Fótbolti

Viðar Örn spilaði í markalausu jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Viðar Örn Kjartansson Valerenga

Viðar Örn Kjartansson leiddi sóknarlínu Valerenga þegar liðið heimsótti Lilleström í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ekkert mark var skorað í leiknum en Viðari var skipt af velli á 81.mínútu.

Valerenga er í sjöunda sæti deildarinnar með 38 stig eftir 26 leiki.

Viðar Örn hefur skorað fimm mörk í sautján leikjum á tímabilinu og er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu í undankeppni HM í komandi viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.