Giftist almúgamanni og missti um leið konunglega tign sína Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2021 07:40 Mako og Kei Komuro ræða við blaðamenn á fundi á hóteli í Tókýó fyrr í dag. AP Mako Japansprinsessa giftist í dag æskuástinni sinni, Kei Komuro, og missti þá um leið konunglega tign sína. Samkvæmt japönskum lögum afsala konur úr keisarafjölskyldu landsins konunglegri tign, ákveði þær að giftast „almúgamanni“. Hið sama á þó ekki við um karlkyns meðlimi japönsku keisarafjölskyldunnar. Hin þrítuga Mako er dóttir Fumihito, krónprins Japans og bróður Naruhito keisara, og Kiko prinsessu. Mako ákvað jafnframt að sleppa öllum þeim siðum sem vanalega eru viðhafðir í konunglegum brúðkaupum og þá afþakkaði hún eingreiðslu sem keisarahöllinn býður konum úr keisarafjölskyldunni sem afsala sér konunglegri tign með því að giftast almúgamanni. Mako er fyrsti kvenkyns meðlimur japönsku keisarafjölskyldunnar sem gerir hvort tveggja. Búist er við að hjónakornin flytjist búferlum til Bandaríkjanna þar sem Komuro starfar sem lögmaður. „Harry og Meghan Japans“ Japanskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með sambandi þeirra Mako og Komuro og hafa margir líkt málinu við vendingarnar í kringum Harry Bretaprins og Meghan Markle og hjónaband þeirra og þá sér í lagi ákvörðun Harrys að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og flytjast til Norður-Ameríku. Kastljósi fjölmiðla hefur meðal annars beinst að hárgreiðslu Komuro sem var sérstaklega gagnrýndur fyrir að vera með hárið í tagli þegar hann sneri aftur til Japans. Telja margir að slíkt sé ekki samboðið manni sem hyggst ganga að eiga prinsessu. Mako veifar til ljósmyndara þegar hún yfirgefur Akasakahöll í Tókýó fyrr í dag.AP Á fréttamannafundi fyrr í dag baðst Mako afsökunar á því er hjónaband hennar hafi valdið öðrum vandræðum. Hún sé þakklát þeim sem hafi stutt við bakið á henni og eiginmanni sínum. „Fyrir mig, þá er Kei óbætanlegur. Hjónaband var nauðsynlegt val fyrir okkur,“ sagði Mako. Kei bætti því við að hann elskaði Mako og vildi verja lífinu með henni. Trúlofuðust 2017 BBC segir frá því að Mako prinsessa hafi yfirgefið íbúð sína í höfuðborginni Tókýó klukkan tíu að staðartíma í morgun til að ganga að eiga Komuro. Hún hafi hneigt sig fyrir foreldrum sínum og faðmað yngri systur sína áður en hún hvarf á braut. Þau Mako og Komuro trúlofuðust árið 2017 og upphaflega stóð til að þau myndu ganga í hjónaband ári síðar. Brúðkaupinu var hins vegar frestað vegna fullyrðinga um að móðir Komuro ætti í fjárhagsvandræðum og hafi ekki endurgreitt fyrrverandi unnusta lán sem hún hafi fengið hjá honum. Keistarahöllin hafnaði því að frestun brúðkaupsins mætti rekja til þess máls, en Fumihito krónprins sagði þó að mikilvægt væri að ganga frá lausum endum varðandi fjármál, áður en þau Mako og Komuro gengu í hjónaband. Japan Kóngafólk Ástin og lífið Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira
Hin þrítuga Mako er dóttir Fumihito, krónprins Japans og bróður Naruhito keisara, og Kiko prinsessu. Mako ákvað jafnframt að sleppa öllum þeim siðum sem vanalega eru viðhafðir í konunglegum brúðkaupum og þá afþakkaði hún eingreiðslu sem keisarahöllinn býður konum úr keisarafjölskyldunni sem afsala sér konunglegri tign með því að giftast almúgamanni. Mako er fyrsti kvenkyns meðlimur japönsku keisarafjölskyldunnar sem gerir hvort tveggja. Búist er við að hjónakornin flytjist búferlum til Bandaríkjanna þar sem Komuro starfar sem lögmaður. „Harry og Meghan Japans“ Japanskir fjölmiðlar hafa fylgst grannt með sambandi þeirra Mako og Komuro og hafa margir líkt málinu við vendingarnar í kringum Harry Bretaprins og Meghan Markle og hjónaband þeirra og þá sér í lagi ákvörðun Harrys að hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og flytjast til Norður-Ameríku. Kastljósi fjölmiðla hefur meðal annars beinst að hárgreiðslu Komuro sem var sérstaklega gagnrýndur fyrir að vera með hárið í tagli þegar hann sneri aftur til Japans. Telja margir að slíkt sé ekki samboðið manni sem hyggst ganga að eiga prinsessu. Mako veifar til ljósmyndara þegar hún yfirgefur Akasakahöll í Tókýó fyrr í dag.AP Á fréttamannafundi fyrr í dag baðst Mako afsökunar á því er hjónaband hennar hafi valdið öðrum vandræðum. Hún sé þakklát þeim sem hafi stutt við bakið á henni og eiginmanni sínum. „Fyrir mig, þá er Kei óbætanlegur. Hjónaband var nauðsynlegt val fyrir okkur,“ sagði Mako. Kei bætti því við að hann elskaði Mako og vildi verja lífinu með henni. Trúlofuðust 2017 BBC segir frá því að Mako prinsessa hafi yfirgefið íbúð sína í höfuðborginni Tókýó klukkan tíu að staðartíma í morgun til að ganga að eiga Komuro. Hún hafi hneigt sig fyrir foreldrum sínum og faðmað yngri systur sína áður en hún hvarf á braut. Þau Mako og Komuro trúlofuðust árið 2017 og upphaflega stóð til að þau myndu ganga í hjónaband ári síðar. Brúðkaupinu var hins vegar frestað vegna fullyrðinga um að móðir Komuro ætti í fjárhagsvandræðum og hafi ekki endurgreitt fyrrverandi unnusta lán sem hún hafi fengið hjá honum. Keistarahöllin hafnaði því að frestun brúðkaupsins mætti rekja til þess máls, en Fumihito krónprins sagði þó að mikilvægt væri að ganga frá lausum endum varðandi fjármál, áður en þau Mako og Komuro gengu í hjónaband.
Japan Kóngafólk Ástin og lífið Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sjá meira