Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. október 2021 15:37 Víkingaskipið Drakar strandaði við Bessastaðanes í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, minntist þess að um tólf aldir séu liðnar frá því að knörr sást fyrst við nesið. Vísir „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ Svona hefst Facebook-færsla Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um einmana víkingaskip sem strandaði undan ströndum Bessastaðaness í dag og vakti mikla furðu. Skipið er nokkuð drungalegt á að líta en það hefur legið við Kópavogshöfn síðastliðin þrjú eða fjögur ár. RÚV greindi fyrst frá. „Svo virðist sem einhverjum hafi þótt sniðugt að leysa þar landfestar og rak skipið svo þessa leið,“ skrifar forsetinn. Atli Hermannsson, hafnarstjóri í Kópavogi, segir í samtali við fréttastofu alveg öruggt að knörrinn hafi verið losaður frá landi af yfirlögðu ráði. Nú hefur Björgunarsveitin Ársæll komið skipinu til bjargar og dregið aftur á sinn stað í Kópavogshöfn. Skipið, sem ber nafnið Drakar, er eftirlíking af víkingaskipi, sem á rætur sínar að rekja til Brasilíu, þar sem það var smíðað árið 2007 eftir teikningu af Gaukstaðaskipinu. Guðni forseti setti skipið í sögulegt samhengi og rifjaði upp að eftir komu Alsíringa á Bessastaði hafi verið ráðist í gerð Skansins. „Eftir strandhögg þeirra var ráðist í gerð Skansins, virkis á nesinu þar sem Óli skans bjó síðar með konu sinni Fíu (ekki Völu eins og segir þó í laginu). Í morgun gat svo að líta skip sem hafði rekið inn í Lambhúsatjörn, undan Rana yst á nesinu.“ „Þegar ég sá skipið hér fyrir utan síðla morguns varð mér hugsað til hinnar þekktu barnagælu Sveinbjarnar Egilssonar sem bjó hér á nesinu og kenndi við Bessastaðaskóla: „Fljúga hvítu fiðrildin, fyrir utan gluggann. Þarna siglir einhver inn, ofurlítil dugga“,“ skrifar forsetinn í færslu sinni. Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Forseti Íslands Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira
Svona hefst Facebook-færsla Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, um einmana víkingaskip sem strandaði undan ströndum Bessastaðaness í dag og vakti mikla furðu. Skipið er nokkuð drungalegt á að líta en það hefur legið við Kópavogshöfn síðastliðin þrjú eða fjögur ár. RÚV greindi fyrst frá. „Svo virðist sem einhverjum hafi þótt sniðugt að leysa þar landfestar og rak skipið svo þessa leið,“ skrifar forsetinn. Atli Hermannsson, hafnarstjóri í Kópavogi, segir í samtali við fréttastofu alveg öruggt að knörrinn hafi verið losaður frá landi af yfirlögðu ráði. Nú hefur Björgunarsveitin Ársæll komið skipinu til bjargar og dregið aftur á sinn stað í Kópavogshöfn. Skipið, sem ber nafnið Drakar, er eftirlíking af víkingaskipi, sem á rætur sínar að rekja til Brasilíu, þar sem það var smíðað árið 2007 eftir teikningu af Gaukstaðaskipinu. Guðni forseti setti skipið í sögulegt samhengi og rifjaði upp að eftir komu Alsíringa á Bessastaði hafi verið ráðist í gerð Skansins. „Eftir strandhögg þeirra var ráðist í gerð Skansins, virkis á nesinu þar sem Óli skans bjó síðar með konu sinni Fíu (ekki Völu eins og segir þó í laginu). Í morgun gat svo að líta skip sem hafði rekið inn í Lambhúsatjörn, undan Rana yst á nesinu.“ „Þegar ég sá skipið hér fyrir utan síðla morguns varð mér hugsað til hinnar þekktu barnagælu Sveinbjarnar Egilssonar sem bjó hér á nesinu og kenndi við Bessastaðaskóla: „Fljúga hvítu fiðrildin, fyrir utan gluggann. Þarna siglir einhver inn, ofurlítil dugga“,“ skrifar forsetinn í færslu sinni.
Kópavogur Garðabær Björgunarsveitir Forseti Íslands Mest lesið Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fleiri fréttir Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Sjá meira