Skýr tengsl milli afstöðu karla til kvenna og kynferðisofbeldis gegn konum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. október 2021 08:39 Menn sem beita konur ofbeldi eru líklegri til að trúa því að konur geti sjálfum sér um kennt. Getty/Dan Phan Í rannsókn sem náði til 554 karlkyns háskólanema játuðu 63 að hafa nauðgað eða beitt aðra kynferðisofbeldi eða öðru ofbeldi gegn vilja þeirra. Einstaklingarnir 63 játuðu alls 251 atvik og þá leiddi rannsóknin í ljós skýr tengsl á milli ofbeldisins og afstöðu karlanna til kvenna. Margir sögðu konum sjálfum um að kenna ef þær yrðu drukknar og þá sögðust umræddir einstaklingar einnig gjarnan eiga fantasíur um að nauðga eða pynta konur. Þessi sýn á konur var ekki að finna meðal þeirra þátttakenda sem höfðu ekki brotið gegn konum. Rannsóknin fól í sér tvær kannanir þar sem ítarlegir spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur, annar fyrir 295 nema við hundrað háskóla í Bretlandi og hinn fyrir 259 nema við einn háskóla í suðausturhluta Englands. Í fyrri könnuninni sögðust 30 þátttakendur hafa framið 145 brot. Kynferðisleg nauðung var algengust en þar á eftir komu naugðun, tilraun til naugðunar og kynferðislegir tilburðir án samþykkis. Í seinni könnuninni játuðu 33 menn að hafa framið 106 brot og þriðjungur sagðist hafa brotið gegn konum þrisvar sinnum eða oftar. Allir þátttakendurnir voru gagnkynhneigðir en fimm sögðust hafa brotið á konum og körlum og einn sagðist hafa brotið gegn einum karli. Þeir 63 menn sem játuðu brot voru mun líklegri en aðrir til að trúa ýmsum mýtum um nauðganir, til dæmis að konum gætu sjálfum sér um kennt. Þá höfðu þeir almennt neikvæða afstöðu gagnvart konum og voru líklegri til að trúa því að vandamál þeirra mætti rekja til kvenna. Fantasíur þeirra voru einnig ofbeldisfullari og gengu meðal annars út á að meiða konur gegn vilja þeirra. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar ríma við aðrar rannsóknir, meðal annars í Bandaríkjunum. Þeir sem hafi neikvætt viðhorf í garð kvenna séu mun líklegri til að beita þær ofbeldi. Guardian greindi frá. Bretland Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Margir sögðu konum sjálfum um að kenna ef þær yrðu drukknar og þá sögðust umræddir einstaklingar einnig gjarnan eiga fantasíur um að nauðga eða pynta konur. Þessi sýn á konur var ekki að finna meðal þeirra þátttakenda sem höfðu ekki brotið gegn konum. Rannsóknin fól í sér tvær kannanir þar sem ítarlegir spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur, annar fyrir 295 nema við hundrað háskóla í Bretlandi og hinn fyrir 259 nema við einn háskóla í suðausturhluta Englands. Í fyrri könnuninni sögðust 30 þátttakendur hafa framið 145 brot. Kynferðisleg nauðung var algengust en þar á eftir komu naugðun, tilraun til naugðunar og kynferðislegir tilburðir án samþykkis. Í seinni könnuninni játuðu 33 menn að hafa framið 106 brot og þriðjungur sagðist hafa brotið gegn konum þrisvar sinnum eða oftar. Allir þátttakendurnir voru gagnkynhneigðir en fimm sögðust hafa brotið á konum og körlum og einn sagðist hafa brotið gegn einum karli. Þeir 63 menn sem játuðu brot voru mun líklegri en aðrir til að trúa ýmsum mýtum um nauðganir, til dæmis að konum gætu sjálfum sér um kennt. Þá höfðu þeir almennt neikvæða afstöðu gagnvart konum og voru líklegri til að trúa því að vandamál þeirra mætti rekja til kvenna. Fantasíur þeirra voru einnig ofbeldisfullari og gengu meðal annars út á að meiða konur gegn vilja þeirra. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar ríma við aðrar rannsóknir, meðal annars í Bandaríkjunum. Þeir sem hafi neikvætt viðhorf í garð kvenna séu mun líklegri til að beita þær ofbeldi. Guardian greindi frá.
Bretland Kynferðisofbeldi Jafnréttismál Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira