Innlent

160 þúsund verða boðaðir í örvunarbólusetningu fyrir áramót

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
160 þúsund verða boðaðir í örvunarbólusetningu fyrir áramót.
160 þúsund verða boðaðir í örvunarbólusetningu fyrir áramót. Vísir/Vilhelm

Um 160 þúsund manns um land allt verða boðaðir í örvunarbólusetningu fyrir áramót. Góð reynsla hefur hlotist í Ísrael með almennri þátttöku í örvunarbólusetningum. 

Þetta segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur boðað örvunarbólusetningar í vikunni. Örvunarbólusetningar á höfuðborgarsvæðinu fara fram á tímabilinu 15. nóvember til 8. desember á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum. 

Örvunarskammtarnir eru ætlaðir þeim sem þegar eru bólusettir og fengu annan skammt efnisins fyrir að minnsta kosti fimm mánðum. Fólk fær boðið með strikamerki sem sent verður í SMS-skilaboðum. 

Fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að bólusetningar við Covid-19 hafi skilað miklum árangri hér á landi. Framkvæmd bólusetninga hafi gengið hratt og vel og almenn þátttaka hafi verið með því mesta sem þekkist í heiminum. 

Bólusetningin geri það meðal annars að verkum að einstaklingar sem komist í návígi við smitaða séu 50 prósent ólíklegri til að smitast hafi þeir fengið fulla grunnbólusetningu en þeir sem eru óbólusettir. Þá séu líkur á alvarlegum veikindum hjá bólusettum fimmfalt lægri en hjá óbólusettum. 


Tengdar fréttir

Sextán ára og eldri fái örvunarskammt

Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, mælir með því að allir sextán ára og eldri fái þriðja skammt bóluefnis. Veita eigi þann skammt sex mánuðum frá grunnbólusetningu gegn Covid-19.

Fimm hundruð manna samkomubann og grímuskylda

Fimm hundruð manna fjöldatakmörkun tekur gildi næsta miðvikudag. Þá verður grímuskylda tekin upp á morgun þar sem ekki er hægt að virða eins metra nálægðarreglu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.