Allt að ársbið eftir sálfræðingi Birgir Olgeirsson skrifar 26. október 2021 22:00 Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðissviðs Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Arnar Dæmi eru um að fólk þurfi að bíða í allt að ár eftir sálfræðiaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Skortur er á sálfræðingum að sögn framkvæmdastjóra geðheilbrigðismála. Biðtími eftir geðheilbrigðisaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins getur verið frá nokkrum vikum og upp í ár. Ef beðið er eftir þjónustu geðheilbrigðisteymis, sem er fyrir þá sem þurfa á þverfaglegri aðstoð að halda og þéttri eftirfylgni, getur biðtíminn verið nokkrar vikur og upp í fimm til sex mánuði. Biðtími til sálfræðinga á heilsugæslustöðvum, sem fólk með vægari vanda sækir í, getur verið misjafn. Stöðvarnar eru 15 talsins og getur biðtíminn verið frá nokkrum vikum og sum staðar upp í ár. „Það vantar fólk á sumar stöðvarnar. Eftirspurnin er gríðarlega mikil eftir þessari þjónustu,“ segir Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil eftirspurn er eftir sálfræðingum í samfélaginu og erfitt að keppast um þá. Fimmtíu sálfræðingar starfa hjá heilsugæslunni í dag. „Þeir vinna úti í bæ. Þeir vinna í endurhæfingu, þeir eru í rannsóknum, kennslu, vísindum og vinnustöðvum. Það er orðinn svo breiður starfsvettvangur fyrir þá að sækja um að það er sannarlega samkeppni um þessa stétt.“ Að hluta til megi rekja biðtímann til þess að þjónustan er að mestu niðurgreidd af ríkinu. Þeir sem fá þessa aðstoða greiða fimm hundruð krónur. „Á meðan ef það er farið út í bæ til sálfræðings þá þarf að borga 18 til 20 þúsund fyrir viðtalið,“ segir Guðlaug. Ásóknin sé því gríðarleg sem stendur en aukið fjármagn var sett í þessa þjónustu í fyrra og í ár. Hvert framhaldið verður á því er óvitað. Þeir sem helst leita eftir þessari þjónustu hjá heilsugæslunni þjást af þunglyndi og kvíða. „Síðan eru það allskyns lífskrísur sem fólk lendir í að sjálfsögðu. Fólk á að koma til okkar fyrst, sérstaklega ef vandinn er ekki orðinn alvarlegur. Þar eigum við að hjálpa fólki að þurfa ekki að fara eitthvað lengra í kerfinu.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira
Biðtími eftir geðheilbrigðisaðstoð hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins getur verið frá nokkrum vikum og upp í ár. Ef beðið er eftir þjónustu geðheilbrigðisteymis, sem er fyrir þá sem þurfa á þverfaglegri aðstoð að halda og þéttri eftirfylgni, getur biðtíminn verið nokkrar vikur og upp í fimm til sex mánuði. Biðtími til sálfræðinga á heilsugæslustöðvum, sem fólk með vægari vanda sækir í, getur verið misjafn. Stöðvarnar eru 15 talsins og getur biðtíminn verið frá nokkrum vikum og sum staðar upp í ár. „Það vantar fólk á sumar stöðvarnar. Eftirspurnin er gríðarlega mikil eftir þessari þjónustu,“ segir Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri geðheilbrigðismála hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Mikil eftirspurn er eftir sálfræðingum í samfélaginu og erfitt að keppast um þá. Fimmtíu sálfræðingar starfa hjá heilsugæslunni í dag. „Þeir vinna úti í bæ. Þeir vinna í endurhæfingu, þeir eru í rannsóknum, kennslu, vísindum og vinnustöðvum. Það er orðinn svo breiður starfsvettvangur fyrir þá að sækja um að það er sannarlega samkeppni um þessa stétt.“ Að hluta til megi rekja biðtímann til þess að þjónustan er að mestu niðurgreidd af ríkinu. Þeir sem fá þessa aðstoða greiða fimm hundruð krónur. „Á meðan ef það er farið út í bæ til sálfræðings þá þarf að borga 18 til 20 þúsund fyrir viðtalið,“ segir Guðlaug. Ásóknin sé því gríðarleg sem stendur en aukið fjármagn var sett í þessa þjónustu í fyrra og í ár. Hvert framhaldið verður á því er óvitað. Þeir sem helst leita eftir þessari þjónustu hjá heilsugæslunni þjást af þunglyndi og kvíða. „Síðan eru það allskyns lífskrísur sem fólk lendir í að sjálfsögðu. Fólk á að koma til okkar fyrst, sérstaklega ef vandinn er ekki orðinn alvarlegur. Þar eigum við að hjálpa fólki að þurfa ekki að fara eitthvað lengra í kerfinu.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Geðheilbrigði Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Sjá meira