Vill vekja athygli á fylgikvillum brjóstastækkunar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. október 2021 21:44 Brynja segist anda léttar nú þegar púðarnir eru á bak og burt. Vísir/Sigurjón Brynja Dan Gunnarsdóttir, varaþingmaður Framsóknarflokksins, lét á dögunum fjarlægja úr sér brjóstapúða sem hún fékk sér fyrir meira en áratug síðan. Hún vill vekja athygli á þeim fylgikvillum sem fylgt geta brjóstastækkun. Brynja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún greindi frá því á Instagram í gær að nánast allar götur frá því hún fékk sér púða í brjóstin fyrir ellefu árum hafi hún upplifað ýmsa leiðingjarna kvilla í tengslum við aðgerðina, svo sem þreytu, verki, ofnæmi og erfiðleika við andardrátt. Þá segist hún hafa farið í aðgerðina til að geðjast öðrum en sjálfri sér. „Ég ætlaði einhvern veginn ekki að tala um þetta. Mig er búið að langa að gera þetta eiginlega frá því ég fékk mér [púðana]. Það er bara þannig, ég hef ekki þolað þá síðan,“ sagði Brynja í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist hafa kviðið því að láta fjarlægja púðana, en það hafi reynst mun minna mál en hún hafði haldið. Vildi passa inn í mót Brynja segist hafa fengið sér púðana á röngum forsendum á sínum tíma. „Ég held bara að við könnumst allar við þessa tilfinningu, annað hvort að vera bara óánægðar með sjálfar okkur á einhverju tímabili í lífinu, ég var nýbúin að ganga með barn og það var stutt síðan hann hætti á brjósti. Líkaminn minn var bara enn þá að mótast,“ segir Brynja, sem var 25 ára þegar hún fór í aðgerðina. Hún segist hafa farið í aðgerðina án nokkurra upplýsinga og segist hafa viljað passa inn í einhvers konar mót. „Þetta er umræða sem ég hef átt mikið við strákinn minn, sem er unglingur. Raunveruleikinn er ekki það sem við sjáum í myndum, eða þess vegna klámmyndum, sem unglingar eru mikið að horfa á. Þetta er ekki raunin, eða það sem gengur og gerist. Mér finnst ótrúlega gott í dag að vera bara búin að vinna í sjálfri mér og geta elskað mig eins og ég er,“ segir Brynja. Hún bætir því við að ef fólk vilji fá sér brjóstapúða sé ekkert athugavert við það. Hver verði að ákveða fyrir sjálfan sig. Andaði samstundis léttar Brynja segir þó að hún hefði verið til í að hafa aflað sér meiri upplýsinga um hvað getur fylgt brjóstastækkun. „Bara hvað getur gerst. Hvað er breast implant illness? Auðvitað er þetta aðskotahlutur í líkamanum og einhverjir líkamar eru alltaf að reyna að hafna honum, hvort sem hann er farinn að leka eða ekki.“ Brynja segir að um leið og hún hafi vaknað eftir aðgerðina þar sem púðarnir voru teknir úr henni hafi hún getað andað léttar, og bendir á að öll þessi ár hafi hún verið með 650 grömm aukalega framan á brjóstkassanum. „Um leið og ég vaknaði fann ég að það var auðveldara að anda. Þetta eru þyngsli, það er erfiðara að hreyfa sig oft og þetta hefur alltaf tekið í vöðvann þegar ég hef tekið armbeygjur og svoleiðis. Mér hefur aldrei fundist það þægilegt,“ segir Brynja og lýsir fleiri einkennum á borð við ofnæmi og síþreytu sem fylgdu brjóstastækkuninni. Viðtalið við Brynju má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Brynja var til viðtals í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hún greindi frá því á Instagram í gær að nánast allar götur frá því hún fékk sér púða í brjóstin fyrir ellefu árum hafi hún upplifað ýmsa leiðingjarna kvilla í tengslum við aðgerðina, svo sem þreytu, verki, ofnæmi og erfiðleika við andardrátt. Þá segist hún hafa farið í aðgerðina til að geðjast öðrum en sjálfri sér. „Ég ætlaði einhvern veginn ekki að tala um þetta. Mig er búið að langa að gera þetta eiginlega frá því ég fékk mér [púðana]. Það er bara þannig, ég hef ekki þolað þá síðan,“ sagði Brynja í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segist hafa kviðið því að láta fjarlægja púðana, en það hafi reynst mun minna mál en hún hafði haldið. Vildi passa inn í mót Brynja segist hafa fengið sér púðana á röngum forsendum á sínum tíma. „Ég held bara að við könnumst allar við þessa tilfinningu, annað hvort að vera bara óánægðar með sjálfar okkur á einhverju tímabili í lífinu, ég var nýbúin að ganga með barn og það var stutt síðan hann hætti á brjósti. Líkaminn minn var bara enn þá að mótast,“ segir Brynja, sem var 25 ára þegar hún fór í aðgerðina. Hún segist hafa farið í aðgerðina án nokkurra upplýsinga og segist hafa viljað passa inn í einhvers konar mót. „Þetta er umræða sem ég hef átt mikið við strákinn minn, sem er unglingur. Raunveruleikinn er ekki það sem við sjáum í myndum, eða þess vegna klámmyndum, sem unglingar eru mikið að horfa á. Þetta er ekki raunin, eða það sem gengur og gerist. Mér finnst ótrúlega gott í dag að vera bara búin að vinna í sjálfri mér og geta elskað mig eins og ég er,“ segir Brynja. Hún bætir því við að ef fólk vilji fá sér brjóstapúða sé ekkert athugavert við það. Hver verði að ákveða fyrir sjálfan sig. Andaði samstundis léttar Brynja segir þó að hún hefði verið til í að hafa aflað sér meiri upplýsinga um hvað getur fylgt brjóstastækkun. „Bara hvað getur gerst. Hvað er breast implant illness? Auðvitað er þetta aðskotahlutur í líkamanum og einhverjir líkamar eru alltaf að reyna að hafna honum, hvort sem hann er farinn að leka eða ekki.“ Brynja segir að um leið og hún hafi vaknað eftir aðgerðina þar sem púðarnir voru teknir úr henni hafi hún getað andað léttar, og bendir á að öll þessi ár hafi hún verið með 650 grömm aukalega framan á brjóstkassanum. „Um leið og ég vaknaði fann ég að það var auðveldara að anda. Þetta eru þyngsli, það er erfiðara að hreyfa sig oft og þetta hefur alltaf tekið í vöðvann þegar ég hef tekið armbeygjur og svoleiðis. Mér hefur aldrei fundist það þægilegt,“ segir Brynja og lýsir fleiri einkennum á borð við ofnæmi og síþreytu sem fylgdu brjóstastækkuninni. Viðtalið við Brynju má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Lýtalækningar Reykjavík síðdegis Heilbrigðismál Mest lesið Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið „Ég er femínisti“ Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fleiri fréttir Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“