Lífið

CBS elti OMAM til Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Of Monsters and men að gera góða hluti vestanhafs. 
Of Monsters and men að gera góða hluti vestanhafs. 

Útsendari bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CBS heimsótti íslensku sveitina Of Monsters and Men hér á landi á dögunum og ræddi við meðlimi bandsins.

Viðtalið var sýnt í þættinum CBS Saturday Morning í Bandaríkjunum á laugardaginn.

Tökulið frá CBS kom til landsins og fylgdi sveitinni á æfingum en rætt var við þau Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur og Ragnar Þórhallsson.

Hér að neðan má sjá spjallið við þau.

Of Monsters and Men flutti einnig nokkur lög í Gamla Bíói sem sjá má hér að neðan.

OMAM flytur lagið Dirty Paws.

OMAM flytur lagið Phantom
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.