Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö.
Sindri Sindrason les kvöldfréttir klukkan hálf sjö. Vísir/Vilhelm

Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg og hafa möguleg áhrif á störf þeirra og vinnumarkaðinn í heild. Fjallað verður nánar um vendingar innan Eflingar í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Til stendur að bjóða öllum landsmönnum upp á örvunarskammt á næstunni. Við ræðum málið við framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í beinni útsendingu.

Gerendur þurfa að sýna iðrun til að hljóta samþykki á ný, segir aðjúnkt við Háskóla Íslands. Afar skiptar skoðanir hafa verið um viðtal við leikarann Þórir Sæmundsson en stjórnarkona í Öfgum telur að sjónarmið þolenda þurfi að koma skýrt fram við slíkar aðstæður. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Einnig kynnum við okkur áherslur leiðtoga norrænnu ríkjanna á þingi Norðurlandaráðs sem fer nú fram í Danmörku og förum yfir mál ástralskrar stúlku sem fannst í dag á lífi eftir að hafa verið týnd í tæpar þrjár vikur.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×