Lýsir hrottalegu ofbeldi og umsáturseinelti á Akureyri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2021 16:18 Helena með dóttur sinni á góðri stund. Aðsend Helena Dögg Hilmarsdóttir móðir á Akureyri lýsir heimilisofbeldi og í framhaldi umsáturseinelti sem hún hafi orðið fyrir undanfarin ár. Hún lýsir lífsreynslunni sem ógeðslegri og ber starfsfólkinu í Bjarmahlíð á Akureyri afar vel söguna sem hafi reynst henni afar vel á erfiðum tímum. Helena Dögg deildi myndbandi á Twitter í dag sem vakið hefur mikla athygli. Þar segist hún verulega triggeruð yfir ofbeldisumræðu undanfarnar vikur. Hún hafi ákveðið að opna sig um málið enda óski hún ekki sínum versta óvini að verða fyrir ofbeldi á borð við það sem hún hafi þurft að sæta. Rætin skilaboð Helena deilir myndum af sér blóðugri í framan og sömuleiðis af skemmdaverkum sem unnin hafa verið á bíl hennar. Bæði hafi rúður verið brotnar og etanól sett á bensíntankinn. Skemmdir hafi verið unnar á bíl móður hennar sömuleiðis. Þá má sjá skilaboðasendingar með skilaboðum á borð við „af hverju drepurðu þig ekki bara“ og „ég vona að þú deyir sem fyrst“. Hún segist óska þess að hún hefði komið sér úr sambandinu fyrir löngu því þá þyrfti hún ekki að standa í þessu í dag. Að taka stóran séns Helena segir í samtali við Vísi að það hafi verið mjög stórt skref að opna sig um heimilisofbeldið á samfélagsmiðlum. Hún sé enn að glíma við vandann og sé því að taka stóran séns. Vonandi hjálpar sagan mín einhverjum öðrum í sömu stöðu💕 pic.twitter.com/SHCni0NSO8— Helena Hilmars (@helenadogg99) November 2, 2021 „Við vorum saman í þrjú ár og þá var þetta stöðuga heimilisofbeldi. Eftir að ég komst út úr því þá er það umsáturseinelti, símhringingar, verið að eyðileggja bíla og svo framvegis,“ segir Helena. Hún segir karlmanninn hafa ráðist síðast á sig í febrúar í fyrra, í síðasta sinn. Þá hafi nágranni komið til aðstoðar og kallað eftir lögreglu. „Hann var á skilorði og fór í fangelsi í einn og hálfan mánuð. Þegar hann kemur út þá byrjar þetta áreiti.“ Vör um sig á ferð um Akureyri Hún segist hafa sótt um nálgunarbann gegn honum en það gangi ekki vel. Þannig eigi hún fjölmörg myndbönd af viðkomandi aka fram hjá þar sem hún búi. Bílnúmerið sjáist hins vegar ekki á myndböndunum og því lítið hægt að gera. „Þetta er ógeðsleg lífsreynsla. Þessi stöðugi ótti, að þurfa að þræða bílaplan áður en maður fer inn á Glerártorg eða Bónus. Maður þarf alltaf að vera var um sig. Þegar maður mætir honum svo í ræktinni, þá fær maður kvíðakast á staðnum.“ Ég lenti í því að öll föt mín og skór voru tekin og dreift yfir allan bæinn, 66°N og Nike úlpa, Nike skór og öll fötin min. Móðir einstaklingsins lagði inn á mig 50 þúsund krónur og sagði mér að kaupa mér eitthvað nýtt í staðinn. Meðvirkni er ógeðsleg. Helena er móðir og segist finna baráttuþrekið í gegnum litlu stelpuna. „Maður er númer eitt, tvö og þrjú að standa í lappirnar hennar vegna.“ Ofbeldismálið frá því í febrúar 2020 er enn til rannsóknar hjá lögreglu nú tæpum tveimur árum síðar. Vonast til að hjálpa öðrum í sömu stöðu Helena segist fyrst hafa tjáð sig opinberlega um ofbeldið á Instagram. Þar hafi hún verið með lokaðan aðgang og viljað halda hlutunum fyrir sig og þá sem hún treysti. Hún hafi hins vegar áttað sig á því að viðkomandi einstaklingur hafi verið inni á samfélagsmiðlum hennar, í það minnsta alltaf vitað hvað væri að frétta úr hennar lífi. „Ég velti fyrir mér hvort fólk væri að senda honum allt um mig. Svo ég tók marga út og hef ekki viljað hleypa fólki inn.