ráðstafanir virka sem skyldi, þá getum við náð þessum smitfjölda niður í viðráðanlegt ástand,“ segir Katrín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 „Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ 12. nóvember 2021 13:51 Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Sjá meira
Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25
„Það er mat manna að það skipti máli að sýna samstöðu“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir það mat manna að nú skipti máli að sýna samstöðu þegar kemur að sóttvarnaaðgerðum. „Nú erum við að fara í þriðju bólusetningu og hún á að koma okkur út úr þessu svo við skulum bara sjá hvort það gangi ekki upp.“ 12. nóvember 2021 13:51
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56