Telur ofbeldisfullar hópsenur í klámi geta stuðlað að fjölgun hópnauðgunarmála Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2021 11:33 Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, talskona Stígamóta. Vísir/vilhelm Talskona Stígamóta telur opnari umræðu en áður, sem og áhrif úr klámi, geta stuðlað að fjölgun tilkynninga um hópnauðganir til neyðarmóttöku í ár. Erfiðara sé fyrir þolendur hópnauðgana en aðra að fara með mál sín í gegnum dómskerfið þar sem gerendur geti talað sig saman. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að nítján hafi leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Þrettán leituðu til móttökunnar árið 2020 og sex árið 2019. Haft er eftir Hrönn Stefánsdóttur, hjúkrunarfræðingi og verkefnastjóra á neyðarmóttökunni, að um sé að ræða ógnvænlega þróun. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir það alltaf koma á óvart þegar ofbeldi aukist. Á sama tíma hafi hins vegar umræða um kynferðisofbeldi opnast mikið síðustu misseri og því eðlilegt að fleiri leiti sér aðstoðar. „Og síðan er það auðvitað líka annað sem getur verið að hafa áhrif og það er klámið og klámvæðingin. Við höfum verið að sjá talsvert mikil áhrif af kláminu í þeim ofbeldisbrotum sem koma hérna inn á Stígamót og í kláminu er ekkert óalgengt að sjá ofbeldisfullar hópsenur,“ segir Steinunn. Gerendur geti talað sig saman Um 20-25 þolendur hópnauðgunar leiti til Stígamóta á ári hverju en málin sem þangað koma séu þó yfirleitt ekki ný. „Þetta er allt frá því að vera frelsissviptingar þar sem manneskja er yfirbuguð og það er hópur sem níðist á henni kynferðislega, jafnvel með byrlun, yfir í að þetta er maki eða kærasti sem býður allt í einu einhverjum öðrum inn í kynlífið og þar með breytist það úr kynlífi og í hópnauðgun,“ segir Steinunn. Steinunn tekur undir það með Hrönn að það geti verið enn erfiðara fyrir þolendur hópnauðgana að tilkynna mál sín til lögreglu en aðra þolendur. „Vegna þess að þar geta gerendurnir talað sig saman og verið sammála um vitnisburðinn. Og þannig höfum við auðvitað séð mál fara fyrir dómstóla þar sem þrír eða fjórir tala sig saman og það er náttúrulega mjög sterkt gegn einum vitnisburði brotaþola. Það virðist vera sem þolendur hópnauðgana eigi lítinn séns í réttarkerfinu okkar.“ Kynferðisofbeldi Klám Tengdar fréttir Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26. október 2021 06:45 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að nítján hafi leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Þrettán leituðu til móttökunnar árið 2020 og sex árið 2019. Haft er eftir Hrönn Stefánsdóttur, hjúkrunarfræðingi og verkefnastjóra á neyðarmóttökunni, að um sé að ræða ógnvænlega þróun. Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta segir það alltaf koma á óvart þegar ofbeldi aukist. Á sama tíma hafi hins vegar umræða um kynferðisofbeldi opnast mikið síðustu misseri og því eðlilegt að fleiri leiti sér aðstoðar. „Og síðan er það auðvitað líka annað sem getur verið að hafa áhrif og það er klámið og klámvæðingin. Við höfum verið að sjá talsvert mikil áhrif af kláminu í þeim ofbeldisbrotum sem koma hérna inn á Stígamót og í kláminu er ekkert óalgengt að sjá ofbeldisfullar hópsenur,“ segir Steinunn. Gerendur geti talað sig saman Um 20-25 þolendur hópnauðgunar leiti til Stígamóta á ári hverju en málin sem þangað koma séu þó yfirleitt ekki ný. „Þetta er allt frá því að vera frelsissviptingar þar sem manneskja er yfirbuguð og það er hópur sem níðist á henni kynferðislega, jafnvel með byrlun, yfir í að þetta er maki eða kærasti sem býður allt í einu einhverjum öðrum inn í kynlífið og þar með breytist það úr kynlífi og í hópnauðgun,“ segir Steinunn. Steinunn tekur undir það með Hrönn að það geti verið enn erfiðara fyrir þolendur hópnauðgana að tilkynna mál sín til lögreglu en aðra þolendur. „Vegna þess að þar geta gerendurnir talað sig saman og verið sammála um vitnisburðinn. Og þannig höfum við auðvitað séð mál fara fyrir dómstóla þar sem þrír eða fjórir tala sig saman og það er náttúrulega mjög sterkt gegn einum vitnisburði brotaþola. Það virðist vera sem þolendur hópnauðgana eigi lítinn séns í réttarkerfinu okkar.“
Kynferðisofbeldi Klám Tengdar fréttir Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26. október 2021 06:45 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Sjá meira
Nítján leitað til neyðarmóttöku kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana Nítján hafa leitað til neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis vegna hópnauðgana það sem af er ári. Árið 2020 leituðu þrettán einstaklingar til móttökunnar og sex árið 2019. 26. október 2021 06:45