Innlent

Ríkisstjórnin fundar fyrir hádegi og ræðir tillögur Þórólfs

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun leggja tillögur Þórólfs fyrir ríkisstjórnina.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun leggja tillögur Þórólfs fyrir ríkisstjórnina. Vísir/Vilhelm

Ríkisstjórnin hittist á fundi nú fyrir hádegið þar sem farið verður yfir nýjustu tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í samtali við Morgunblaðið að Þórólfur hafi skilað sér minnisblaði í gær. Hún vill ekki fara nákvæmlega út í hvað felst í þessum tillögum Þórólfs en segir þó að um sé að ræða tillögur að hertum samkomutakmörkunum. 

Svandís segir vel þekkt til hvaða aðgerða sé hægt að grípa þegar faraldurinn sé í vexti eins og nú um stundir. 

Fjöldi smitaðra innanlands í fyrradag var sá þriðji hæsti á einum degi frá upphafi faraldursins og aldrei hafa fleiri greinst smitaðir utan sóttkvíar á einum degi. 

Þá hefur þegar verið gripið til víðtækra aðgerða í Suðurnesjabæ og á Akranesi þar sem nokkur fjöldi smitaðra hefur greinst síðustu daga. Til að mynda eru skólar og fleiri stofnanir í bæjunum lokaðar í dag.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.