Þessi bylgja sú stærsta til þessa og neyðarástand að skapast Kjartan Kjartansson skrifar 5. nóvember 2021 15:16 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fyrsta upplýsingafundi sem haldinn hefur verið í um þrjá mánuði. Núverandi bylgja kórónuveirusmita er sú stærsta til þessa í faraldrinum, að sögn sóttvarnalæknis. Neyðarástand muni skapast á sjúkrahúsum haldi núverandi fjöldi daglegra smita áfram. Undanfarna tvo sólarhringa hafa 320 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni. Á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem boðað var til vegna hertra sóttvarnaaðgerða í dag sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að þeir smituðu væru um allt land en flestir á höfuðborgarsvæðinu. Komið hefðu upp hópsýkingar sem tengjast kareókístöðum og kórastarfi. Stöðuna á Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri sagði hann þunga. Haldi sami fjöldi smita áfram skapist neyðarástand þar innan skamms. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að smitrakning væri einnig þung vegna fjölda smitaðra og að það kæmi niður á þjónustinni. Vísa hafi þurft fólki frá farsóttarhúsum sem ætti að vera í sóttkví. Nú stefni í að fjöldi þeirra sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé meiri en heilbrigðiskerfið ræður við. Bæði Víðir og Þórólfur lögðu áherslu á samstöðu um sóttvarnaaðgerðir sem tilkynnt var um í dag. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir tækju gildi í næstu viku og grímuskylda strax á morgun. „Það er ekki í boði að hengja haus og vera fúll,“ sagði Víðir. Biðlaði Þórólfur til þeirra sem hafa talað niður sóttvarnaaðgerðir að slást í för með yfirvöldum að kveða niður bylgjuna í viðráðanlegan fjölda og forða alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum fyrir þjóðina. Vonar að örvunarskammtar nái að skapa hjarðónæmi Sagðist Þórólfur vonast til þess að átak í örvunarskömmtum af bóluefni gegn Covid-19 gæti skapað það hjarðónæmi sem núverandi bólusetning hafi ekki náð að gera. Hjarðónæmi geti komið okkur út úr núverandi ástandi og komið í veg fyrir útbreiðslu smita. Erlendar rannsóknir bendi til þess að örvunarskammtur sé áhrifaríkur í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi af delta-afbrigðinu umfram seinni skammt bóluefnis. Þátttaka í örvunarbólusetingunni hefði þó verið dræm til þessa og hvatti Þórólfur alla þá sem hafa fengið boðun til þess að mæta. Sömuleiðis þau ellefu prósent sem hafi fengið boðun í frumbólusetningu en ekki mætt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Undanfarna tvo sólarhringa hafa 320 manns greinst smitaðir af kórónuveirunni. Á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis sem boðað var til vegna hertra sóttvarnaaðgerða í dag sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, að þeir smituðu væru um allt land en flestir á höfuðborgarsvæðinu. Komið hefðu upp hópsýkingar sem tengjast kareókístöðum og kórastarfi. Stöðuna á Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri sagði hann þunga. Haldi sami fjöldi smita áfram skapist neyðarástand þar innan skamms. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að smitrakning væri einnig þung vegna fjölda smitaðra og að það kæmi niður á þjónustinni. Vísa hafi þurft fólki frá farsóttarhúsum sem ætti að vera í sóttkví. Nú stefni í að fjöldi þeirra sem þarf að leggjast inn á sjúkrahús vegna Covid-19 sé meiri en heilbrigðiskerfið ræður við. Bæði Víðir og Þórólfur lögðu áherslu á samstöðu um sóttvarnaaðgerðir sem tilkynnt var um í dag. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að fimm hundruð manna samkomutakmarkanir tækju gildi í næstu viku og grímuskylda strax á morgun. „Það er ekki í boði að hengja haus og vera fúll,“ sagði Víðir. Biðlaði Þórólfur til þeirra sem hafa talað niður sóttvarnaaðgerðir að slást í för með yfirvöldum að kveða niður bylgjuna í viðráðanlegan fjölda og forða alvarlegum heilsufarslegum afleiðingum fyrir þjóðina. Vonar að örvunarskammtar nái að skapa hjarðónæmi Sagðist Þórólfur vonast til þess að átak í örvunarskömmtum af bóluefni gegn Covid-19 gæti skapað það hjarðónæmi sem núverandi bólusetning hafi ekki náð að gera. Hjarðónæmi geti komið okkur út úr núverandi ástandi og komið í veg fyrir útbreiðslu smita. Erlendar rannsóknir bendi til þess að örvunarskammtur sé áhrifaríkur í að koma í veg fyrir smit og alvarleg veikindi af delta-afbrigðinu umfram seinni skammt bóluefnis. Þátttaka í örvunarbólusetingunni hefði þó verið dræm til þessa og hvatti Þórólfur alla þá sem hafa fengið boðun til þess að mæta. Sömuleiðis þau ellefu prósent sem hafi fengið boðun í frumbólusetningu en ekki mætt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira