Fjölskylda Emils komin til Noregs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2021 10:58 Emil Pálsson í leik með FH gegn SJK Seinajoki í Evrópudeildinni. epa/KIMMO BRANDT Fjölskylda fótboltamannsins Emils Pálssonar er komin til Noregs. Hann fór í hjartastopp í leik Sogndal og Stjørdals/Blink í norsku B-deildinni í gær en var endurlífgaður á staðnum og fluttur með sjúkraþyrlu á háskólasjúkrahúsið í Haukeland í Björgvin. Fjölskylda Emils er komin til Oslóar og bíður eftir flugi til Björgvins. Bróðir Emils, Stefán, staðfesti þetta við Vísi í morgun. Fjölskyldan, eins og aðrir, bíða nú frekari fregna af Emil. Í samtali við Verdens Gang sagði Geir Inge Heggestad, upplýsingafulltrúi Sogndal, að leikmenn og starfsfólk félagsins hafi komið saman í morgun. „Við höfum ekki enn fengið nýjar upplýsingar um líðan Emils, aðrar en þær að hann var með meðvitund þegar honum var flogið frá Sogndal til Haukeland í gærkvöldi. Við verðum að vera þolinmóð og bíða fregna. Þær koma í dag en við vitum ekki hvenær,“ sagði Heggestad. Hann stóð í leikmannagöngunum og horfði á þegar Emil hné niður. Fyrst gerði hann sér ekki grein fyrir því hvað hafði gerst en að staðan væri alvarleg. „Sumir héldu að hann væri að halda um nefið, eins og hann hefði fengið olnbogaskot eða eitthvað slíkt en ég sá fljótt að þetta var alvarlegra en það,“ sagði Heggestad. Í frétt VG kemur fram að aðeins sjö sekúndur hafi liðið frá því dómari leiksins óskaði eftir aðstoð og þar til læknir Sogndal, Anders Rosø, kom Emil til aðstoðar. „Þetta var mjög faglega unnið að mínu mati. Við höfum líka fengið góð viðbrögð við því hvernig brugðist var við,“ sagði Heggestad. Fyrir tíu árum hné leikmaður Brann, Carl-Erik Torp, niður á sama velli. Heggestad segir að Sogndal búi að reynslunni frá því það gerðist og hún hafi komið í góðar þarfir í gær. Norski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Fjölskylda Emils er komin til Oslóar og bíður eftir flugi til Björgvins. Bróðir Emils, Stefán, staðfesti þetta við Vísi í morgun. Fjölskyldan, eins og aðrir, bíða nú frekari fregna af Emil. Í samtali við Verdens Gang sagði Geir Inge Heggestad, upplýsingafulltrúi Sogndal, að leikmenn og starfsfólk félagsins hafi komið saman í morgun. „Við höfum ekki enn fengið nýjar upplýsingar um líðan Emils, aðrar en þær að hann var með meðvitund þegar honum var flogið frá Sogndal til Haukeland í gærkvöldi. Við verðum að vera þolinmóð og bíða fregna. Þær koma í dag en við vitum ekki hvenær,“ sagði Heggestad. Hann stóð í leikmannagöngunum og horfði á þegar Emil hné niður. Fyrst gerði hann sér ekki grein fyrir því hvað hafði gerst en að staðan væri alvarleg. „Sumir héldu að hann væri að halda um nefið, eins og hann hefði fengið olnbogaskot eða eitthvað slíkt en ég sá fljótt að þetta var alvarlegra en það,“ sagði Heggestad. Í frétt VG kemur fram að aðeins sjö sekúndur hafi liðið frá því dómari leiksins óskaði eftir aðstoð og þar til læknir Sogndal, Anders Rosø, kom Emil til aðstoðar. „Þetta var mjög faglega unnið að mínu mati. Við höfum líka fengið góð viðbrögð við því hvernig brugðist var við,“ sagði Heggestad. Fyrir tíu árum hné leikmaður Brann, Carl-Erik Torp, niður á sama velli. Heggestad segir að Sogndal búi að reynslunni frá því það gerðist og hún hafi komið í góðar þarfir í gær.
Norski boltinn Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira