Skellti upp úr og segir Guðmund eiga að skammast sín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2021 11:44 Sólveig Anna Jónsdóttir hefur ekki veitt fjölmiðlum nein viðtöl eftir að hún sagði af sér sem formaður Eflingar á sunnudagskvöld. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á sunnudagskvöld, segist hafa hlegið þegar hún heyrði kröfu Guðmundar Baldurssonar þess efnis að Agnieszka Ewa Ziólkowska segði af sér sem varaformaður stéttarfélagsins. Sú krafa sé fyndin þegar verk Agnieszku og Guðmundar fyrir Eflingu séu borin saman. Guðmundur gerði þá kröfu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Agnieszka segði af sér og ítrekað hana svo í viðtali við Kastljós um kvöldið. Viðtalið við Guðmund má sjá að neðan. „Mér var vissulega ekki hlátur í hug en ég gat þó ekki annað en hlegið agnarsmáum hlátri þegar Guðmundur lét þessi orð falla. Ég hugsaði um „afrekalista“ hans í störfum fyrir félagið og fólkið sem tilheyrir því, og svo hvað Agnieszka hefur gert og þessvegna hló ég í örskamma stund. Fáránleiki þess að þessi maður væri að krefjast þess að hún léti sig hverfa var svo yfirgengilegur. En auðvitað fyrst og síðast svo óbærilega ógeðslegur,“ segir Sólveig í færslu á Facebook. Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Sólveig Anna hefur ekki veitt fjölmiðlum nein viðtöl undanfarna daga heldur látið sér duga að tjá sig á samfélagsmiðlinum. Hún segir Agnieszku hafa verið valda af félögum sínum til að gegna stöðu varaformanns. „Það hefur hún með sóma. Áður var hún trúnaðarmaður árum saman og barðist gegn launaþjófnaði og óboðlegum aðstæðum, svo sem engri salernisaðstöðu. Hún er fyrsta konan af pólskum uppruna sem gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslenskri verkalýðshreyfingu. Hún er fyrsti raunverulegi fulltrúi aðflutts verkafólks í verkalýðs-baráttunni. Hún þekkir allt það svívirðilega rugl sem viðgengst gagnvart aðfluttu verkafólki á eigin skinni. Allt. Hún hefur, ásamt mér og þeim í stjórn sem raunverulega hafa viljað bæta hag alls vinnuaflsins, ekki bara hag þeirra sem líta út og tala eins og þeir sjálfir, leitt stórkostlega umbóta vinnu innan félagsins þegar kemur að því að tryggja að okkar aðfluttu félagar eigi rétt á nákvæmlega sömu þjónustu og þau okkar sem fædd eru hér.“ Sólveig minnir á að um helmingur félagsfólks Eflingar sé aðflutt fólk. „Í fyrsta skipti er í ábyrgðarhlutverki manneskja sem tilheyrir þeim hópi, manneskja sem berst fyrir þennan hóp af öllu hjarta, alla leið. Og svo dirfist einhver maður að segja henni að láta sig hverfa. Ég myndi leggja til að hann skammaðist sín en ég veit af mikilli reynslu að það kann ekki.“ Agnieszka sagði í samtali við fréttastofu að ekki kæmi til greina að segja af sér. Ekki sé þó ljóst enn hvort hún taki við sem formaður. Boða þurfi til stjórnarfundar og skoða þau mál. Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira
Guðmundur gerði þá kröfu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að Agnieszka segði af sér og ítrekað hana svo í viðtali við Kastljós um kvöldið. Viðtalið við Guðmund má sjá að neðan. „Mér var vissulega ekki hlátur í hug en ég gat þó ekki annað en hlegið agnarsmáum hlátri þegar Guðmundur lét þessi orð falla. Ég hugsaði um „afrekalista“ hans í störfum fyrir félagið og fólkið sem tilheyrir því, og svo hvað Agnieszka hefur gert og þessvegna hló ég í örskamma stund. Fáránleiki þess að þessi maður væri að krefjast þess að hún léti sig hverfa var svo yfirgengilegur. En auðvitað fyrst og síðast svo óbærilega ógeðslegur,“ segir Sólveig í færslu á Facebook. Agnieszka Ewa Ziólkowska, varaformaður Eflingar. Sólveig Anna hefur ekki veitt fjölmiðlum nein viðtöl undanfarna daga heldur látið sér duga að tjá sig á samfélagsmiðlinum. Hún segir Agnieszku hafa verið valda af félögum sínum til að gegna stöðu varaformanns. „Það hefur hún með sóma. Áður var hún trúnaðarmaður árum saman og barðist gegn launaþjófnaði og óboðlegum aðstæðum, svo sem engri salernisaðstöðu. Hún er fyrsta konan af pólskum uppruna sem gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslenskri verkalýðshreyfingu. Hún er fyrsti raunverulegi fulltrúi aðflutts verkafólks í verkalýðs-baráttunni. Hún þekkir allt það svívirðilega rugl sem viðgengst gagnvart aðfluttu verkafólki á eigin skinni. Allt. Hún hefur, ásamt mér og þeim í stjórn sem raunverulega hafa viljað bæta hag alls vinnuaflsins, ekki bara hag þeirra sem líta út og tala eins og þeir sjálfir, leitt stórkostlega umbóta vinnu innan félagsins þegar kemur að því að tryggja að okkar aðfluttu félagar eigi rétt á nákvæmlega sömu þjónustu og þau okkar sem fædd eru hér.“ Sólveig minnir á að um helmingur félagsfólks Eflingar sé aðflutt fólk. „Í fyrsta skipti er í ábyrgðarhlutverki manneskja sem tilheyrir þeim hópi, manneskja sem berst fyrir þennan hóp af öllu hjarta, alla leið. Og svo dirfist einhver maður að segja henni að láta sig hverfa. Ég myndi leggja til að hann skammaðist sín en ég veit af mikilli reynslu að það kann ekki.“ Agnieszka sagði í samtali við fréttastofu að ekki kæmi til greina að segja af sér. Ekki sé þó ljóst enn hvort hún taki við sem formaður. Boða þurfi til stjórnarfundar og skoða þau mál.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira