Nýi harðstjórinn af Nývangi: Reglur Xavi leka út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 08:30 Xavi Hernandez veifar þegar hann var kynntur sem nýr þjálfari Barcelona liðsins. AP/Joan Monfort Xavi Hernandez hefur snúið aftur til Barcelona og er tekinn við sem þjálfari liðsins á miklu ólgutímum. Hann var fljótur að setja sitt mark á liðið með því að setja harðar reglur fyrir leikmenn sína. Spænska blaðið AS hefur komist yfir þessar nýju reglur leikmanna og starfsmanna Barcelona. Það verður ekkert agaleysi eða önnur vitleysa leyfð í hans þjálfaratíð. Hinn 41 árs gamli Xavi átti sjálfur magnaðan feril hjá Barcelona og þekkir öll innviði félagsins mjög vel. Það þarf mikið til að koma liðinu aftur þangað sem það var á hans tíma en alls vann Xavi 25 titla með Barcelona þar af spænsku deildina átta sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Massive fines that DOUBLE for repeat offenders Private trips via airplane are no longer permitted Activity will be monitored, including social mediaIf you want to be part of the new era at Barcelona, there's a lot of new rules to follow! https://t.co/zcUDtLyu2b— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 Pep Guardiola og Luis Enrique náðu báðir frábærum árangri með Barcelona liðið en síðan hefur gengi liðsins legið niður á við. Það hefur síðan allt gengið á afturfótunum síðan að Lionel Messi fór. Það endað með að Ronald Koeman var rekinn. Xavi lítur augljóslega á sem svo að agamálin séu hluti vandans og að leikmenn þurfi að einbeita sér betur af því að standa sig vel á æfingum liðsins. Reglur Xavi eru sagðar vera tíu talsins og það kostar sitt að brjóta þær. Ef þú lærir ekki af reynslunni þá tvöfaldast sektin þín næst. Það er ljóst að með þessu minnkar frelsi leikmanna Barcelona talsvert. Það má sjá að þema þeirra er að koma vel fyrir alls staðar og þar á meðal á samfélagsmiðlum eins og sjá má í reglu níu. Reglurnar tíu eru hér fyrir neðan. Tíu reglur Xavi Hernandez hjá Barcelona 1. Leikmenn verða að mæta níutíu mínútum fyrir æfingu 2. Starfsmenn verða að mæta tveimur klukkutímum fyrir æfingu 3. Leikmenn verða að borða saman á æfingasvæðinu 4. Sektargreiðslur snúa aftur 5. Sektargreiðslur tvöfaldast séu brotin endurtekin 6. Leikmenn verða að vera komnir heim til síns á miðnætti tveimur dögum fyrir leik 7. Leikmenn verða að gefa allt sitt á æfingum 8. Það verður fylgst með því sem leikmenn gera utan vallar 9. Áhættusöm hegðun er ekki leyfð lengur 10. Góð ímynd er grundvallaratriði Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Sjá meira
Spænska blaðið AS hefur komist yfir þessar nýju reglur leikmanna og starfsmanna Barcelona. Það verður ekkert agaleysi eða önnur vitleysa leyfð í hans þjálfaratíð. Hinn 41 árs gamli Xavi átti sjálfur magnaðan feril hjá Barcelona og þekkir öll innviði félagsins mjög vel. Það þarf mikið til að koma liðinu aftur þangað sem það var á hans tíma en alls vann Xavi 25 titla með Barcelona þar af spænsku deildina átta sinnum og Meistaradeildina fjórum sinnum. Massive fines that DOUBLE for repeat offenders Private trips via airplane are no longer permitted Activity will be monitored, including social mediaIf you want to be part of the new era at Barcelona, there's a lot of new rules to follow! https://t.co/zcUDtLyu2b— SPORTbible (@sportbible) November 9, 2021 Pep Guardiola og Luis Enrique náðu báðir frábærum árangri með Barcelona liðið en síðan hefur gengi liðsins legið niður á við. Það hefur síðan allt gengið á afturfótunum síðan að Lionel Messi fór. Það endað með að Ronald Koeman var rekinn. Xavi lítur augljóslega á sem svo að agamálin séu hluti vandans og að leikmenn þurfi að einbeita sér betur af því að standa sig vel á æfingum liðsins. Reglur Xavi eru sagðar vera tíu talsins og það kostar sitt að brjóta þær. Ef þú lærir ekki af reynslunni þá tvöfaldast sektin þín næst. Það er ljóst að með þessu minnkar frelsi leikmanna Barcelona talsvert. Það má sjá að þema þeirra er að koma vel fyrir alls staðar og þar á meðal á samfélagsmiðlum eins og sjá má í reglu níu. Reglurnar tíu eru hér fyrir neðan. Tíu reglur Xavi Hernandez hjá Barcelona 1. Leikmenn verða að mæta níutíu mínútum fyrir æfingu 2. Starfsmenn verða að mæta tveimur klukkutímum fyrir æfingu 3. Leikmenn verða að borða saman á æfingasvæðinu 4. Sektargreiðslur snúa aftur 5. Sektargreiðslur tvöfaldast séu brotin endurtekin 6. Leikmenn verða að vera komnir heim til síns á miðnætti tveimur dögum fyrir leik 7. Leikmenn verða að gefa allt sitt á æfingum 8. Það verður fylgst með því sem leikmenn gera utan vallar 9. Áhættusöm hegðun er ekki leyfð lengur 10. Góð ímynd er grundvallaratriði
Tíu reglur Xavi Hernandez hjá Barcelona 1. Leikmenn verða að mæta níutíu mínútum fyrir æfingu 2. Starfsmenn verða að mæta tveimur klukkutímum fyrir æfingu 3. Leikmenn verða að borða saman á æfingasvæðinu 4. Sektargreiðslur snúa aftur 5. Sektargreiðslur tvöfaldast séu brotin endurtekin 6. Leikmenn verða að vera komnir heim til síns á miðnætti tveimur dögum fyrir leik 7. Leikmenn verða að gefa allt sitt á æfingum 8. Það verður fylgst með því sem leikmenn gera utan vallar 9. Áhættusöm hegðun er ekki leyfð lengur 10. Góð ímynd er grundvallaratriði
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Sjá meira