“ Nú sé staðan sú að hún telji fólk einfaldlega þurfa að sjá þetta. Sérstaklega í litlum bæ eins og Akureyri. „Ég vildi koma mínum málum á hreint og vonandi hjálpar það einhverjum í sömu stöðu.“ Upplifunin sé ógeðsleg og geri henni afar erfitt fyrir að treysta karlmönnum. Áhrifin séu auk þess ekki aðeins gegn henni heldur dótturinni og í raun allri fjölskyldunni. Þakklát Bjarmahlíð Helena segist hafa þurft að þola heimilisofbeldi í þrjú ár. Hún hafi verið föst í einhverju sem hún hafi ekki skilið. Heimsókn í Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hafi breytt miklu. „Þegar ég fór í Bjarmahlíð opnaði það annað sjónarhorn á þessu,“ segir Helena. Hún hefði lengi talið ofbeldið tengjast fíkniefnavanda viðkomandi sem hefði sömuleiðis beitt föður sinn og systur ofbeldi í reiðiköstum. Hún telur engar líkur á því að hún hefði sjálf leitað til Bjarmahlíðar. Önnur manneskja hafi pantað fyrir hana tíma og sett í hennar hendur að mæta. „Ég hugsaði að það sakaði ekki að prufa,“ segir Helena. Heimsóknin hafi breytt öllu. Henni hafi verið boðin sálfræðiaðstoð og viðtal við félagsfræðing. Þá hafi hún fengið réttargæslumann og tengsl við barnavernd og lögreglu. „Guðrún Blöndal sem vann í Bjarmahlíð er örugglega besta manneskja sem ég hef kynnst á ævinni. Hún stimplaði inn í hausinn á mér hvað þetta er rangt. Hún er með bein í nefinu og veit hvað hún er að segja.“ Mikilvægt að koma sér út sem fyrst Helena óttast að það sé alltof mikið um að fólk átti sig ekki á því þegar það er í ofbeldissamböndum. Fólk velti fyrir sér að báðum aðilum sé um að kenna í samböndum. „Það er aldrei eðlilegt að vera sagt að drepa sig. Eða setja skilyrði, þú mátt ekki fara út nema hitt og þetta. Og að vera lamin hér og þar. Eða að draslinu þínu sé dreift út um bæinn. Þetta er engum bjóðandi.“ Um Bjarmahlíð Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það að markmiði að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar. Bjarmahlíð leggur áherslu á þverfaglega samvinnu mismunandi stofnanna og samtaka sem koma að vinnu á staðnum. Brotaþola er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi, á þeirra forsendum og einstaklingum að kostnaðarlausu. Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf verður i boði svo og tenging við aðra þjónustu sem er til staðar, þ.m.t velferðarþjónustu sveitafélaganna og heilsugæslu. Markmiðið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Bjarmahlíð býður upp á fyrirlestra og námskeið um birtingarmyndir ofbeldis og afleiðingar þess. Hún segist ekki geta ímyndað sé hvernig sé að vera fullorðinn einstaklingur og hafa búið við svona í mörg ár. „Ég er bara 22 ára,“ segir Helena en hún hafi þó þurft að þola slíka lífsreynslu. „Það er ógeðslega mikilvægt að koma sér út úr þessu eins hratt og mögulegt er.“ Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Helena Dögg deildi myndbandi á Twitter í dag sem vakið hefur mikla athygli. Þar segist hún verulega triggeruð yfir ofbeldisumræðu undanfarnar vikur. Hún hafi ákveðið að opna sig um málið enda óski hún ekki sínum versta óvini að verða fyrir ofbeldi á borð við það sem hún hafi þurft að sæta. Rætin skilaboð Helena deilir myndum af sér blóðugri í framan og sömuleiðis af skemmdaverkum sem unnin hafa verið á bíl hennar. Bæði hafi rúður verið brotnar og etanól sett á bensíntankinn. Skemmdir hafi verið unnar á bíl móður hennar sömuleiðis. Þá má sjá skilaboðasendingar með skilaboðum á borð við „af hverju drepurðu þig ekki bara“ og „ég vona að þú deyir sem fyrst“. Hún segist óska þess að hún hefði komið sér úr sambandinu fyrir löngu því þá þyrfti hún ekki að standa í þessu í dag. Að taka stóran séns Helena segir í samtali við Vísi að það hafi verið mjög stórt skref að opna sig um heimilisofbeldið á samfélagsmiðlum. Hún sé enn að glíma við vandann og sé því að taka stóran séns. Vonandi hjálpar sagan mín einhverjum öðrum í sömu stöðu💕 pic.twitter.com/SHCni0NSO8— Helena Hilmars (@helenadogg99) November 2, 2021 „Við vorum saman í þrjú ár og þá var þetta stöðuga heimilisofbeldi. Eftir að ég komst út úr því þá er það umsáturseinelti, símhringingar, verið að eyðileggja bíla og svo framvegis,“ segir Helena. Hún segir karlmanninn hafa ráðist síðast á sig í febrúar í fyrra, í síðasta sinn. Þá hafi nágranni komið til aðstoðar og kallað eftir lögreglu. „Hann var á skilorði og fór í fangelsi í einn og hálfan mánuð. Þegar hann kemur út þá byrjar þetta áreiti.“ Vör um sig á ferð um Akureyri Hún segist hafa sótt um nálgunarbann gegn honum en það gangi ekki vel. Þannig eigi hún fjölmörg myndbönd af viðkomandi aka fram hjá þar sem hún búi. Bílnúmerið sjáist hins vegar ekki á myndböndunum og því lítið hægt að gera. „Þetta er ógeðsleg lífsreynsla. Þessi stöðugi ótti, að þurfa að þræða bílaplan áður en maður fer inn á Glerártorg eða Bónus. Maður þarf alltaf að vera var um sig. Þegar maður mætir honum svo í ræktinni, þá fær maður kvíðakast á staðnum.“ Ég lenti í því að öll föt mín og skór voru tekin og dreift yfir allan bæinn, 66°N og Nike úlpa, Nike skór og öll fötin min. Móðir einstaklingsins lagði inn á mig 50 þúsund krónur og sagði mér að kaupa mér eitthvað nýtt í staðinn. Meðvirkni er ógeðsleg. Helena er móðir og segist finna baráttuþrekið í gegnum litlu stelpuna. „Maður er númer eitt, tvö og þrjú að standa í lappirnar hennar vegna.“ Ofbeldismálið frá því í febrúar 2020 er enn til rannsóknar hjá lögreglu nú tæpum tveimur árum síðar. Vonast til að hjálpa öðrum í sömu stöðu Helena segist fyrst hafa tjáð sig opinberlega um ofbeldið á Instagram. Þar hafi hún verið með lokaðan aðgang og viljað halda hlutunum fyrir sig og þá sem hún treysti. Hún hafi hins vegar áttað sig á því að viðkomandi einstaklingur hafi verið inni á samfélagsmiðlum hennar, í það minnsta alltaf vitað hvað væri að frétta úr hennar lífi. „Ég velti fyrir mér hvort fólk væri að senda honum allt um mig. Svo ég tók marga út og hef ekki viljað hleypa fólki inn.“ Nú sé staðan sú að hún telji fólk einfaldlega þurfa að sjá þetta. Sérstaklega í litlum bæ eins og Akureyri. „Ég vildi koma mínum málum á hreint og vonandi hjálpar það einhverjum í sömu stöðu.“ Upplifunin sé ógeðsleg og geri henni afar erfitt fyrir að treysta karlmönnum. Áhrifin séu auk þess ekki aðeins gegn henni heldur dótturinni og í raun allri fjölskyldunni. Þakklát Bjarmahlíð Helena segist hafa þurft að þola heimilisofbeldi í þrjú ár. Hún hafi verið föst í einhverju sem hún hafi ekki skilið. Heimsókn í Bjarmahlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, hafi breytt miklu. „Þegar ég fór í Bjarmahlíð opnaði það annað sjónarhorn á þessu,“ segir Helena. Hún hefði lengi talið ofbeldið tengjast fíkniefnavanda viðkomandi sem hefði sömuleiðis beitt föður sinn og systur ofbeldi í reiðiköstum. Hún telur engar líkur á því að hún hefði sjálf leitað til Bjarmahlíðar. Önnur manneskja hafi pantað fyrir hana tíma og sett í hennar hendur að mæta. „Ég hugsaði að það sakaði ekki að prufa,“ segir Helena. Heimsóknin hafi breytt öllu. Henni hafi verið boðin sálfræðiaðstoð og viðtal við félagsfræðing. Þá hafi hún fengið réttargæslumann og tengsl við barnavernd og lögreglu. „Guðrún Blöndal sem vann í Bjarmahlíð er örugglega besta manneskja sem ég hef kynnst á ævinni. Hún stimplaði inn í hausinn á mér hvað þetta er rangt. Hún er með bein í nefinu og veit hvað hún er að segja.“ Mikilvægt að koma sér út sem fyrst Helena óttast að það sé alltof mikið um að fólk átti sig ekki á því þegar það er í ofbeldissamböndum. Fólk velti fyrir sér að báðum aðilum sé um að kenna í samböndum. „Það er aldrei eðlilegt að vera sagt að drepa sig. Eða setja skilyrði, þú mátt ekki fara út nema hitt og þetta. Og að vera lamin hér og þar. Eða að draslinu þínu sé dreift út um bæinn. Þetta er engum bjóðandi.“ Um Bjarmahlíð Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það að markmiði að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar. Bjarmahlíð leggur áherslu á þverfaglega samvinnu mismunandi stofnanna og samtaka sem koma að vinnu á staðnum. Brotaþola er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi, á þeirra forsendum og einstaklingum að kostnaðarlausu. Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf verður i boði svo og tenging við aðra þjónustu sem er til staðar, þ.m.t velferðarþjónustu sveitafélaganna og heilsugæslu. Markmiðið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Bjarmahlíð býður upp á fyrirlestra og námskeið um birtingarmyndir ofbeldis og afleiðingar þess. Hún segist ekki geta ímyndað sé hvernig sé að vera fullorðinn einstaklingur og hafa búið við svona í mörg ár. „Ég er bara 22 ára,“ segir Helena en hún hafi þó þurft að þola slíka lífsreynslu. „Það er ógeðslega mikilvægt að koma sér út úr þessu eins hratt og mögulegt er.“
Um Bjarmahlíð Bjarmahlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og býður upp á ráðgjöf og upplýsingar fyrir fólk sem hefur verið beitt ofbeldi. Hjá Bjarmahlíð er unnið með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum. Öll þjónusta og ráðgjöf er undir sama þaki með það að markmiði að auðvelda þolendum að leita sér aðstoðar. Bjarmahlíð leggur áherslu á þverfaglega samvinnu mismunandi stofnanna og samtaka sem koma að vinnu á staðnum. Brotaþola er mætt í hlýlegu og öruggu umhverfi, á þeirra forsendum og einstaklingum að kostnaðarlausu. Einstaklingsviðtöl og ráðgjöf verður i boði svo og tenging við aðra þjónustu sem er til staðar, þ.m.t velferðarþjónustu sveitafélaganna og heilsugæslu. Markmiðið Bjarmahlíðar er að efla fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, ásamt því gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Bjarmahlíð býður upp á fyrirlestra og námskeið um birtingarmyndir ofbeldis og afleiðingar þess.
Akureyri Heimilisofbeldi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira