Yfirlýsing frá Guðmundi: Sakar Sólveigu Önnu um leynimakk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. nóvember 2021 13:48 Guðmundur Baldursson, þriðji frá hægri, sakar Sólveigu Önnu formann um leynimakk. Hér er hópurinn sem bauð fram hjá Eflingu undir merkjum B-listans árið 2018. B-listinn Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur hafa haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Þetta kemur fram í skriflegri yfirlýsingu Guðmundar sem hann sendi til fjölmiðla. Sólveig Anna sagði sem kunnugt er af sér sem formaður Eflingar í gærkvöldi. Þá er Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri hættur störfum. Guðmundur segist í yfirlýsingunni vilja koma þessu á framfæri í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu og uppsagnar Viðars. Buðu fram saman árið 2018 „Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við,“ segir Guðmundur sem var hluti af B-listanum sem bauð fram krafta sína árið 2018 þegar Sólveig Anna var kjörinn formaður. „Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu.“ Guðmundur segist hafa lagt fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi væri fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna. Því hafi alfarið verið hafnað. Þess í stað hafi verið boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Botninum náð „Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar.“ Sólveig Anna hafi hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hafi hún skellt skuldinni á Guðmund og starfsmenn sína. „Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi.“ Fréttin er í vinnslu. Yfirlýsing Guðmundar Baldurssonar Lykilupplýsingum haldið frá stjórn Í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og uppsagnar Viðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, vil ég koma því á framfæri að Sólveig Anna hefur haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við. Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu. Ég lagði fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi færi fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna og var því alfarið hafnað. Þess í stað var boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólaveig Anna hefur hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hefur hún skellt skuldinni á mig og starfsmenn sína. Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi. Kv. Guðmundur Baldursson Ólga innan Eflingar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegri yfirlýsingu Guðmundar sem hann sendi til fjölmiðla. Sólveig Anna sagði sem kunnugt er af sér sem formaður Eflingar í gærkvöldi. Þá er Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri hættur störfum. Guðmundur segist í yfirlýsingunni vilja koma þessu á framfæri í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu og uppsagnar Viðars. Buðu fram saman árið 2018 „Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við,“ segir Guðmundur sem var hluti af B-listanum sem bauð fram krafta sína árið 2018 þegar Sólveig Anna var kjörinn formaður. „Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu.“ Guðmundur segist hafa lagt fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi væri fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna. Því hafi alfarið verið hafnað. Þess í stað hafi verið boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Botninum náð „Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar.“ Sólveig Anna hafi hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hafi hún skellt skuldinni á Guðmund og starfsmenn sína. „Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi.“ Fréttin er í vinnslu. Yfirlýsing Guðmundar Baldurssonar Lykilupplýsingum haldið frá stjórn Í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og uppsagnar Viðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, vil ég koma því á framfæri að Sólveig Anna hefur haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við. Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu. Ég lagði fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi færi fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna og var því alfarið hafnað. Þess í stað var boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólaveig Anna hefur hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hefur hún skellt skuldinni á mig og starfsmenn sína. Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi. Kv. Guðmundur Baldursson
Yfirlýsing Guðmundar Baldurssonar Lykilupplýsingum haldið frá stjórn Í ljósi afsagnar Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og uppsagnar Viðar Þorsteinssonar, framkvæmdastjóra stéttarfélagsins, vil ég koma því á framfæri að Sólveig Anna hefur haldið lykilupplýsingum leyndum frá stjórninni til að hylma yfir vanlíðan starfsfólks á skrifstofu Eflingar. Alvarlegur trúnaðarbrestur varð innan stjórnarinnar þegar Sólveig Anna neitaði að kynna fyrir stjórninni starfslokasamning við fráfarandi skrifstofustjóra í upphafi ársins. Því var ítrekað borið við að þessar upplýsingar kæmu stjórninni einfaldlega ekki við. Aftur var stjórninni neitað um kynningu á ályktun trúnaðarmanna um stjórnunarvanda í júní. Þegar ég gekk á eftir ályktuninni var mér ekki aðeins ítrekað neitað um hana heldur gerð tilraun til að beita mig persónulegri kúgun á grundvelli þess að formaðurinn hefði aðstoðað mína nánustu. Ég lagði fram tillögu um að utanaðkomandi ráðgjafi færi fenginn til að fara í gegnum starfsemina til að leita lausna og var því alfarið hafnað. Þess í stað var boðið upp á hvítþvott mannauðsstjóra á stjórnarfundi um miðjan júlí. Enginn í stjórninni veitti mér stuðning í þessu máli og enga hjálp var að fá hjá SGS og ASÍ þrátt fyrir að fyrir lægi að stjórnin ætti óskoraðan rétt á öllum lykilupplýsingum um starfsemi Eflingar. Sólaveig Anna hefur hvorki brugðist við áskorun starfsmanna um betrumbætur né gengist við ábyrgð sinni sem formaður. Þvert á móti hefur hún skellt skuldinni á mig og starfsmenn sína. Botninum náði hún svo þegar hún krafðist þess að starfsmenn veldu á milli þeirra sjálfra og hennar á starfsmannafundi síðastliðinn föstudagsmorgun. Í kjölfarið sló hún í síðasta sinn á sáttarhönd starfsmannanna. Stéttarfélögum ber að vera fyrirmynd í vinnuveitendahlutverki sínu, annað er ekki lýðandi. Kv. Guðmundur Baldursson
Ólga innan Eflingar Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira