Kórónuveiran í sókn í Evrópu Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2021 19:03 Mikil aukning hefur verið í fjölgun smitaðra í Evrópu. Tempura/Getty Kórónuveirutilfellum og dauðsföllum á heimsvísu fjölgar nú á ný í fyrsta sinn í tvo mánuði. Fjölgunina má að mestu rekja til nýrrar bylgju í Evrópu. Eftir hátt í tveggja ára baráttu heimsbyggðarinnar við kórónuveiruna geisar faraldurinn enn og lítið sem bendir til að hann sé í rénun. Þvert á móti virðist veiran vera að sækja í sig veðrið í Evrópu á ný. Um tvö hundruð og fimmtíu milljónir kórónuveirutilfella hafa verið skráð á heimsvísu og nærri fimm milljónir dauðsfalla. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði á blaðamannafundi í Genf í Sviss í dag að endalok faraldursins væru ekki í augsýn. „Fjöldi tilfella og dauðsfalla á heimsvísu af völdum kórónuveirunnar fer nú vaxandi í fyrsta sinn í tvo mánuði. Ástæðan er einkum sú að tilfellum fjölgar nú í Evrópu og það vegur þyngra en fækkun tilfella í öðrum heimshlutum. Þetta minnir okkur enn og aftur á að heimsfaraldrinum er fráleitt lokið. Ástæða þess að heimsfaraldurinn er ekki í rénun er sú að tæki og tól eru ekki í boði fyrir alla og það er ósanngjarnt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Verulega hefur hallað á fátækari ríki heims þegar kemur að bóluefnum en þau auðugri setið að þeim að mestu. Ghebreyesus segir samvinnu einu leiðina til að sigra veiruna og hann hvatti í dag leiðtoga helstu iðnríkja heims til að ræða málin á fundi sínum um helgina. Leiðtogarnir eru nú flestir komnir til Rómar á Ítalíu þar þar sem G20 ráðstefna leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims fram. „Þessi ríki geta með samstilltu átaki axlað þær pólitísku og fjárhagslegu skuldbindingar sem þarf til að binda enda á þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir neyðarástand í framtíðinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Eftir hátt í tveggja ára baráttu heimsbyggðarinnar við kórónuveiruna geisar faraldurinn enn og lítið sem bendir til að hann sé í rénun. Þvert á móti virðist veiran vera að sækja í sig veðrið í Evrópu á ný. Um tvö hundruð og fimmtíu milljónir kórónuveirutilfella hafa verið skráð á heimsvísu og nærri fimm milljónir dauðsfalla. Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði á blaðamannafundi í Genf í Sviss í dag að endalok faraldursins væru ekki í augsýn. „Fjöldi tilfella og dauðsfalla á heimsvísu af völdum kórónuveirunnar fer nú vaxandi í fyrsta sinn í tvo mánuði. Ástæðan er einkum sú að tilfellum fjölgar nú í Evrópu og það vegur þyngra en fækkun tilfella í öðrum heimshlutum. Þetta minnir okkur enn og aftur á að heimsfaraldrinum er fráleitt lokið. Ástæða þess að heimsfaraldurinn er ekki í rénun er sú að tæki og tól eru ekki í boði fyrir alla og það er ósanngjarnt,“ sagði Ghebreyesus á fundinum. Verulega hefur hallað á fátækari ríki heims þegar kemur að bóluefnum en þau auðugri setið að þeim að mestu. Ghebreyesus segir samvinnu einu leiðina til að sigra veiruna og hann hvatti í dag leiðtoga helstu iðnríkja heims til að ræða málin á fundi sínum um helgina. Leiðtogarnir eru nú flestir komnir til Rómar á Ítalíu þar þar sem G20 ráðstefna leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims fram. „Þessi ríki geta með samstilltu átaki axlað þær pólitísku og fjárhagslegu skuldbindingar sem þarf til að binda enda á þennan heimsfaraldur og koma í veg fyrir neyðarástand í framtíðinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Fjölgun smitaðra orðin áþreifanleg á Selfossi Nokkuð hefur verið um smitaða einstaklinga á Selfossi undanfarna daga en meðal þeirra sem hafa smitast eru kennarar og nemendur við Fjölbrautarskóla Suðurlands og starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá hafa einnig starfsmenn leikskóla smitast. 29. október 2021 15:37