Samgöngur í brennidepli á COP26: „Það er ekki eftir neinu að bíða“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. nóvember 2021 12:18 Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir Ísland geta lært ýmislegt frá öðrum löndum. Samgöngur verða í brennidepli á COP26 ráðstefnunni í Glasgow í dag en Ísland er í öðru sæti þegar að kemur að orkuskiptum í samgöngum. Framkvæmdastýra Orku náttúrunnar segir Ísland geta miðlað þekkingu sinni á ýmsum sviðum en getur lært af öðrum löndum á öðrum sviðum. Á hverjum degi er ákveðið þema á ráðstefnunni en í dag er þemað samgöngur og meðal þess sem er til umræðu er rafbílavæðing landa. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir Ísland standa þar framarlega í flokki. „Við á Íslandi erum nokkuð framarlega þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum og við erum númer tvö í rafbílavæðingu á eftir Noregi,“ segir Berglind. Á Íslandi eru um 20 þúsund raftengjanlegir bílar, eða um 10 prósent, sem er mjög mikið samaborið við aðrar þjóðir en Berglind bendir á að á Bretlandi til að mynda er hlutfallið undir tveimur prósentum. Þá verður vetni einnig mikið til umræðu í dag. Orka náttúrunnar framleiðir grænt vetni en að sögn Berglindar eru þau komin styttra þar en með rafbílavæðinguna. „Það er mikið vetni framleitt í heiminum í dag en minnst af því er framleitt með endurnýjanlegri orku og það er vandamál,“ segir hún. „Ef við ætlum að nota vetni til að fara úr jarðefniseldsneyti þá verður vetnið að vera grænt, sem sagt framleitt með endurnýjanlegu rafmagni. Það kemur ekkert annað til greina því að annars er það ekki umhverfisvænt,“ segir Berglind. Aðrar samgöngur verða einnig til umræðu á ráðstefnunni, til að mynda skipaflutningar og flug, sem eru einnig komin styttra á veg hér á landi. Berglind segir þannig að Ísland geti lært ýmislegt. „Það er bara kominn svolítill samhljómur í það að það er ekki eftir neinu að bíða og það er bara þannig,“ segir Berglind. „Þó að við séum góð í mörgu þá getum við alltaf lært, ekki spurning. Það er mikið af fólki með gríðarlega reynslu og þekkingu hérna sem við getum lært heilmikið af, og líka miðlað því sem við höfum lært.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Samgöngur Skotland Tengdar fréttir Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Á hverjum degi er ákveðið þema á ráðstefnunni en í dag er þemað samgöngur og meðal þess sem er til umræðu er rafbílavæðing landa. Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Orku náttúrunnar, segir Ísland standa þar framarlega í flokki. „Við á Íslandi erum nokkuð framarlega þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum og við erum númer tvö í rafbílavæðingu á eftir Noregi,“ segir Berglind. Á Íslandi eru um 20 þúsund raftengjanlegir bílar, eða um 10 prósent, sem er mjög mikið samaborið við aðrar þjóðir en Berglind bendir á að á Bretlandi til að mynda er hlutfallið undir tveimur prósentum. Þá verður vetni einnig mikið til umræðu í dag. Orka náttúrunnar framleiðir grænt vetni en að sögn Berglindar eru þau komin styttra þar en með rafbílavæðinguna. „Það er mikið vetni framleitt í heiminum í dag en minnst af því er framleitt með endurnýjanlegri orku og það er vandamál,“ segir hún. „Ef við ætlum að nota vetni til að fara úr jarðefniseldsneyti þá verður vetnið að vera grænt, sem sagt framleitt með endurnýjanlegu rafmagni. Það kemur ekkert annað til greina því að annars er það ekki umhverfisvænt,“ segir Berglind. Aðrar samgöngur verða einnig til umræðu á ráðstefnunni, til að mynda skipaflutningar og flug, sem eru einnig komin styttra á veg hér á landi. Berglind segir þannig að Ísland geti lært ýmislegt. „Það er bara kominn svolítill samhljómur í það að það er ekki eftir neinu að bíða og það er bara þannig,“ segir Berglind. „Þó að við séum góð í mörgu þá getum við alltaf lært, ekki spurning. Það er mikið af fólki með gríðarlega reynslu og þekkingu hérna sem við getum lært heilmikið af, og líka miðlað því sem við höfum lært.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Samgöngur Skotland Tengdar fréttir Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Sjá meira
Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00
Áhrif loftslagsbreytinga leggjast af meiri þunga á konur og stúlkur Viðbragðsáætlanir vegna loftslagsbreytinga þurfa að taka tillit til þátta á borð við kyn, aldur, búsetu og skerðingu eigi þær að skila árangri. 10. nóvember 2021 10:05
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42