Simmi Vill segir hið opinbera skaðabótaskylt Jakob Bjarnar skrifar 12. nóvember 2021 13:31 Simmi Vill skorar á að Bjarni láti nú til sín taka, að fyrra bragði, og reikni út hvað vert sé að greiða fyrirtækjum sem súpa þurfi seyðið af sóttvarnaraðgerðum mikið. Áður en til málsókna kemur. vísir/vilhelm Sigmar Vilhjálmsson veitingamaður og atvinnurekandi skorar á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að bæta fyrirtækjum skaðann sem sóttvarnarráðstafanir valda. „Sem atvinnurekandi þá er mér enn og aftur gert að bregðast við með engum fyrirvara. 50 manna takmarkanir taka gildi á miðnætti. Gildir í 3 vikur. Tekjufall blasir við og framundan er Desemberuppbót starfsmanna. Umfram útgjöld sem leggjast þungt á lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa verið að berjast í bökkum síðustu 20 mánuði,“ segir Sigmar, sem gegnir nafninu Simmi Vill, í Facebook-færslu. Þetta eru viðbrögð hans við nýjum aðgerðum í sóttvörnum sem kynntar voru nú í hádeginu. Simmi stóð meðal annarra nýverið fyrir stofnun nýju félagi atvinnurekenda – Atvinnufjelagið –sem einkum lætur sig varða hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þetta er klofningsfélag úr Samtökum atvinnulífsins (SA) en Simmi segir að í SA ráði stærri fyrirtæki alfarið för. Hann segir að efnahagsúrræðin sem nú eru í gildi séu frá því í mars 2020. Bráðum tveggja ára gömul. „Núna skora ég á Bjarna Benediktsson opinberlega að leggjast yfir það með sínu fólki hvernig hægt er að mæta að fyrrabragði og bæta þann skaða sem þessar ákvarðanir eru að valda fyrirtækjum í landinu eina ferðina enn,“ segir Simmi og „taggar“ fjármálaráðherra í færslu sinni. Hann fullyrðir að Bjarni hafi viðurkennt opinberlega að hið opinbera sé skaðabótaskylt að einhverju marki með þessum aðgerðum. Um það eigi því ekki að þurfa að deila. „En núna er ekki tíminn til að bíða eftir málsóknum, heldur að koma að fyrrabragði með lausnir,“ segir Simmi og hvetur til samstöðu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
„Sem atvinnurekandi þá er mér enn og aftur gert að bregðast við með engum fyrirvara. 50 manna takmarkanir taka gildi á miðnætti. Gildir í 3 vikur. Tekjufall blasir við og framundan er Desemberuppbót starfsmanna. Umfram útgjöld sem leggjast þungt á lítil og meðalstór fyrirtæki sem hafa verið að berjast í bökkum síðustu 20 mánuði,“ segir Sigmar, sem gegnir nafninu Simmi Vill, í Facebook-færslu. Þetta eru viðbrögð hans við nýjum aðgerðum í sóttvörnum sem kynntar voru nú í hádeginu. Simmi stóð meðal annarra nýverið fyrir stofnun nýju félagi atvinnurekenda – Atvinnufjelagið –sem einkum lætur sig varða hagsmuni lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þetta er klofningsfélag úr Samtökum atvinnulífsins (SA) en Simmi segir að í SA ráði stærri fyrirtæki alfarið för. Hann segir að efnahagsúrræðin sem nú eru í gildi séu frá því í mars 2020. Bráðum tveggja ára gömul. „Núna skora ég á Bjarna Benediktsson opinberlega að leggjast yfir það með sínu fólki hvernig hægt er að mæta að fyrrabragði og bæta þann skaða sem þessar ákvarðanir eru að valda fyrirtækjum í landinu eina ferðina enn,“ segir Simmi og „taggar“ fjármálaráðherra í færslu sinni. Hann fullyrðir að Bjarni hafi viðurkennt opinberlega að hið opinbera sé skaðabótaskylt að einhverju marki með þessum aðgerðum. Um það eigi því ekki að þurfa að deila. „En núna er ekki tíminn til að bíða eftir málsóknum, heldur að koma að fyrrabragði með lausnir,“ segir Simmi og hvetur til samstöðu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Veitingastaðir Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56 Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Fimmtíu manna samkomubann á miðnætti Hert verður á samkomutakmörkunum á miðnætti en þá mega fimmtíu manns koma saman en þó með svigrúmi fyrir 500 manna viðburði. Opnunartími veitinga- og skemmtistaða verður styttur um klukkustund og þeim gert að loka klukkan 22:00. 12. nóvember 2021 11:56
Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12. nóvember 2021 13:25