Sá fjögur fara í sjóinn og konu reka langt frá landi Lillý Valgerður Pétursdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. nóvember 2021 16:39 Eins og sjá má á myndinni voru öldurnar svakalegar við Reynisfjöru síðdegis og lentu fleiri en einn ferðamaður í sjónum. Leiðsögumaður telur hátt í tvö hundruð manns hafa verið í fjörunni þegar slysið varð. David Kelley Björgunarsveitir leita enn ungrar konu sem lenti í sjónum við Reynisfjöru í dag. Leiðsögumaður sem var í fjörunni þegar slysið varð segir aðstæður hafa verið slæmar og mikill öldugangur. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á svæðinu auk þess sem nærstaddur togari verður nýttur til að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Leiðsögumaðurinn David Kelley var orðinn hræddur stuttu áður en slysið varð þar sem fólk var að hætta sér of nærri sjónum en öldurnar voru kröftugar. Hann telur að hátt í tvö hundruð ferðamenn hafi verið í fjörunni þegar slysið varð. Sá fjögur fara í sjóinn David Kelley hefur búið og starfað á Íslandi í átján ár. Hann er leiðsögumaður og var með hóp ferðamanna í fjörunni þegar hann tók eftir því að nokkrir ferðamenn úr öðrum hópi voru að reyna að koma sér inn í helli á svæðinu. Stuttu síðar sá hann að fjórir ferðamannanna voru komnir í sjóinn. Þrír komust fljótt á þurrt land en öldurnar drógu þann fjórða út um eitt hundrað metra frá fjörunni. Frá aðstæðum í Reynisfjöru í dag.David Kelley „Ég hringdi í 112 um leið og ég sjá hvað gerðist,“ segir David sem hafði verið að taka myndir þegar slysið varð en kastaði strax frá sér myndavélinni til að hjálpa til við björgun. Hefur oft þurft að hrópa á ferðamenn „Aðstæður voru mjög slæmar og ég varð óttasleginn um leið og ég áttaði mig á hvað hafði gerst,“ segir David. Svona voru aðstæður í Reynisfjöru í gær. Hann hafði samband við Neyðarlínuna klukkan 14:51 en segir að strax hafi verið ljóst að fólkið í fjörunni gat ekki komið konunni til bjargar þar sem hún hafði borist það langt út. Björgunarsveitir nota meðal annars björgunarbát til að leita konunnar. David segir ferðamenn oft á tíðum ekki átta sig á hversu hættulegar aðstæður geti myndast í fjörunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang.Vísir/Vilhelm „Ég hef oft þurft að hrópa á ferðamenn til að fá þá til að passa sig þegar þeir hætta sér of nærri.“ Skilja ekki náttúruna Þannig hafi þeir sem þekki ekki fjöruna ekki skilning á þeim aðstæðum sem þar geta myndast. „Ferðmennirnir koma oft úr stórborgum og skilja ekki náttúruna og hvers hún er megnug.“ Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar mætta á vettvang til að aðstoða við leiðina. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nærstaddur togari verði nýttur til þess að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Uppfært klukkan 17:47 Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í tilkynningu að konan hafi fundist látin. Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins. Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira
Leiðsögumaðurinn David Kelley var orðinn hræddur stuttu áður en slysið varð þar sem fólk var að hætta sér of nærri sjónum en öldurnar voru kröftugar. Hann telur að hátt í tvö hundruð ferðamenn hafi verið í fjörunni þegar slysið varð. Sá fjögur fara í sjóinn David Kelley hefur búið og starfað á Íslandi í átján ár. Hann er leiðsögumaður og var með hóp ferðamanna í fjörunni þegar hann tók eftir því að nokkrir ferðamenn úr öðrum hópi voru að reyna að koma sér inn í helli á svæðinu. Stuttu síðar sá hann að fjórir ferðamannanna voru komnir í sjóinn. Þrír komust fljótt á þurrt land en öldurnar drógu þann fjórða út um eitt hundrað metra frá fjörunni. Frá aðstæðum í Reynisfjöru í dag.David Kelley „Ég hringdi í 112 um leið og ég sjá hvað gerðist,“ segir David sem hafði verið að taka myndir þegar slysið varð en kastaði strax frá sér myndavélinni til að hjálpa til við björgun. Hefur oft þurft að hrópa á ferðamenn „Aðstæður voru mjög slæmar og ég varð óttasleginn um leið og ég áttaði mig á hvað hafði gerst,“ segir David. Svona voru aðstæður í Reynisfjöru í gær. Hann hafði samband við Neyðarlínuna klukkan 14:51 en segir að strax hafi verið ljóst að fólkið í fjörunni gat ekki komið konunni til bjargar þar sem hún hafði borist það langt út. Björgunarsveitir nota meðal annars björgunarbát til að leita konunnar. David segir ferðamenn oft á tíðum ekki átta sig á hversu hættulegar aðstæður geti myndast í fjörunni. Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni á vettvang.Vísir/Vilhelm „Ég hef oft þurft að hrópa á ferðamenn til að fá þá til að passa sig þegar þeir hætta sér of nærri.“ Skilja ekki náttúruna Þannig hafi þeir sem þekki ekki fjöruna ekki skilning á þeim aðstæðum sem þar geta myndast. „Ferðmennirnir koma oft úr stórborgum og skilja ekki náttúruna og hvers hún er megnug.“ Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir þyrlu Landhelgisgæslunnar mætta á vettvang til að aðstoða við leiðina. Davíð Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að nærstaddur togari verði nýttur til þess að lýsa upp svæðið þegar fer að rökkva. Uppfært klukkan 17:47 Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því í tilkynningu að konan hafi fundist látin. Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.
Klukkan 14:50 barst neyðarlínu tilkynning um að erlendur ferðamaður hefði farið út með öldu í Reynisfjöru. Voru björgunaraðilar þegar sendir á vettvang. Björgunarsveitir í Rangárvallar- og Skaftafellssýslu hófu þegar leit að ferðamanninum, sem var ung kínversk kona. Einnig komu að leitinni bátasveitir frá Árnessýslu ásamt bát frá Vestmanneyjum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Nú fyrir stundu fann þyrla Landhelgisgæslunnar konuna látna í sjónum við Reynisfjöru. Rannsóknardeild Lögreglustjórans á Suðurlandi rannsakar nú tildrög slyssins.
Björgunarsveitir Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Fleiri fréttir Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Sjá meira
Leita manns sem lenti í sjónum í Reynisfjöru Mikill viðbúnaður er í Reynisfjöru þar sem björgunarsveitir leita nú manns sem lenti í sjónum fyrir stundu. 10. nóvember 2021 15:24